Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1942, Blaðsíða 5

Faxi - 01.01.1942, Blaðsíða 5
5 F A X I Meö þessu blaði hefst annar ftrgang- ui Faxa, og er ætlunin, að hann komi iit a. m. k. einu sinni í mánuði hverj- um eftirleiðis. Þegar samnefnt mál- fundafélag réðist I blaðaútgáfu þessa fyrir rúmu. ári síðan, voru þeir spá- menn til með oss hér syðra, sem sögöu s'íkt fyrirtæki andvana fætt. Blaðaútgáfa á stríðsgróðatímum. Hver skyldi hafa tlma til þess aö lesa blað. Og svo voru engar stríðs- fréttir I blaðinu! Slíkar og þvílíkar raddir voru S og með sprottnar af þeirri staðreynd, aö útgefandinn var fámennt múlfunda- félag, sem eigi hafði úr gildum sjóð- um að ausa til styrktar útgáfunni. Þar varð að koma til kasta Suður- nesjamanna. yfirleitt, hvort þeir vildu kaupa sitt eigið blað, — .málgagn, sem gæti i-ætt og ýtt undir velferð- ar- og framfaramál þeirra. Sú varð raunin, á, að salan fór vax- andi, með hverju tölublaði, og vænt- ir útgefandi þess, að svo megi enn verða á nýbyrjuðu ári. ★ Undir yfirskriftinni »úr flæðai- málinu« munu verða birt stutt bi-éf or; athuganir, sem kunna að berast frá lesendum um menn og málefni. Pegar ritstjórinn hefur svo »farið á fjörurnar« og máske bjargað »vog- rekinu« undan sjó og sandi, er ekki ólíklegt, að koma muni í ljós efni- viður nokkur, jafnvel kjörviður. En »! kili skal kjörviður«. ★ Þá væri það ekki að kafna undir nafni, að birta. hér aflafréttir úr nær- liggjandi verstöðvum á komandi vetr- arvertlð. A ég þar helzt við afla hvers skips, miðað við lifrarmagn, en slík- ar upplýsingar hafa verið lítt fáan- legar fram undir þetta. Standa þar I vegi útgerðarmenn, ef ekki skipstjór- ar. þykir þeim, sem eigi eru afla- hrestir, ef til vill leitt, að líita. fiska- toj sitt á þrykk út ganga. Eigi að síður væntir blaðið þess, að sú hugarfarsbreyting verði hjá fyrr- nefndum aðilum, að þessar upplýs- ingar fáist. ★ Meðan útsynningurinn lemur þekj- ur húsanna ogl sópar göturnar svo að varla er stætt, þá hleypa menn und- an inn til rakarans eða undir skúr- ana á Myllubakkanum og rabba sam- an um umhleypinginn og gæftaleys- Jð eða þá væntanlegar hreppsnefnd- arkosningar. Það á sem sé að fara ,að kjósa eft- ir öll þessii ár, segir einhyer, og ein- ir 3 listar I boði. — Já, við erum ekki lista-lausir, segir annar. — Bara, að enginn ruglist nú í ríminu við kjörborðið, bætir sá þriðji við, og minnist þeirra gömlu, góðu daga, þeg- ar menn gengu fyrir kjörstjórn, og hún sagði: Hvern kýst þú? og ekki þurfti annað en að svara: Jón Jóns- son. Og þar með var sá dra.umur bú- inn. Nú’ er þessu annan veg farið. Eintómt pukur og skriffinnska, og svo þarf að hjálpa sumum að setja krossinn á réttan stað! Já, margt er gott, sem gamlir kveða. ★ Við hreppsnefndarkosningarnar 1938 greiddu 589 kjósendur atkvæði. Þá hlaut A-listi 349 atkvæði og fékk kjörna: Guðmund Guðmundsson með 349 a.tkv., Karvel ögmundsaon með 174% a.tkv., Valdimar Björnsson með 11611_ atkv. Varamenn: Elías Þor- I ö sleinsson 87% atkv., Sigurður Guð- mundsson 69415 