Faxi

Volume

Faxi - 01.04.1942, Page 1

Faxi - 01.04.1942, Page 1
II. ár. 5. tölubl. ★ Útgefandi: Málfundafél. Faxi, Keflavík Apríl 1942 * Símamærin segir frá: ». . . Þai5 er hraðin, hið daglega líf með öllum sínum athöfnum, verzlunar- og viðskiptasamböndum, sem segir fyrir verkum . . .« Vio Hafnargötu nv. 23 stendur einlýft hös, símstöðin í Keflavík. Að henni og frá ligg.ia ótat jarðþræðir, — og ótöluleg spor þeirra, sem ekki hafa síma í heimahúsuin. Og jafnvel þeir. sem símann hafa, kváðu um eitt skeið hafa örð- ið að bregða sér »niður« eða »upp« á stöð lil þess 'að biðja uiii að taka númer sitt úr sambandi við annað númer. — slíta. En þetta var nú »i tlen Tid«, og á ekkert skylt við afgreiðSlu símtala í dag, — eða cr það? spyr ég ungfrú Ingunni Ingimundardóttur, scm er á vakt þessar stundirnar. - Miðstöð, hallo, — Akúreyri — — er svarið sem ég fæ, og hönd herinar fitlar, að mér virðist ■ósjálfrátt, við númeraklappa, snúrur, línukupi- ingar, viðtalsbilaklukkur og hvað þau nú heila öll þessi apparöt og raritöt, sem gera kleyft að talast við landshornanna á milli. Svo verður dálítið hlé, því að þetta ef síðla dags og mésta annríkinu er lokið. Og ungfrúin býður mér sæti, og ég býð ung- frúnni sígarettu, og ungfrúin er ljóshærð, blá- eygð og með rauöar varir —. — Mikið að gera í dag, spyr ég. — Ekki fremur venju. Við afgreiðum héðan um 100 langlínusamtöl á dag, og tökum á móti öðru eins, eða fyllilega það. Þar að auki er svo afgreiðsla innanbæjar-símtala. —- Hvað eru línurnar til Reykjavíkur margar? — Þrjár, aðeins þrjár, og á þc*.ssum þrém líu- um eru þrettán stöðvar. En mér er sagt, að von sé á fleiri línum bráðlega. — Hve mörg eruð þið hérna á stöðinni? — Fjögur fyrir utan sendisveinihn: Stöðvav- stjórinn, lipur og elskulegur, Ranney, Imba og ég. — Og vinnutíniinn er —? 43 stundir á viku hjá okkur stelpunum, en þegar niikið herst að af skeytum, þá er hann mun lengri. Sérstaklega í tilefni af brúðliaup- um, fermingum og merkis-afmælum. Ingunn Ingimundardóttir. — En liver er námsferill þinn? — Fyrst fór ég í Kvennó, þá í Frystó og svo í Halló, eða hingað. Kvennó þýðir Kvennaskól- inn í Reylcjavík, Frystó er sama og Hraðfrysti- húsið Jökull og Halló er öðru nafni Landssími Islands í Iveflavík. Okkur lærist furðanlega hérna að gera mýflugu úr úlfalda, livað allar málalengingar snertir. Það er hraðinn, hið dag- elga líf með öllum sínum athöfnum, verzlunar- ög viðskiptasamhöndum, sem segir fyrir vcrkum. — Og þið sofið aldrci á vcrðinum? — Sannarlcga ekki, því hversu syfjaðar og þreyttar sem við værura, þá hefðum við aldrei svefnfrið á meðan stöðin er opin. Og sjáðu nú til: Hringi 7 númer samtímis, þá svara ég því fyrsta, síðan öðru o. s. frv., og þó að afgreiðsla hvers taki ekki nema augnablik, þá er sá sjö- undi kannskc orðinn óþolinmóður, þegar röðín er komin að lionum, og spyr í gamni eða alvöru,

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.