Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1942, Blaðsíða 3

Faxi - 01.01.1942, Blaðsíða 3
Soginu yrði leitt um Suournes, og að því verður að vinna á- fram sleitulaust þar til málið er leyst. Við, sem stöndum að A-list- anum, munum óskiptir fylkja okkur um þetta mál, sem viö teljum eitt af þeim málum, er framtíð þessa byggðarlags liyggist á. Á hreppurinn að eiga landið, sem hann bygg- ist á? Eitt af þeim viðl'angsefnum sem bíða hinnar nýju hrepps- nefndar er það, hvort hreppur- inn á að eignast land það, sem hann byggist á. eða hvort það á að vera í eigu einstakra manna, eins og nú er. Ýmsir menn segja: við sjáum ekki neitt athugavert við það, hvorki fyrir hreppsfélagið í heild né fyrir einstaklinga þess, að einstakir menn eigi landið, sem hreppurinn nær yfir, ef lóð- irnar eru leigðar með sann- gjörnu verði og þær eru byggð- ar samkvæmt settum reglum og undir umsjón þess opinbera. I fljótu bragði virðist þetta vera rétt, en ef betur er að gætt koma í ljós ýmsir agnúar, sem nú skal greina: Á meðan landið er í höndum einstaklinga gengur það kaujj- mn og sölum, annað hvort land- ið sjálft eða afnot þess (hin svo kallaða erfðafesta). Kaupverð þessara lóða eða leiga fyrir af- not þeirra fer ekki eftir nein- um vissum reglum, heldur er háð ýmsum og ófyrirsjáanleg- mn atvikum. Töltum dæmi: Maður nokkur tók land á leigu (með erfðafestu) fyrir finun árum. Landið var órækt- armðar niður við sjó. Maðurinn girti landið, en gerði það að öðru leyti ekki verðmeira. Fyr- ir ári síðan var hafizt handa um byggingu hafnargarðs und- an landi hans og hefur hann nú selt leigurétt sinn fyrir tí- falt það verð, er landið hefur kostað hann síðan hann tók það á leigu, en sá, er keypti verð- ur nú, auk þess okurfjár, er hann greiddi fyrir leiguréttinn F A X I til leigjandans, að greiða land- eiganda hina árlegu ákveðnu leigu. Við sjáum af þessu dæmi hvernig lóðir hækka í verði al- veg án tilverknaðar þeirra, er eiga. Af þessum orsökum skapast hið alkunna lóðarbrask, sem svo aftur leiðir af sér óeðlilega Iráa húsaleigu og skapar ástand er tefur fyrir framgangi menn- ingarmála, eins og t. d. þegar stórar lóðir og heilir bæjarhlut- ar standa öbyggðir árum sam- an vegna þess að lóðunum er lialdið föstum eða svo dýrum, að almenningur getur ekki keypt þær eða tekið þær á leigu. Sem dæmi má nefna lóðirnar við Suðurgötu sunnam erða hér í Keflavík. Til þess að ráða J)ót á þessn og komá í veg fyrir of hátt verð og ósanngjarna leigu á lóoum, þá þarf hreppurinn eða hið op- inbera að eiga landið og leigja einstaklingum með sanngjörn- um kjörum. Við munum því vinna að því, að land það sem er innan tak- marka hreppsins verði keypt. Einnig munum við vinna að því, að land verði girt og út- hlutað til ræktunar gegn sann- gjarnri leigu, þeim, er áhuga hafa fyrir slíku. ;? Mörg fleiri menningarmál l)íða úrlausnar á næstu árum og sem við munum beita okkur fyrir, og vil ég nefna hér nokkur: 1. Sjúkrasamlag og sjúkraskýli. ti. Bygging barnaskóla. 3. Hreppurinn taki að sér af- greiðslu skipa við hafskipa- bryggjuna. 4. Byggðir verði verkamanna- bústaðir. Keflvíkingar, sunnun ykkar kann nú að sýnast að lítil lík- indi séu til þess að mörg þeirra mála, er hér hefur verið minnzt á, verði leyst á næstu árum, og þetta er mjög eðlilegt, þegar þess er gætt að til skannns tíma hefur ríkt hér alger kyrrstaða í þessum málum. En við vilj- um benda ykkur á að með sam- tökum og samvinnu má miklu koma til leiðar. Mátt samtak- anna og samvinnunnar þekkja Alþýðuflokksmenn og Fram- sóknarmenn hér í Keflavík og því hafa þeir nú tekið höndum saman þrátt fyrir ólíkar skoð- anir á þeim málum, sem nú eru efst á baugi, og styðja lista Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og frjálslyndra manna til þess að leysa þau menningar- og framfaramál, er hér hefur verið minnzt á. R. G. GREIN SVERRIS JÚLIUSSONAR. Ritstjóri »Faxa« kom að máli við mig í gær, og öskaði eftir, að ég tæki afstöðu til fyrr- nefndrar spurningar. Eg tel, að það sé i'yrst og fremst hafnarmálið, seni beri að leysa á komandi kjörtíma- bili. Eins og öllum er kunnugt, Leypti Keflavíkurhreppur hafn- annannvirkin á Vatnsnesi á s. 1. sumri fyrir krónur 360.000.00. Ein aðaláæstðan fyrir því, að menn unnu að þessari lausn hafnarbóta í Keflavík, var sú, að þrátt fyrir marg ítrekaðar tilraunir var það alveg ákveð- ið, að ekkert fé fékkst til aukn- ingar eða endurbóta á mann- virkjum þessum á meðan ein- staklingar áttu þau. Pess vegna var það fyrsta sporið, að hrepp- urinn eignaðist mannvirki þessi, svo grundvöllur skapaðist fyrir því, að Keflavíkurhreppsbúar gætu orðið aðnjótandi þess rétt- ar, er þeim skýlaust bar sam- anborið við aðra landsmenn, — það ,að fá fé nokkurt til lend- ingarbóta fyrir sig úr ríkissjóði. Um kaupin á mannvirkjum þessum hafa verið skiptar skoð- anir meðal hreppsbúa, og tel ég, að landshafnarhugmyndin hafi ruglað margan góðan dreng. Við sem töldum það sjálf- sagt og brýna nauðsyn, að Keflavíkurhreppur keypti nefnt hafnarmannvirki, höfðum ekk- ert á móti því, nema síður væri, — að ríkissjóður byggði báta-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.