Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1942, Blaðsíða 4

Faxi - 01.03.1942, Blaðsíða 4
4 F A X I Hið nýja verzliinarhús KROIX í ICeflavík Matvö.rudeildin. Tíðindamönnum blaða og út- varps var boðið 1. þ. m. að skoða verzlunarhús kaupfélags- ins, sem verið hefur í smíðum s. 1. ár en er nú fullgert. Mun það verá í röð fullkomnustu og beztu verzlunarhúsa landsins. Húsið stendur" á hornlóð Hafnar götu og Tjarnargötu, og er 320 fermetra að flatarmáli. Það er einlyft með kjallara und- ir nokkrum hluta og byggt í þrem álmum. Búðin sjálf, er ca. 150 fermetrar og snýr að Tjarn- argötu og Hafnargötu. Beint inn af inngangi búðar- innar er glervöru- og búsáhalda- deiid, vefnaðarvörudeild og bóka- og ritfangadeild. Til vinstri handar eru matvöru-, kjöt, mjólkur- og brauðadeild- ir. — I sambandi við mjólkur- og brauðadeildina verður rek- inn mjólkurbar, og er það full- komin nýjung í starfsemi fé- lagsins. I beinu sambandi við búðina eru vigtunarherbergi, geymslui fyrir matvörur, í'óður- vörur og byggingarvörur. Auk þess eru í verzlunarhúsinu skrifstofur og snyrtiherbergi fyrir afgreiðslufólk. I stóru porti, sem fylgir húsinu cr kola- geymsla og bílskúr. 'Öllum vörum búðarinnar er fyrirkomið með einkar hag- felldum hætti. Það vekur með- al annars athýgli, að þær vör- ur sem mest eru Keyptar, eru sameinaðar á aðgengilegustu lögur hér í blaðinu til þess að mönnum gæfist kostur á að nota þær og athuga. Vænti ég að menn geri sér ljósa nauðsyn þess, að hafast að, að halda ekki að sér höndunum, þangað til allt er orðið um seinan. Okkar byggðarlag, sem er mjög auðugt frá náttúrunnar hendi þarf nú á samtaka mönn- um að halda, svo að úr raitist, það sem undanfarið hefir farið aflaga hvað framkvæmdir okk- ar snertir. Dan. Danivalsson. stöðum búðarinnar. Búðarborð- in eru öll færanleg og byggð með tilliti til þess, að liægt sé að skipa þeirn á mismunandi vegu eftir því, sem kröfur tím- ans kunna að heirnta. Teikningar allar að húsinu önnuðust Halldór Jónsson arki- tekt og Sigurður Thoroddsen verkfræðingur. Byggingarmeistari hússins var Þórður Jasonarson. Búðarborð voru smíðuð at' Friðrik Þorsteinssyni. Deildarstjóri Keflavíkur- deildar Kron er Ragnar Guð- leifsson, en í stjórn deildarinn- ar eru þeir Guðni Guðleifsson, Guðni Magnússon og Valdimar Guðjónsson. ★ Pöntunarfélag Verklýðs- og sjómánnafélags Keflavíkur var eitt af félögunym, sem stofn- aði Kron árið 1937. En eins og kunnugt er, var Kron stofnad af mörgum smærri félögum, sem störfuðu í Reykjavík og nágrenni. Saga þessarar félagsdeildar, allt frá stofnun til þessa dags er með svipuðum hætti og saga Kron: Stöðug viðskiptaaukning, og sívaxandi félagsmannatala frá ári til árs — þó hefur það greinilega sést á síðasta ári, að viðskiptaaukning og félag's- mannafjöldi þessarar deildar hefur færst í aukana, langt fram yfir það, sem verið hefur á undanförnum árum. Hefur fé- lagsmönnum fjölgað úr 143 í 231 á árinu og salan aukist úr kr. 200 þús. í kr. 382 þúsund. Mólfundafélagiö Faxi held- ur skemmtun í Félagshúsi laugardaginn 14. marz, og hefst hún kl. 9,30 stundvís- lega. Áskriftarlistar liggja frammi hjá Ingimundi og Danival. Áðgangur takmarkaður.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.