Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1942, Blaðsíða 5

Faxi - 01.06.1942, Blaðsíða 5
F A X I 5 á fjörubeit, því ekki er græn- gresið s\'o mikið hér? Pessar grænu nálar eru einkennilega kjarngóðar. Pað e’r annars einkennilegt með skarfakálið. Það er álitið með- ai við skyrbjúg. Pað voru riienn, seni ferðuðust um heimskauta- lóndin, er komust að þeim leyndardómi* og hagnýttu sér hann. kg heíd nú, satt að segja, að skarfakálið sé ekki mikið iramar öðrum grænum jurtum, heJ.dur séu allar grænar jurtir gæddar heilnæmum efnuni el rétt er á haldið. Pað er einhver heiilakraftur, sem sólin sendir okkur og kemur fram í efni er gerir grösin græn. Það er til sögn af ekkju, heldur Einar áfram, — sem bjó á afskektu rytjukoti með mörg hörn í ómegð. Hún átti eina kú og lítið annað til að fleyta fram lífi sínu og barnanna. Menn undruðust það hvernig þau gátu lifað. Sumir slógu því föstu að ekkjan stæli fé til I ramdráttar. En aðrir, sem þólt- ust þekkja sakleysi hennar, kröfðust að mál þetta yrði rann- sakað. Við rannsókn kom svo í Ijós, að ekkjan tók væna tuggu af grænu grasi og sauð í mjólk kýrinnar. Grasagraut- urinn, ásamt mjólkinni, hélt lífi í þessu saklausa og fátæka fólki. — Pað er slæmt að geta ekki höndlað þetta græna efni og geymt það til þeirra tíma árs- ins sem grængresi er ekki aö fá. Petta er nú gert. fig hefi nú til dæmis gryfju, sem tek- ur um 100 hesta af grasi. Pað súrnar og pressast. kemst lítið loft að því og geymist ágætlega | grænt og fóðurríkl alveg fram á vor .... Hvernig \ar það. Einar, varst þú ekki að reyna þetta illa þokkaða hraun okkar, sem byggingarefni? - Jú, ég gerði dálithl tilraun með það. Hvernig hefurhún reynzt? Pað er nú lítil reynzla fengin fyrir því. Það er svo stutt síðan tilraunin var gerð. Annars finnst mér aUt benda lil að í framtíðinni verði hraun- bruninn notaður til byggingar- iðnaðarins á svipaðan hátt og vikurinn. Hvernig lést þú vinna hraunbrunann, þegar þú byggð- ir hraunhýsi þitt? Fyrst lét ég taka brunann eins og hann kom fyrir, en það reyndist of gróft. Síðan lét ég harpa hann og þá var hann á- gætur. Er mikið sement notað í þessa blöndu? Blandan er 1 af sementi móti 9 af hörpuðum bruna. £g held að það sé vel sterk steypa, ágæt einangrun og auk þess hvað það er mikið þægilegra að nálgast það en annað steypu- efni. ★ Þar sem við sitjum undir kaffibollunum, leikur andi Ein- ars uin fjölda hugðarefna. Allt hefði það þurft að koma á prenti, því andinn var frjór og uppbyggjandi. Það hefði orðið efni í langa ritgerð. fig sat og hlýddi á og reyndi aö draga upp fyrir mér mynd al æfibraut þessa manns. Hann hefur gegnt ýmsum op- inberum ábyrgðarstörfum fyrir breppinn. Hin fjarlæga og fá- tæka útkjálka verðbúð Skál- holtsstóls, hefur brotið af sér fjötra fyrri alda. Hún hefur færst nær umheiminum og at- vinnuvegir hafa blómgazt. Petta hefur kostað mikið braut- ryðjendastarf og um hálfrar aldar skeið hefur Einar staðið þar fremstur í fylkingu. enda inikill hluti athafnanna snúist um hann, beint eða óbeint, Fg treysti mér ekki lil aö áð rekja hér starfsferii Einars. Eg er hræddur um að ég mundi J>á hrjóta þau lieit. er ég vann, þá er hann leyfði að inynd af sér yrði birt. Þegar sagnaritarar skrá sögu Grindavíkur munu þeir skrá nafn hans þar með feitu letri. og meta það sem hann hefur gert til hagsbóta og búsældar, jafnt til lands og sjávar. Hann hefur notið ávaxtanna af sínu óvénju mikla starfi og r---------------- Kvenskór Karlmannaskór Barna- skófatnaður ♦ Karlmanna- frakkar Oxfordbuxur Skyrtur Q([ bindi ♦ Kventöskur Regnhlífar Kvenhanzkar ♦ Bókhaldsbækur Ritföng Pappírsvörur ♦ Vörabódin? — Aðalgötu 10 — V----------------J það hala allir Grindvíkingar gert og eiga vonandi eftir að gera um langan aldur. Hann hefur að miklu leyti lagt grund- völlinn að kauptuninu Grinda- vík, þeim grundvelli, seni upp- vaxandi kynslóð á að byggja u pp af. J. T.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.