Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1942, Blaðsíða 6

Faxi - 01.04.1942, Blaðsíða 6
6 F A X I Kvenfélagshúsið í Grindavík. hve húsbyggingin hefir verið stórt átak, en auk þess hefir fé- lagið unnið að margþættri líkn- ar og menningarstarfsemi í hreppnum. Af hverju hefir nú Kvenfé- lagi Grindavíkur vegnað svo vel sem raun er á orðin? Almennt er talið, að konur séu félagslyndari og fórnfúsari en karlar, kannske er það or- sökin —. Það hcfir aldrei gert neitt til þess að þröngva kon- um til þátttöku, en tekið opn- um örmum hverjum félaga, sem komið hefir af frjálsum og fús- um vilja, enda tekið heilbrigð- um og jöfnum vexti. Sambúð- in innan félagsins, traust og skilningur, hefir allt af veriö með ágætum. Félagið er stofn- að í einlægri trú á sigur góðra málefna og með þeim fasta á- setningi, að bregðast ekki þeirri trú. Það hefir aldrei haft »pólitík« á stefnuskrá sinni, ckki sízt vegna starfsaðferðanna, er svo oft virðast einkenna stjórn- málabaráttuna, en hvergi virö- ist mér koma jafnberlega fram vöntun á góðvild, eins og ein- mitt þar. Það er aftur á móti engin til- viljun, að efst á stefnuskránni er líknarstarfssemi ýmis konar, og unnið erj að því að koma upp sjúkrasjóði innan félagsins, — og af hverju hefir starfið fyrst og fremst tekið þá stefnu? Vegna þess, að félagið vill reyna eftir megnj, að létta sorg- ir og þjáningar annara. Öll leikfimisltennsla hér í hreppi fer fram í húsi kven- félagsins, auk þess hefir félagið hýst endurgjaldslaust unglinga- skóla og einnig bókasafn »Lestrarfélags Grindavíkur« — þetta gerir það vegna þess, að það vill stuðla að hættum upp- eldis- og menningarmálum og líkamsrækt. Félagið hefir haldið uppi heimilisiðnaðarnámskeiðum og tekið upp kvöldvökur í fornum stíl, þar sem ein les upp og aðr- ar sitja með handavinnu — af því að það vill vinna á þjóðleg- um grundvelli. Þá heldur félagið jólatrés- fagnað fyrir hörn og gamal- menni og reynír að gleðja um jólin þá, sem öðrum fremur verða hart úti í lífsbaráttunni. — Og af hverju gerir það þetta um jólin? Af því, að starf þess byggist fyrst og fremst á trú. Þannig er þá í stórum drátt- um starfsferill Kvenfélags Grindavíkur, og þannig vill fé- lagið halda áfram að starfa í framtíðinni, og það er þessi að- ferð, sem fyrst og fremst hefir gert félagið að því sem það er. Ég held, að allir geti verið sammála um, að stefnan sé heil- hrygð, og að starf í þessum anda, hafi aldrei annað en bæt- andi áhrif. Grindvíkingar hafa jafnan viðurkennt starf Kven- félagsins, með margs konar ó- ihetanlegri hjálp, en engri einni manneskju á kvenfélagið jafn- mikið að þakka og formanni sínum, frk. Ingibjörgu Jðnsdótt- ur, fyrrv. skólastjóra. Hefir hún stýrt félaginu með þeim ágæt- um, að þess mun um langan ald- ur verða minnzt hér í Grinda- vík. Ég er viss um, að starf kvenfélaganna yfirleitt, heldur áfram að hera hinn ágætasta ávöxt um ókomin ár. Ivonur! Tökum því höndum saman, þéttar og fastar en nokkru sinni fyrr. Stofnum kvenfélög, þar sem þau ekki eru fyrir, sýnum áframhaldandi og öruggan þroska í félagsmálum okkar, höldum okkur utan við dægurþrasið, en störfum í rétt- látri trú á sigur hins góða. Mætti okkur auðnast að stofna sem flest félög, er störf- uðu í þessum anda. Mætti okkur auðnast að standa framarlega um hvert velferðarmálefni íslenzku þjóð- arinnar, ekki sízt æskunnar í landinu. Áreiðanlega hefir aldrei verið meiri þörf á skærara ljósi og hirtu íi þessum heimi en einmitt nú. — Ég vildi óska, að kven- félögum allra þjóða, tækist sain- eiginlega að kveikja þetta ljós. Mættu þau verða til þess, að tendra kærleikann í hjörtum mannanna og »syngja frið á jörðu«. Ingveldur Einarsdóttir. Skófatnaður karla og kvenna. Kvensokkar og töskur. Regnhlífar, regnhettur. Ferðatöskur, allar stærðir. VörobódiDF Aðalgötu 10 — Keflavík. L- . ........... i . —<

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.