Faxi


Faxi - 01.06.1942, Blaðsíða 2

Faxi - 01.06.1942, Blaðsíða 2
F A X I Guðmundur Guðfinnsson skipstjóri. VesturgÖtu í Keflavík, og efl- ÍT að haía rabbað við hann um vertíðina óg ástundið alraennt, tókst að læða inn nokkrum spurningum um hann sjálfan og síarf hans og fá við þeim eftir- farandi svör: — Hvenær fórstu fyrst til sjós? — fcg var 13 ára, þegar 'ég fór fyrst á togara sem hjálpar- kokkur og.eftir 13 mánaða veru við það starf komst ég á dekk. og síðan var ég á togurum, þar til þeir voru seldir í byrjuh fyrra stríðsins. Þá fór ég á vél- bátaflotann, — ísfirsku bátana, — og var þar í 8 ár með mörg- um frægum afla- og ágætis- mönnum svo sem Guðmundi •Þorláki, Guðmundi .lííni og Magnúsi Vagnssyni. Sjómanna- skólanámi mínu lauk ég á Isa- firði, en af Guðmundi Þorláki tel ég mig mest hafa lært af því, sem viðkemur verklegri sjómennsku. Eg fór svo aftur á logara um 1922 og var þar nokkurn tíma. — Mvenær byrjaðir þú sem skipstjóri á vélbátum? ^— Það var 1929 sem ég byrj- aði á v.b. »GuIlfoss« frá Kefla- vík, og í þessi 13 ár sem ég er búinn að vera formaður, hefi ég verið með 6 báta, bæði fyr- ir sjálfan mig og aðra, og oft- ast gengið nokkuð vel. — Hefurðu ekki oft áður ver- ið aflahæstur? — Það man ég ekki, — nema ég var hæstur aflaleysis-árið. Þá var ég með hann »Stakk«. — Hver álítur þíí vera frum- skilyrðin til þess að fá mikinn afla? — Góðan mannskap, bæði á landi og sjó, góða beitu og góð- an bát. Góður frágangur á Jín- unni í landi er að mínu áliti mjög mikið atriði. - Hefurðu ekki oft komizt í hann krappann ;'i sjónum öll þessi ár? — Stundum og stundum ckki, — en það er bezt að vera eklt- ert að tala um það. Oft er gott og gaman að vera á sjónum, svo það er ekki nema eðlilegt, að það sé öðru hvoru erfiðleikum blandið. - Álítur þú að í'iskirí ineð línu eigi ennþá framtíð fyrir höndum? - Já, með svipuðum staðhátt- um og nú eru. FisJíurinn liefur talsvert annað háttarlag nú en áður. Mér virðist fiskurinn halda sig dýpra, en áður kom hann venjulega að sunnan eða norðan grunt með landinu. - Hvað finnst þér skemmti- legasti veiðiskapurinn? — Ég held, að Jínufiskirí sé skemmtilegast í góðum afla, en hin slæmu hafnarskilyrði hér á Suðurnesjum draga mjög íir ána\ajunni, því stundum er þaö kvj'ðaéfni að koma að landi með fullan bát, jafnvel þó í sa^mi- Jegu veðri sé. - Hve^nig álítur þú, að ör- yggismálum sjómanna sé nú komið? fig álít talstöðina, þótt ó- fulllíomin sé, Jjezta tældð, sem við höfum fengið í öryggismál- um sjómanna. Talstöðin hefur oft bjargað mönnum, bát og veiðarlærum, en það væri gott, ef við gætum losnað við raf- hlöðurnar og fengið nýjustu gerðina af talstöðvum, sem eru með geymum, sem hægt er að hlaða um borð í bátunum, en þessar »batteríisstöðvar« eru alltaf hálf kraftlausar og ef til vill ónothæfar þegar mest þarf á að halda. Okkur sjómönnun- r.m væri mjög kærkomið að fá talstöðvarnar bættar. — Er nokkuð sérstakt sem þú vildir segja um vertíðina, sem er liðin? Albert Ólafsson skipstjóri. — Já, okkur vantar liöfn. — Stórfelldar hafnarba^tur á Suð- urnesjum eru lífsnauðsyn, — skilaðu því til þeirra, sehí völd- in hafa. Hsj. Guðmundur Cruðliuns. son skipj«ijóri hefur verið með v.b. »Guð- finn« 7 undanfarin ár og jafn- an aflað með ágætum. Tvær undanfarnar vertíðar varð hann aflahæpur, en að þessu sinni annar í röðinni. Guðmundur er 34 ára. Albert Ólafsson skipsfjóri, sem er senn 52 ára eða 21. júní n. k., hefur annazt skip- stjórn undanfarin 30 ár sam- fleytt, og ætíð verið með þeim aflahæstu. Hóf hann fyrst for- mennsku á áttæring, var því næst' með v.b. »Sæborgu< í 6 ár, »Gullfoss« í 9 ár, og á núver- andi skipi sínu, »Ölafi Magnús- syni«, hefur hann sótt sjóinn s.l. 12 ár. Og Albert ltveðst ekki ætJa að leggja árar í bát, á með- an hann afli svipað og undan- farið, enda er maðurinn enn þéttur á velli og þéttur í lund, þrátt fyrir þriggja áratuga fangbrögð við Ægi. »En fari mér að ganga illa«, segir Albert, »þá hætti ég, því að ég vil ekki svíkja menn með mér á sjóinn«.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.