Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1942, Blaðsíða 2

Faxi - 01.01.1942, Blaðsíða 2
2 F A X I mönnum, er sá möguleiki ekki fyrir hendi vegna dýpis og þar af leiðandi kostnaðar. Pó er ekkert á móti því, að þetta sé athugað nánar, en því aðeins að það tefji ekki aðrar fram- kvæmdir. Vatns- og skolpveita. Það heilbrigðis- og menning- armál, sem mest er aðkallandi að leyst verði á næstunni hér í Keflavík, er vatns- og skolp- veita. Á fundi í hreppsnefndinni 12. sept. 1938 lögðum við Danivai Danivalsson til að hafizt yrði handa í þessu máli og lögðum við þá til að fyrsta árið yrði lögð lögnin í Hafnargötu frá Hring- braut að Tjarnargötu, í Tjarn- argötu frá Hafnarg. að Tún- götu, í Túngötu frá Tjarnarg. að Vesturgötu og í Vesturg. frá Túngötu til sjávar. Þessi leiðsla kostaði þá samkv. áætlun ca kr. 25.000.00. Kosin var þriggja manna nefnd til þess að athuga málið og útvega lán og árangurinn al' störfum hennar var sá að það kom í ljós að hægt var að fá rör í skolpveitu lánuð til 4 ára, afborgunarlaust 1. árið og síð- an jafnar afborganir. Erfitt var að vísu á þeim tímum að fá fé að láni til þess að greiða vinnu- laun, en aðal ástæðan til þess að mál þetta sofnaði út af var sú, að meiri hluti hreppsnefnd- ai taldi eigi möguleika á því að byrja á verkinu nema hægt væri að Ijúka því af á einu ári, svo allir yrðu þess aðnjótandi svo að segja samtímis og að allt féð sem til þess þyrfti væri fyrir hendi þegar byrjað yrði á verk- inu, sem auðvitað var útilokaö. Síðan þetta gerðist hefur skolpleiðsla verið lögð í Vestm-- götu, í Suðurgötu frá Tjarnar- götu að húsi nr. 9 og í Tjarn- argötu frá nr. 3 til sjávar. Þess- ar leiðslur eru allar lagðar skv. uppdrætti, sem til er af vatns- og skolpveitu í Keflavík og gerður er af Finnboga R. Þor- valdssyni verkfræðingi. Ein- stakir húseigendur við nefnd- ar götur hafa lagt til vinnuna en hreppurinn efnið. Á síðast liðnu sumri var á fundi í hreppsnefndinni kosin nefnd til þess að gera tillögur um framkvæmd málsins og fjár- öflun. Nefndin skilaði störfum og lagði til að boðið yrði út skuldabréfalán með hrepps og sýsluábyrgð allt að kr. 250.000.00 er greiðast skyldi á 40 árum með Mk°/o ársvöxtum en afborg- unarlaust fyrstu 5 árin. Áður en bjóða skildi út iánið þurfti að liggja fyrir kostnaðar- og tekjuáætlun. En frá því áætlun sú, er áður er getið var gerð hef- ur húsum og fólki fjölgað svo mjög, að þeir brunnar, sem þá voru taldir nægja eru nú taldir öfullnægjandi, fyrir því var nú í haust gerð tilraun til þess að bora eftir vatni í holtinu fyrir ofan þorpið en árangur af þeirri borun er enn eigi að fullu ljós. Framhald þessara fram- kvæmda á að verða, eftir að vatn er fundið: Vatns- og skolp- leiðsla um allt þorpið á næstu 4 árum. Mörgum finnst ef til vill hér djarft talað og' ekki hyggilegt fyrir hreppsfélagið að leggja í slíkar framkvæmdir á meðan dýrtíðin er slík sem nú. En því er til að svara, að almennt hafa menn meiri peningaráð nú en oft áður. Ef því hreppurinn ekki hefur framkvæmdir í þessu máli, verða það einstakl- ingarnir, sem gera það, en þá er hætt við að verkið verði unn- ið með stundarhagnaði fyrir augum en ekki fyrir framtíðina en foráðamönnum hreppsins ber hein skylda til að koma í veg fyrir slíkt. Rafmagnsmálið. Rafstöð sú, er við eigum, var á sínum tíma byggð af áhuga- sömum einstaklingum, sem sáu nauðsyn þess, að við Keflvík- ingar yrðum aðnjótandi þeirrar undra-orku, sem rafmagnið er. Þeim tókst þó ekki að reka þetta fyrirtæki sitt, svo þad bæri sig og seldu það hreppn- um, sem hefur rekið það síðan með beinum fjárhagslegum hagnaði fyrir hreppssjóðinn. Aftur á móti hafa einstakling- ai hreppsfélagsins ekki hagn- ast að sama skapi á rekstrin- um, og skal ég nú skýra þetta nánar. Þegar hreppurinn keypti raf- stöðina var byggðin hér mjög miklu minni en nú og fólk helmingi færra. Rafmagn var þá ekki heldur notað á hverju heimili. Þá var »spennan« 110 volt og svo er hún enn. Hefði nú, þegar hreppurinn keypti rafstöðina »spennan« verið hækkuð upp í 220 voll, þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir það fjárhagslega tjón, sem af því leiðir, að flest út- varpstæki og það annað sem notað er í sambandi við raf- magn og sérstaklega er miðað við 110 volta spennu, verðuv ónýtt, þegar spennunni verður Jtreytt, sem er óhjákvæmileg't nú á næstunni, hvort sem við fáum rafmagn frá Soginu eða ekki. Auk þessa hefur tjón Kefl- víkinga vegna hinnar lágu spennu verið óbeint þannig að notkun þess til iðnaðar, hitun- ar og annara heimilisþarfa, ann- ara en ljósa, hefur verið nær útilokuð. Þannig súpum við nú seyðið af skammsýni þcirra manna er hér réðu hreppsmálum er raf- stöðin var keypt. Okkur er það öllum ljóst, að raforka sú er við eigum nú við að búa er orðin alveg ófullnæg j- andi, því auk þess, sem áður er getið, er nú svo komið að jafn- hliða því sem rafmagnið hækk- ar í verði, þá minnkar notagildi þess, sem stafar af því, að raf- stöðin fullnægir ekki lengur þörfum byggðarlagsins. Við bíðum því öll með ó- þreyju eftir þeim möguleika að hægt verði að leiða hingað raf- magn frá Soginu, til þess að við getum notað þessa orku, ekki aðeins til þess að lýsa upp heim- kynni okkar og til annara heim- ilisþarfa, heldur og líka til iðn- aðar, svo að þau verðmæti, er sjómennirnir færa hér á land verði ekki aðeins fyrir þetta byggðarlag heldur fyrir þjóðar- búið í heild. Á síðustu árum hefur verið unnið að því innan hreppsn. Keflavíkur, að rafmagn frá

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.