atkv., Þorgr. Eyjólfs- son 581 |g atkv. Pá hlaut B-listi 225 atkvæði og- fékk kjörn.a: Ragnar Guðleifsson með 225 atkv., Danival Danivalsson, með 112% atkv. Varamenn: Steindór Pét- ursson, 75 atkv., Guðni Magnússon 56% atkv. Auðir seðlar og ógildir voru 15. A kjörskrá nú munu aftur á móti vera innan við 800 kjósendur. ★ Er ekki hsegt að nota lífbáta á vélbátunum? Blaðinu hefir borizt eftirfarandi frá Snorra, Þorsteinssyni: Mér hefur oft dottið í hug', þegar ég hef séð vélbátana leggja úr höfn hér í Keflavík, hvort ekki væri mögu- legt að h,afa lífbáta á þeim. En vegna rúnileysis á þilfari mun ekki hægt að hafa lífbát þar, og báta- davíður munu tæplega koma til greina, vegna þess að bátarnir eru fæstir það stórir að þeir bæru bát t davíðum sér að skaðlausu, enda mundu dnvíður og lífbátur ekki eiga marga lífdaga á þessum bátum a. m. k. ekki í þrengslunum við bryggjur hér í Keflavík. Fyrir nokkru átti ég tal um þetta við einn af útgerðarmönnum hér, og datt honum I hug að nota gúmmibát, eins og þeir eru sagðir h,afa á flug- vélunum þegar þær ferðast yfir höfin. Gúmmíbátar þessir eru sagðir bera nokkra menn, og ta,ka ekki mikið rúm. Auðvitað koma I>eir ekki að gagn.i ef slys ber að höndum í slæm- um veðrum, en það gera Jífbátar yf- irleitt, ekki, en þeir sem um sjóinn fara vita að margt getur skeð á sæ, ---------FAXI---------------- Blaðstjórn skipa: Hallgr. Th. Björnsson Ingimundur Jónsson Ragnar Guðleifsson Ritstjóri og ábyrgðarm.: Kristinn Pétursson Afgreiðslumaður: Jón Tómasson Símstöðinni, Keflavík Verð I lausasölu 50 aurar. líka í góðu veðri, ekki hvað sizt nú á tímum, þegar alls konar vogrek eru um allan sjó, aiuk vítisvéla ófriðarins. pvi miður hef ég ekki í bili aðstöðu til að kynna mér, hvort slíkir gúmmi- bátar muni vera fáanlegir, eða hvort menn yfirleitt telji að þeir mundu geta komið að gagni til þess arna. Ég vil þvi beina því til útgerðar- manna og sjómanna, þó sérstaklega ti! skipstjóra, b.vort þeir vildu ekki athuga, möguleika á þvi að fá nokkra slíka báta til reynslu. Ég tel að svona lífbáta mætti geyma frammá vélbát- unum, þar sem þeir yrðu ekki til óhagræðis við daglega, vinnu. ★ Næsta blað Faxa kemur út í vik- unni fyrir kosningarnar. —krp— Siggi: Af hverju ert þú svona kátur, Jón minn sæll? Nonni: Af þvi að ég var að líftryggja mig, og nú þarf ég ekki að kvíða ellinni. Siggi: Getur maður ekki orðiö gamall ef maður er tryggður? Nonni: Jú rniklu eldri, því þá hefur maður öryggi fyrir að eiga aurama I ellinni, og þarf ekki að hafa áhyggjur, en all- ar áhyggjur og Uviði fækka líf- dögunum. Siggi: Er hægt að fá trygg- ingu hér í Keflavik? Nonni: Já, hvaða, tryggingu sem þú vilt, hann Snorri Þorsteinsson Hringbraut 3, sími 68 hefir umboð frá Sjóvátrygging- arfélagi Islands h.f., fyrir: LIFTRYGGINGAR brunatrygging ar og allar aðrar tegundir trygginga, en blessaður flýttu þér, því það er alltaf blind ös hjá hon- um þegar Faxi er nýkominn út. Siggi: Ég hleyp þá og tryggi mig og bilinn minn. Av.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.