Faxi


Faxi - 20.01.1942, Blaðsíða 2

Faxi - 20.01.1942, Blaðsíða 2
F A X I sjálfstæðismenn telja sér það sérstaklega til gildis, að vera gætnir í fjármálum, þá mætti ætla að þessi hreppur væri sér- staklega vel stæður borið sam- an við aðra staði, þar' sem aðr- ir flokkar hafa farið með völd ög meira fé hefir verið varið til framkvæmda og þæginda. Sú nmri bó sízt vera raun á. Kauptúnið hefir iarið hraðvax andi á undanförnum árum, og vegna legu sinnar hefir það haft betri möguleika til at- vinnureksturs en víða annars staðar eru fyrir hendi. Fjárhag- ur hreppsins er þó ckki betri en svo, að hann virðist hafa mjög takmarkað lánstraust. Ár- ið 1939 gat hreppurinn hvergi fengið 1000 kr.>lán, til að leggja íram í vatnsveilu, sem fyrir- huguð var um austurhluta þorpsins austan Tjarnargötu. Ef hreppurinn hefði lagt til þessa upphæð, væri nú komin fullkomin vatnsveita um þetta svæði, því að einstaklingar ætl- uðu að Jeggja það fram n móti, sem til vantaði. Sjálfstæðismenn leggja nú mikið kapp á að halda meiri hluta sínum í hreppsnefndinni og þykir mikið við liggja. Ef þeim tekst það, þá þýðir það sömu stefnu áfram eða kyrr- stöðu í öllum framkvæmdura, Peningaflóðinu verður hleypt fram hjá ;'in þess að nokkru af því verði haldið eftir til verk- legra framkvæmda og menning- armála. Stefna þeirra er að hlífa hátekjumönnum og gróða- fyrirtækjum við Gtsvörurri en láta þau hvíla á öllum almenn- ingi. Sama máli mun vera að gegna um hina svojiefndu »n- háðu«. Stefna A-listans er að nuver- andi ástand sé notað til að ná fé í hreppssjóðinn með því að taka með útsvörum nokkurn hluta af stríðsgróðanum hjá þeim fyrirtækjum, sem hann hafa mestan, og nota það tií verklegra framkvæmda, og til tryggingar atvinnulífi þegar aflur kippir úr að stríðinu loknu. Guðni Magnússon. Atliugatemd. Ot af umræðum þeim, sem frarrk fóru á borgarafundi þeim, sem haldinn var hér að kvöldi þess 19. jan. s. 1., þar sem ég hélt því fram, að þeir herrar Ragnar Guðleifsson og Dan. Danivalsson hefðu verið á móti því árið 1938 og síðar, að keypt væru hafnarmannvirkin að Vatnsnesi, sem þeir á sama fundi eindregið mótmæltu pg lýstu mig ósannindamann að, þá leyfi ég mér að taka fram eftirfarandi. Allan tímann frá því að farið var að tala um kaup á. hafnarmannvirkjunum, eftir að Dan. Dan. og Ragnar Guð- leifsson komu í hreppsnefnd- ina, þá kemur bert fram, að þeir eru á móti því að kaupa þessi mannvirki á þeim grund- velli, sem möguleikar voru að framkvæma kaupin á, og að fá stuðning lánsstofnana til áfram- haldandi umbóta á mannvirkj- unum. Ég vil geta þess strax, að ef hreppsnefndin hefði öll verið sammála og kaupaleiðin hefði verið farin strax í upphafi, þá. hefði hreppurinn á árinu 1938 getað eignazt mannvirkin og að líkindum getað fengið ríkis- sjóðsstyrk í fyrirtækið á næstu árum, og þá framkvæmt þær nauðsynlegustu endurbætur á mannvirkjunum, sem enn eru ógerðar. Þessari hlið málsins vildu þeir aldrei sinna á þeim grundvelli, sem fyrir Iá, fyr én á seinustu stundu, eða þegar hnefar kjósendanna hræddu þá til þess. Hins vegar þóttust þeir .tjjarnan vilja, að hreppurinn eignaðist mannvirkin, en aðeins í gegnum þær leiðir, að kaupin væru gerð eftir mati, eða ef ekki fengist samkomulag við eigend- ur um sölu á þeim grundvelli, að eignirnar væru teknar eign- arnámi. Þannig var ástatt, eins og okkur er öllum kunnugt, að hafnarmannvirkin voru í eigu h.f. Keflavík, og á eigninni hvíldu miklar skuldir í Otvegs- banka Islands h.f. og hafði hann eignina að veði fyrir þeim. Báðir þessir aðilar eigendur og veöhafinn. voru ófúsir á að láta eigniná af hendi undir því verði, sem raunverulega á henni hvíldi;'og gat því ekki orðið un'i það að ræða, að eigendur létu mannvirkin af hendi eftir mati, nema það fulíftægði kröfuriv þeirra. Væri eignarnámsaðferðin við- höfð, sem þeir raunverulega helzt vildu fara, þá ma segja að það hefði verið unnt, en þö því aðeins að Alþingi hefði vilj- að gefa út um það lög og að jáfnhliða hefði verið handbært fé til þess að greiða eignina úl að fullu, en því var ekki að heilsa. Pað er sannanleg stað- reynd og marg yfirlýst af J)ankast.jórum Útvegsbankans, að þeir neituðu að lána hreppn- um fé til þessara kaupa, ef þau væru framkvæmd á þennari hátt. Pess skal og getið að þeir þingmenn úr öllum stjórnmála- flokkum, sem ég ræddi við um þessa kaupaðferð á eigninni, tölu mjög ólíklegt að lög um slíka eignarnámsheimild næðn fram að ganga. Það, sem að ofan greinir sýn- ir og sannar að þær leiðir, sem Ragnar og Dan. Dan. vildu fara í þessum málum voru ó- framkvæmanlegar og drápu málið á þeim tíma, en nú rétt fyrir kosningarnar snýst þeim hugur og hlaupa þá inn á að samþykkja kaup mannvirkj- anna á þeim grundvelli, sem ég frá upphafi hafði barizt fyrir að farin væri, af því að sd eina leið var framkvæmanleg. Ég get ekki stillt mig um að taka það fram, út af ummæl- um Dan. Dan. á fundinum, þar sem hann sagði að hafnarnefnd- in hafi hrætt mig til að greiða atkvæði með kaupunum, að ég hef allt af frá upphafi haft þK skoðun í málinu, að kaupaleið- in væri sú eina í'æra, og hefur því ekki þurft að hræða ÍBJg með krepptum hnefum og jafn- vel lífLátshótun, eins og hann orðaði það. En eins og áður framtekið óttaðist hann þegar að kosningum kom kreppta hnefa kjósendas sinna og þó mest af öllu að honum kynni að verða kastað fyrir borð og

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.