Faxi


Faxi - 01.03.1942, Blaðsíða 3

Faxi - 01.03.1942, Blaðsíða 3
F A X I Nokkrar fjáröflunarleiðir fyrir Keflavíkurhrepp Á fyrsta fundi hinnar ný- kjörnu hreppsnefndar Kefla- víkurhrepps 3. febr. s. 1. kom ég með þá tillögu, að nefndar- menn reyndu að benda á hugs- anlegar fjáröflunarleiðir fyrir Keflavíkurhrepp. Ástæðan fyrir því að tillagu mín kom fram, er sú, að nú sýn- ist allt velta á því að heppileg- ar fjáröflunarleiðir verði farn- ar. 1 þessu þorpi er svo ótal margt óunnið, sem óhugsanlegt er að fresta lengur að fram- kvæma. Við höfum verið svo seinheppnir, að láta alltaf nauð- synjamálin bíða og bíða, en auð- vitað kemur svo að því að lok- um, að það er ekki hægt að bíða lengur. Og til þess að við hérna náum nokkurn veginn samtíð- armönnum okkar annarstaðar á landinu í framförum og fram- kvæmdum þarf hreppurinn á miklu fé að halda. Nú, er það svo, að hér um bil einu tekjur hreppssjóðs eru sveitarútsvörin. Enda þð þau séu níi allvæn fúlga, þá nægja þau í rauninni skammt, ef ekki er ur öðru að spila. Að vísu er hægt að taka lán, það er sjálfsögð leið. En við verðum að gæta þess að við lifum á. verðbólguUmum, sem geta verið mjög hættuleg- ir ef óhóflegum skuldum er þá hrúgað saman. Við verðum að reikna með, að greiðslur gefi með góðu móti farið fram, þeg- aij eðlilegir tímar koma hér aftur. Pað erþví höfuð nauðsyn, að nú sé beitt öllum hugsanlegum ráðum til tekjuöflunar fyrir hreppinn. Um þetta verða allir að vera samtaka og sammála. Það er nauðsynlegt að geta borgað sem mest strax af því, sem gcrt er, meðan þessi mikla peningavelta stendur. — Að halda að sér höndunum nú, og hirða ekki um að sjá lieilbrigð- ar leiðir til f.járöflunar, og fara þær svo ekki heldur, það er í raun og veru glæpur. Ef einhver hér í þorpinu væri svo ókunnugur að hann þyrfti að spyrja: Hvað er nú þetta mikið, sem þið þurfið endilega að framkvæma? Hvað þurfið þið mikið fé? Því skal ég svara honum í mestu hreinskilni og segja: 1. Við þurfum að leggja fram lendingarbætur millj. króna. H,já því verður ekki komist, eins og menn vita vel. 2. Við þurfum að leggja fram í vatns- og skolpleiðslur í þorpinu i millj. króna. Það er líka óumflýjanlegt. 3. Göturnar í þorpiníi þurfa að vera færar bæði fyrir fót- gangandi menn og venjuleg farartæki. Til þess þarf að gera miklar umbætur á þeim, sem kosta mikið fé. 4. Við þurfum að byggja nýjan barnaskóla. Það er varla hugsanlegt að láta hann duga öllu lengur, bæði vegna þrengsla og annars vanbún- aðar. Nýr skóli kostar mikið fé. 5. Við þurfum að koma hér upp sjúkraskýli. Svona mætti lengi telja, því það má segja, að þetta sé nokk- uð af því allra nauðsynlegasta. En hér skal inl staðar numið. og vil ég nfi snúa mér að þv' sem ég hóf máls á, nefnilega tillögur til fjáröflunar. Valtýr Guðjðnsson kennari benti réttilega á eina sjálfsagða leið í blaðinu um daginn. T síðasta blaði Faxa birtist grein eftir hann scm nefnist: »Bíórekstur í Keflavík«. Ég er honum mjög þakklátur fyrir þessa grein, og hygg ég að svo só um marga Keflvíkinga. Ég vil undirstrika það sem hann segir: »Kvikmyndarekstur er rífleg tekjulind í stórum þorp- um, þar sem ekki er um neinn samhærilegan keppinaut á sviði skemmtana að ræða ... sé ... um það að ræða, að kvikmynd- in geti skilað af sér verulegum tekjum ... þá eiga þær tekjur að renna í sjóð almennings, þann sjóð, sem skyldur er að sjá fyrir útgjöldum til fram- fara og menningarbóta. — Það er sýnilegt, að bíó í Keflavík getur í framtíð — auk þess að leggja til uppeldisleg menuing- arverðmæti — miðlað all-rífleg- um tekjum í þágu almennings, þegar hreppurinn hefir tekið einkaleyfi á öllum kvikmynda- rekstri hér í byggðarlaginu«. Ég held að þessu verði ekki á móti mælt með rökum. Tillaga mín er því að hrepp- urinn taki einkaleyfi á kvik- myndarekstri hér í Keflavík, og hygg ég það auðsótt mál, því menn eru yfirleitt mjög sammála um þessa tekjuöflun- arleið. Þá er önnur tillaga, að hrepp- urinn fái leyfi til að innheimta skatt af sætum í bifreiðum sér- leyfishafanna á leiðinni Kefla- vík—Hafnarfjörður—Reykja- vík, samanber Hafnarfjörður, þar sem slíkur skattur er inn- heimtur. Ennfremur þyrfti að reyna að fá því breytt, að skatt- ur sá sem rennur í ríkissjóð af sætunum renni framvegis í hreppssjóð. Þrið.ja tillaga mín er sú, að hreppurinn leggi sér- stakan skatt á óbyggðar lóðir og lönd. Með þeirri tillögu minni vinnst tveilnt, nokkrar tekjur í hreppssjóðinn, og hitt, að þá munu eigendur þessara eigna vera fúsir til að láta þær af hendi undir híís og til ræktun- ar með sanngjarnara verði, en gera ekki leik að því að halda þeim tímum saman óbyggðum og ónotuðum og ófíianlegum hvað sem í boði er. Er það mjög óheppilegt þó ekki sé nema upp á skipulag þorpsins. \ Fjórða tillaga mín er, að hreppurinn leggi þungaskatt á alla vöru, sem fer um hafnar- mannvirki Keflavíkur. Má benda á í því sambandi, að í Vestmannaeyjum hefir þetta verið gert um nokkurt skeið. Ég hefi komið með þessar til-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.