Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1942, Blaðsíða 7

Faxi - 01.02.1942, Blaðsíða 7
F A X I Keflavík - Suðurnes! Kol fyrirliggjandi. H. F. KEFLAVÍK Sseiaar 5 & 41. y[ýt? Gólfmottur Verzlun Ólafs E. Einarssonar Sími 37 — Keflavik Skrítlur. Englendingur, Þjóðverji og Handaríkjamaður hittust ein- hverju sinni og hófu að ræða skipakost landa sinna. - »Það er nú svo á stærstu skipunum okkar«, sagði Eng- lendingurinn, »að skipstjórinn verður að ferðast um stjórnpall- inn í bifreið«. - »Jæja, eru þau ekki stærri«, svaraði Þjóðverjinn. »Véla- mennirnir. á okkar skipum ferð- ast um í flugvélum til þess að smyrja vélarnar«. — »Það er og«, bætti Banda- ríkjamaðurinn við. »Á okkar skipum er sérhvcr bryti utlærð- ur kafbátsforingi, enda nauð- synlegt, þar sem kafbátar eru notaðir til þess að hræra í graut- arpottunum«. ★ Þrír stúdentar sáu virðulegan öldung með hvítt skegg niður á bringu koma í áttina til sín. Það voru í þeim æskuærsl og þeir komu sér fljótt saman um að slá upp á glens við gamla manninn. »Góðan daginn, fað- ir Abraham«, sagði einn. »Góð- an daginn, faðir lsak«, sagði annar. »Komið þér sælir, faðir .Takob«, sagði sá þriðji og rétti honum höndina. öldungurinn hopaði undan, lagði hendurnar aftur fyrir bakið og svaraði: »Ykkur skjátl- ast, herrar mínir, ég er hvorki Abraham, Isak né .lakob, en ég er Sál, sonur Kíss, er var send- ur af stað að leita að ösnum föð- ur síns, og sjá! ég hefi fundið þær«. ★ A. (hrifinn): »Ekkert er eins gott og gæsasteik!« B: »Nú segir þú ekki satt. Gæsasteik er svei mér betri en »ekkert««. ★ Bandaríkjamaður: Og á hæstu skýjakljúfunum, eru efstu hæð- irnar hafðar á hjörum. Islendingur: Nú er heima! Bandaríkjamaður: Það er sko gert til þess, að hægt sé að leggja þær niður, þegar tunglið fer fram hjá. VÉáturinn „Græðir" Eiun maður drukknar. Aðfaranótt 13. þ. m. sigldi amerískur tundurspillir á vb Græði undán Gróttu. Sölck báturinn á samri stundu, en einn skipverja drukknaði. Hét hann Lárus Marísson, ætt- aður úr Dalasýslu en til heim- ilis í Reykjavík. Hinir skipverjar björguðust við illan leik, komust fjórir þeirra upp á ankeri tundurspill- isins en tveim var bjargað úr sjónum. Vb Græðir var 31 smálest að stærð. Eigandi hans var Stein- dór Pétursson o. fl. Keflavík. l

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.