Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.03.1942, Qupperneq 5

Faxi - 01.03.1942, Qupperneq 5
óttast var um vélbátinn Ægir, sem fór héðan ásamt fleiri bátum í róður 28. febrúar. Heyrðist 1 talstöð báts- ins á mánudag að leki vœri kominn að honum, og var óskað eftir skjótri aðstoð. En aðfaranött miðvikudags 4. marz fann togarinn óli Garða bát- iun 35 sjómílur norðvestur af Malar- rifum og dróg hann til Akraness. X tvo sólarh,ringa samfleytt urðu þeir skipverjar allir að ausa skipið með dekkdælum og fötum og gátu tæpast sinnt þvl áð kalla á aðstoð eða, matast. I viðtali sínu við Morgunblaðið 5. b. m. getur skipstjórinn Marteinn Helgason, þess, að þeir hefðu aldrei getað komizt yfir þetta, erfiði, ef fé- lagar hans, þeir Friðrik Karlssori, Sverrir Bjarnfinnsson, Þórður Krist- insson og Guðmundur Pálsson væru. ekki slík þrekmenni og skapstilling- armenn sem raun bar vitni í þess- um hrakningi. Og þeir, sem þekkja Martein, vita, að vitnisburður hans um háseta sína í þessari þrekraun á einnig við um hann sjálfan. ★ llafskipabryg'gja Keilavíkur varð fyrir stóiskemmdum í morgun (5. marz), af völdum skips, er við h,ann, slös,t, og særði, sjálft sig til ólífis, ef svo ,má að orði komast. Mat á skennndum bryggjunnar er ckki vitað, þegar þetta er ritað. ★ Yerkniiiainiaskýlið var opnað 21. febrúar s. 1., á efri hæð í húsi sam- vinnuútgerðarfélags Keflavíkur. Ég brá mér þangað nýlega, þáði nýlagað, rjúkandi kaffi ásamt heimabölcuðu > méðlæti«, og spurðist fyrir um ým- islegt varðandi reksturinn hjá for- stöðumanninum, ólafi Gíslasyni. Stofan þa,rna uppi er all rúmgóð með borðum og bekkjum fyrir um 50 manns. Gluggar hennar vita til suður, að Vatnsnesvíkinni. Eldhiisið er dúklagt, ðg má með sainni segja að »allt sé þrifið og þokkalegt, sem þar er inni«. Sími er þarna til afnota fyrir verkamenn og sjómenn, og auk þess geta. þeir hlust- að á orðsins, list eða hljómlist frá vönduðu 6 lampa viðtæki. Við hlið stofunnar er minna herbergi, og seg- ir ólafur mér, að það eigi að verða borðsailur, þegar matsala hefjist þarna á vegum skýlisins núna á næst- unni. Forgöngu um að koma skýlinu upp höfðu þeir Guðni Magnússon, Torfi Guðbrandsson, Egill Eyjólfsson, ólaf- ur S. Lárusson og Sigurþór Guðfinns- son, og hafa ötullega a,ð því unnið. ólafur segir árlegan styrk frá hreppnum vera kr. 3000,00 og kr. 400 frá hverju vélskipi, sem héðan er gert út. Auk þess sé lagður 15 kr. skattur á hvern meðlim í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og að- komumenn, sem vinnu stundi við höfnina greiði sarna gjald. Þessum styrkjum á þó öðru fremur að verja til húsbyggingar I þágu skýlisins, og yrði þá. hægt að opn,a lesstofu fyrir sjómenn. Nú spyr ég ólaf, hvort hann sé maður einsamall við veitingarnar. —- Nei, segir hann. Ungfrú Svava Hannesdóttir er mér til aðstoðar og bakar á degi hverjum pönnukökur, jólakökur og kleinur. Og »bakkelsið.