Faxi


Faxi - 01.03.1942, Blaðsíða 1

Faxi - 01.03.1942, Blaðsíða 1
II, ár. 4. tölubl. Útgefandi: Málfundafél. Faxi, Keflavík Marz 1942 ALFRED GISLASON LÖGREGLUSTJORI SKRIFAR UM UTSVORIN I KEFLAVÍK 1 síðastu Ibl. »Faxa« birtist bréf frá »Keflvíkingi« með fyr- irspurnum, sem mér þykir ekki nema sanngjarnt að teknar séu til greina. Eru þær varðandi ó- innheimt útsvör í Keflavíkur- hreppi og fleira í því sambandi. Það mun vera rétt, að á borg- arafundi 18. jan. síðastl. upp- lýsti ég, að eins og þá stæði myndu óinnheimt útsvör vera ca. 35 þús. krónur að meðtöld- um útsvarseftirstöðvum frá fyrri árum, en ég gat þess uin leið, að þetta væri ekki ábyggi- leg tala, þar sem ekki væri hægt að loka reikningnum svo fljótt eftir áramót, og að enn rriyndi innheimtast töluvert þar sem margir viðskiptamenn hréppsiris væru þá ekki búriir að gera reikninga sína upp við hreppirin. — Þar sem hú hins- vegar liggja greinilegar tö'lur l'yrir heridí, mun ég hér á eftir gefa stutt yfirlit um íítvarsínn- heimtuna 1941: Raunveruleg útsvarsálagning árið 1941, að meðtöldum vega- gjöldum. nam kr. 161.355.00. Innheimt útsvör á áririu nema kr. 157.998.44, eða tæpum 158 þús. krónum, og er mismunur- inn kr. 3.356.56. Innheimt á ár- inu ér því 98,14% af álqgðUm íítsvörum og vegagjöldum, en óinnheimt 1,86%. Óinnheimt útsvör frá fyrri ár- urn nemur kr. 24.000.44, og er þá fellt niður það af gömlum og ónýtum útsvörum, sem híeppsnefndin féllst á, eða kr. 1-609.50. Þegar því fyrri ára útsvör eru tekin með, lítur það þannig út, að raunveruleg upphæð til inn- heinitu 1941 hefur verið kr. 161.355.00 + kr. 24.000.44, eða kr. 185.355.44. Eins og ,áður er sagt nema innbeimt útsvör kr. 157.998.44, og hefur því inn- Iieimzt af gömlum og yngri út- svörum um 86%, cn útistand- andi því 14%, eða kr. 27.357.00. Á það skal bent í þessu sam- bandi, að upphæð útsvarseftir- stöðva nú er aðeins r'úmum 3 þúsund krónum hærri en eftir- stöðvarnar frá 1940 og tæpum 10 þús. krónum hærri en eft- irstöðvarnar frá 1938, enda þótt útsvarsálagningin hafi hækkað um ea. 100% frá 1940 og ca. 150% frá 1938. — Ég tel því að þetta sé ekki sl.æm íitkoma, og vil geta þess um leið, að lang- mest af þessum fitsvarseftir- stöðvum er frá fyrri árum, sem mjög crfitt hefur reynzt að inn- liéimtii, þar sem margir gjald- endur eru fluttir frá Keflavík. Rréfritarinn vildi ef til vill fá að vita, í hverju þeir crfiðleik- ar með innheimtu gamalla gjalda eru fólgnir, en það tel óg ekki heppilegt að ræða hér. En sumpart getur hann sagt sér það sjálfur og sumpart skal mér ljúft nð upplýsa um á öðrum vettvangi. P:g hefi hér stuttlcga reynt að yérða við tilmælum »Keflvík- ings«og gefið yfirlit yfir útsvör Keflavíkurhrepps, innheimt og óinnheimt. Slík tilmæli eru ekki ncma réttmæt, og sjálfsagt að taka þau til greina, en hinsveg- ar álít ég, að hnútuköst bréf- ritarans til mín og hreppsnefnd- ar um, að sumum sé hlíft við að greiða skuldir sínar til hreppsins, séu óþörf og ósönn, enda vita keflvískir gjaldend- ur, að einuro er ekki gert hærra undir höfði en öðrum. Slíkar að- dróttanir á opinberum vett- vangi hljóta að hafa eina, að- eins eina afleiðingu, en hún er stí að reyna að koma gjaldend- um til að trássast við að greiða gjöld sín og torvelda með því innheimtu þeirra. En hvort þetta hefur verið tilgangur bréf- ritarans skal ég ekki segja, en finnst það ótríílegt. Ósk og tilmæli bréfritarans um að birtur verði listi yfir nöfn vanskilamanna um íítsvör, var tekið fyrir á breppsnefnd- arfundi og náði þar samþykki. Mun því verða birtar upphæð- ir og nöfn þcirra, sem skulda íítsvör og barnsmeðlög til hreppsins, og er í sjálfu sér ekk- ert við það að athuga.þótt álita- mál sé hvort heppilegt er aö birta þenna »svarta lista«, þar eð vafasamt má telja að hann nái tilgangi sínum. Þvert á móti hygg ég, að margir þeir, sem enn eiga eftir ógreidd sín gjöld, þykkist við að verða þannig markaðir vanskilamenn, en það mun ekki meining »Keflvík- ings«, heldur mun þetta A'era í hans augum listi yfir menn, sem »hlíft« er við að greiða gjöid sín. A. Gíslason.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.