Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 20.01.1942, Qupperneq 4

Faxi - 20.01.1942, Qupperneq 4
4 F A X I þetta mál, en það var svæft af meiri hluta hreppsnefndar, með þeim forsendum að »ekki væri vitað hvort almennur vilji væri fyrir því innan hreppsins«. Vit- anlega hefði sá vilji komið í ijós við atkvæðagreiðsluna. Þetta, mál er því þannig vax- Sð að menn verða alment að kynna sér það og taka afstöðu til þess. Hugsjón sjúkrasam- iaganna er sú að þeir heilbrigðu greiða fyrir hina sjúku. En þar sem enginn veit hvenær veik- indi kunna að bera að höndum hjá honum sjálfum eða hans fólki, þá eru menn að greiða fyrir fram fyrir þá læknishjálp, sem þeir kunna að þurfa á að halda síðar. Þurfi þeir aldrei á iienni að halda, þá er það gott fyrir þá sjálfa. Sá einn, sem hef- ir orðið fyrir alvarlegum veik- indum á sínu heimili veit hvað það kostar hann fjárhagslega fyrir utan allt annað. Þó að maðurinn sé sæmilega bjarg- álna, ef hann er ekki verulega aflögufær, þá þurfa það ekki að vera alvarleg eða mjög lang- varandi veikindi sem geta kom- ið honum annað hvort á hrepp- inn eða í þær skuldir, sem hann á litla von um að komast úr aftur. ,Eg vildi aðeins vekja athygli á þessu máli nú, en væntanlega verður það rætt ýtarlegar hér í blaðinu síðar. En í sambandi við þetta mál má minnast á sjúkraskýlismál- ið. Það munu vera milli 20—30 ár síðan fyrst komst hreyfing á það mál hér að byggja sjúkra- skýli, og var stofnaður sjóður í því skyni. Eigi er mér kunn- ugt um hve mikið fé er í þeim sjóði, en hitt er víst að á síð- ari árum hefir lítið verið gert til, að auka hann, nema að seld hafa verið minningarspjöid til ágóða fyrir hann og hefir eitt- hvað smávegis safnast í hann á þann hátt. Þá var og annar sjóður til og mun vera til enn, stofnaður af kvenfélaginu »Freyju«, sem hér starfaði, og var tilgangur hans að kaupa innanstokksmuni í væntanlegt sjúkraskýli. Eigi er vitað að í hann hafi verið safnað á síðari árum. 1 sambandi við sjúkraskýli er nauðsynlegt að hér sé sjúkra- skýli, enda er það tæplega við- unandi og enda ekki með öllu vansalaust að hér sé ekkert sjúkraskýli, hvað sem fyrir kemur, ef veikur maður er lagö- ur í land af skij)i, er hvergi hægt að koma honum fyrir meðan verið er að ná í sjúkra- bíl til að flytja hann til Reykja- víkur. 1 sambanid við sjúkraskýli þarf að koma læknisbústaður, því að ekki má svo ganga til lengdar að héraðslæknirinn geti ekki setið hér vegna húsnæðis- leysis. Ennfremur þarf í sam- bandi við það að koma lyfja- búð. Er mikil nauðsyn á því að hér sé fullkomin lyfjabúð, enda er það arðvænlegt fyrirtæki, og ætti að geta létt undir með rekstur sjúkraskýlisins. Eg tel það hörmulegt, ef því peningaflóði, sem nú er í land- inu er hleypt fram hjá án þess að nokkuð sé gert til að safna fé til þessara nauðsynjamála. Guðni Magnússon. Góðir Keflyíkingar! 25. janúar eigið þið að kjósa fulltrúa í hreppsnefnd, til þess að fara ineð hreppsmálin næstu 4 ár. Þið hafið öll séð og reynt starfshæfni fráfarandi hrepps- nefndar í brýnus'tu framfara og þarfamáluin hreppsfélagsins. Það er venja manna, sem ekki eru afkastamiklir til verka og málefna, að lofa miklu en fram- kvæma minna. Og er fráfar- andi hreppsnefnd Ijóst dæmi um slíka menn. Því er það Keflvíkingar, að þið eigið að kjósa B-listann við í hönd farandi kosningar, til þess að hægt verði að gera hreppsnefndina starfhæfa um menningar og framfaramál hreppsfélagsins næsta kjörtíma- bil. Mál þau sem B-listinn ætlar að beita sér fyrir eru: 1. Hafnarmálið. 2. Vatnsveita og skólpleiðsla. 3. Rafmagnsmálið. 4. Gatnagerð — Hafnargatan. 5. Skólamál. (i. Heilbrigðismál og sjúkrahús. 7. Lóðar- og ræktunarmál. 8. Verkamannaskýlið. 9. Öll önnur menningar- og framfaramál, sem hreppsfé- laginu eru til þrifa. Þessum málum mun B-Iistinn beita sér fyrir í hrejipsnefnd og munu fulltrúar B-listans ekki þola eða láta haldast uppi póli- tískar togstreitur um þrifamál hrejípsfélagsins, eins og verid hefur og verða mun, ef Ivefl- víkingar snúa ekki baki við þeim pólitísku flokkum sem með hreppsmálin hafa farið, en það munu þeir gera með því að fylkja sér um B-listann og gefa fulltrúum hans meiri hlutann í kosningunni. Og það gerið þio góðir Keflvíkingar við kjör- borðið á sunnudaginn. Sigurþór Guðfinnsson. KeflWkingar! Líftryggingar, Brunatryggingar, Sjóvátryggingar, Stríðstryggingar, Bifreiðatryggingar, Jarðskjálftatryggingar. Snorri Þorsteinsson Sími 68 — Keflavík Allar fáanlegar vörnr, sem yðnr Tantar fáiö þér í Verzlnn Ingimnndar Jónásonar Sími 11 — Keflavík

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.