Faxi


Faxi - 01.06.1942, Blaðsíða 4

Faxi - 01.06.1942, Blaðsíða 4
F A X I sér, finnst manni næsta ótrú- legt, að hann skuli vera á átt- ræðisaldri. Höfðinglegt fas og leikandi léttur andi gefur 6- kunnugum aðrar hugmyndir. Hann hlýtur að hafa verið með afbrigðum heilsugóður og gæddur miklu vinnuþreki. — Hvað erí þér minnisstæðast tír gömlum atvinnuháttum? — Kvöldvökurnar, þar sem allir voru samankomnir í bað- stofurini með vinnu sína og einn sagði sögur, las hátl eða kvað. 1 þá daga var ekki hönclum slungið í vasa eftir átta stunda vinnudag. — Hver var mesti sögumaður eða fyrirlesari í þínum ' upp- vexti? — Eg veit eiginlega ekki. Maður hét Einar og var nefnd- ur malari, vegan þess að hann vann aðallega við mölun á korni. Hann kunni kynstrin öll af alls konar sögum. Hann var óspar á að segja þær, ef eftir þeim var tekið, en þætti hon- um á það vanta var hann van- ur að segja: »Hvað er þetta, manneskja, kunnið þið ekki aö jánka?« Eina sögu sagði malarinn oft og er hún mér minnisstæð. Mér þótti hún sniðug í þá daga. Hún ei svona: Endur fyrir löngu lét erlent skip úr höfn á Islandi. Maður nokkur, íslenzkur, hafði laumast um borð í skipið og fal- 'ið sig þar. Á fjórða degi skreið; hann úr fylgsni sínu og varp- t aði sér útbyrðis með taug, sem hann hafði fest í, skipinu. En hann var ekki syndur. .lafn- skjótt og hann var orðinn al- votur af sjó las hann sig eftir tauginni og upp í skipið. Hann gerði þá vart við sig. »Þið sigl- ið og siglið«, sagði hann. »En ég náði ykkur samt, þótt ekki tækist mér það fyrr en á fjórða degi«. Þetta þótti skipverjum mikið afrek. Einkum þótti skip- stjóranum mikið til um afreks- verkið. Gerði hann vel lil garps- ins og setti í hvívetna hið næsta sér. Þeir tóku erlenda höfn og bundu skip sitt. Að fáum dög- um liðnum sat skipstjórinnl eitt sinn að sumbli í veitingakrá þar á staðnum. Barst þá talið að íþróttum raanna, og hversu þeir væru þeim misjafnlega inínir. Lét skipstjóri svo um mælt, að í fylgd með sér væri maður, er svo væri vel syndur, að enginn væri hans jafnoki. Annar mað- ur, sem þarna var fyrir. þótt- ist vita af þeim; er mciri muni sundgarpur en nokkur annar. Deildu þeir um þetta og kom þar, að þeir veðjuðu um það. livor þessara rhanna væri beL- ur syndur. Var veðféð svo m$- ið, að skipstjðrinn mundi ná- Jcga félaus maður, \-f hann tap- áði. - - Gekk hann nú á l'und Islendingsins og sagði honum tíðindin. Bað hann duga sér sem hann mætti, því að mikiö lægi við. Hét Islendingurinn því, enJbað jafnframt um að sér yrði fengin oddhvöss stöng ör stáli og nokkurt nesti. Var svo gert. — Nú rann upp sá dagur, ei ákveðið var að þeir skyldu reyna með sér. Komu báðir sundmennirnir til stefnunnar og fýsti margan að sjá, er þeir þreyttu íþrótt sína. Útlending- urinn gaf gaum að útbúnaði Is- lendingsins og spurði, hverju það sætti, að hann hefði stál- stöng þessa. »Hefurðu aldrei orðið var við hákarl í sjónum?« spurði hann. »Ég ætla að stugga þeim frá mér með þessari stöng. Hefur Jpú ekkert í höndunum?* Hinn svaraði fáu til. »En nestið«, spurði hann, »hvað ætl- ar þú að gera með nesti?« »Hefurðu búizt við að við kæm- um strax í land?« spurði hinn. >:Ég hefi sko alls ekki búizt við því. Mér þykir trúlegt, að ég verði npkkuð lengi í burtu og þá kann ég betur við að hafa með mér bita«. — Þá varð út-. iendingurinn litverpur, sneri sér að þeim sem viðstaddir voru, kvaðst játa sig yfirunn- inn og því ekki þreyta sundið. — Já, góð saga þetta ___ Vildir þú ekki vera orðinn tvítugur aftur? — Ég veit ekki, drengur minn. Jú, ég held, að ég vildi gjarnan lifa upp aftur. Eg er að vísu fyllilega ánægður með það sem liðið er, en nú eru mikl- it lífsmöguleikar .... - Já, og nú fara Grindvík- ingar að þurfa á forystumanni að halda. Manni. sem sker íír um það hvort byggðarlagið skuli halda áfram á þeirri fram- larabraut, sem það hefu'r verið á, eða það á fyrir sér að hrörna og .jafnvel gleymast. Tímamót sem bæti afkomumöguleika og létti byrðar manna, á við þau, sem þú skapaðir um aldamótin er þð hófst verzlun hér og létt- ir þar með af þeim verzlunar- örðugleikum, sem fylgdu fjar- iægri og óþjálli verzlun Grind- víkinga á þeim árum. — Maður kemur í manns stað. Annars held ég að það verði framtíð Grindavíkur að íítgerð- in færist öll að Hópinu. Við gerð- um tilraun, hér um árið, með að grafa skurð gegnum Rifið. Hann var dálítið misheppnaður en sýndi samt, að hér var spor í rétta átt. Það þarf að dýpka Hópið og gera skurðinn þann- ig úr garði að nota megi 10 til 15 tonna vélbáta. Þá munu þeir, er í Þorkötlustaðahverfinu búa, hafa útgerð sína við Hópið. — Þú álítur þá, að í íramtíð- inni verði útgerðin aðallega á 10 til 15 tonna bátum? - fig held að svo verði. Bát- ar af þessari stærð hafa hér af- ar víð fiskisvið. Þeir geta sótt allt austur á vestursvið Vest- mannaeyinga og vestur á suð- ur-mið Sandgerðinga og Kefl- víkinga___ — Hvernig gengur það svo með landbúnaðinn? Er setulið- ið ekki farið að þrengja að beiti- landi ykkar, eins og það hefur gert þarna hinumegin á skag- anum? — Ekki er það nú enn þá. - Hefur mæðiveik'i orðið vart hér? — Já, nokkrar kindur hafa látið lífið af hennar völdum. Annars held ég að hún sé yfir- leitt í rénun. Ég gæti trúað, ao fé hér um slóðir sé ekki mjög næmt fyrir henni. Það er harð- gert þó það sé smátt. Og ekki get ég hugsað mér að hér veroi fjárlaust, þó ekki sé það nytja- mikið. — Féð hlýtur að lifa mikið

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.