< hennar virðist xslá út« stálh.arða snúða,, bröndóttar bollur og sætsykr- uð vínarbrauð. — Nú, ekki eruð þið hérna allan sólarhringinn eða hvað? — Nei, segir forstöðumaðurinn og gefur mér aftur 1 könnuna. Ég opna rúmlega; 8 að morgni og er til 11 að kvöldi. útaf þessu, getur þó brugð- ið, ef unnið er við höfnin.a að næt- urlagi. — Og hvað myndi kannan af kaff- inu kosta? — 30 aura, án »meðlætis«. Það kaupir svo h.ver og einn eftir eigin lyst og getu. Um leið og ég kveð ólaf og þakka góðar veitingar, hef ég orð á því, að ekki liggi þarna, blöð frammi fyr- ir gesti skýlisins. Úr því verður bætt bráðlega, svarar hann þá, og biður mig að gleyma ekki að senda þeim garminn hann Faxa. ★ Horfur eru á, að í næsta blaði birt- ist yfirlil um afla einstakra. báta, sem gerðir eru út héðan á vertlðinni. Hefir formaður útvegsbændafélags- ins, Sigurbjörn Eyjólfsson, tekið vel t þá umleitun og væntir blaðið sömu undirtekta hjá öðrum útgerðarmönn- um. ★ Atliygli Keflvíkinga er vakin á aug- lýsingu Snorra Þorsteinssonar hér í blaðinu, varðandi móttöku iðgjalda af gömlum sem nýjum tryggingum hjá Sjóvátryggingarfélagi íslands. ★ Opinn lireppsnefndarfundur, hinn fyrsti á kjörtímabilinu var haldinn 2. marz í barnaskólahúsinu. Er á öðr- ---------FAXI---------------- Blaðstjórn skipa: Hallgr. Th. Björnsson Ingimundur Jónsson Ragnar Guðleifsson Ritstjóri og ábyrgðarm,: Kristinn Pétursson Af^reiðslumaður: Jón Tómasson Simstöðinni, Keflavík Verð i laiusasölu 50 aurar. um stað í blaðinu getið þeirra mála, sem þar voru borin upp og rædd. Áheyrendur urðu flestir 25, eftir þvi sem mér taldist til. Málin fengu undantekningarlítið samhljóða; afgreiðslu, og litils ákafa gætti í umræðum, ,nema livað Dani- val brýndi raustina svo sem tvisvar. All-löng bið varð á eftir afgreiðslu hvers máls, enda virðist svo að sami maður anni ekki fundarstjórn og mik- illi fundarritun án þess að hlé verði. ★ En i liléunuin livul'flaði hugurinn til liðins tlma, þegar maður sat með kverið sitt eða landafræðina. í þess- ari stofu, sem þá hét Efri-deild, —- og kunni vel eða illa eftir þvl, hvort mikið eða lítið fiskaðist. i þann tíð kom það nefnilegai fyrir, að maður íór úr skólanum vestur í skúra. til þess að stokka; upp línu, Og daginn eftir komu sumir í skólann með ann- arlega angan af höndun.um, og urðu að fara fram og þvo sér, heim og þvo sér eða niður í íjöru og þvo sér. Maður varð sem sagt að þvo sér. En nú er Efrideildar-nafnið lagt niður, og kolaofninn, sem yljaði manni við námið, farinn veg allrar veraldar. Ann,að heldur enn velli eins og org- elið, taflan og kennarapúltið. Og þarna er ennþá myndin úr Gamla-testamentinu, og minnir á, h,ve örskammt er slðan, að maður trúði því x einlægni, að konan væri sköpuð af rifi úr síðu mannsins. ★ Blfreiðavstjóii nokkur sagði Helga lækni það nýlega í óspurðum fréttum, að væntanlegur flugvöllur setuliðsins hér á skaganum yrði svo. mikill að flatarmáli, að heyrzt hefði að rífa þyrfti flest, ef ekki öll, íbúðarhús þeirra, sem i Garðinum búa. »Já ,ég hef heyrt þetta«, svaraði Helgi, »og ennfremur, að lengja eigi skagann upp undir Snæfellsnes«. ★ Næsta blað Faxa kemur út síðast i marz. Efni þess verður meðal ann- ars skrá um óinnheimt iitsvör í Kefla- víkurhreppi. —krp.—

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.