Faxi

Årgang

Faxi - 01.06.1942, Side 6

Faxi - 01.06.1942, Side 6
F A X I 6 Yaltýr Guðjónsson: Hvað er í Ibúar Reykjanesskagans hai'a undanfarna daga veriö minnt- ii á í blöðunum, að þeirra hrjóstruga umhverfi hefur feng- ið þýðingu meiri en litla í aug- um hins erlenda setuliðs. Blöð- in hafa birt uppdrátt af skag- anum, þar sem sýnt er, hvar setuliðið hefur haslað sér völl, og hvar hinir innfæddu rnega vera »óhultir«. Uppdrátturinn sýnir markalínur dregnar um mest allt þetta svæði, aðeins eru þorpin eftirskilin, örlitlir reit- ir ríti við sjóinn. Sú var tíðin, og eigi fyrir all- löngu, að menn hér syðra' héldu, að hér myndi aldrei gerast neitt, byrjunin benti í þá átt. Nú sjá menn svart á hvítu, að líklega hvergi á landinu hefur meir verið »þrengt að« hyggðinni en hér. Hina ófrjóu heiði, sem ver- ið hefur ó>snortin frá upphafi byggðar, af öðrum en sauð- kindum — og meinlausuin smöl- um, er nú verið að virkja. Og berjatorfurnar hérna í nágrenn- inu, og hérna inn með veginuin, virðast hafa öðlazt sitt annar- lega hlutverk um leið, svo að þar verður ekki hröfnum fært. að tína sér ber í sumar, hvað þá íslenzkum hörnum. Að vísu þýðir ekki um þetta að fjölyrða í því samhandi, að hér verði nokkru um þokað af því, sem þegar er ákveðið. Um það þýðir ekki að sakast, úr því hinn erlendi her telur þetta nauðsyn. En í öðru sambandi er gott, að á þetta sé hent, svo að sérhver geri sér ljóst út í .æsar. Það eru önnur hernaðarsvæði, sem áríðandi er, að ekki verði mörkuð of vítt af setuliðinu. Línurnar um þau mega ekki liggja svo utarlega, að utan þeirra verði örtröð ein þeim til handa er hér eiga sinn óðals- rétt, og hér hafa kosið að fram- fleyta sér og sínum. Kynni og að vera, að við hefðum í þessu efni meiri möguleika til íhlut- vændum? unar, og gætum ráðið nokkuð sjálf hve þröngt hásinn er markaður. Uppdrátturinn áf hinu bann- lýsta svæði sýnir markalínu, sem liggur hér örskammt ofan við plássið, og nær aö norðan íram á hrún Bergsins dálítinn spöl fyrir norðan Grófina, og að sunnan í þjóðveginn í nánd við Vatnsnes. Er Ijóst af upp- drættinum, að öllu nær pláss- inu var varla hægt að komast með hið hannaða svæði, ef það á annað borð átti að vera frjálst íbúunum til umferðar og at- hafna. Ef athafnalífi þorpsbúa yrði afmarkað hlutfallslega jafn- lítið rúm, útveginum, iðnað- inum og iiðrurn verklegum framkvæmdum, sem ættu að geta átt hér glæsilega framtíð, af hálfu heiðarbúanna, þá sýnist vissulega þröngt fyrir dyrum hér, og miklu alvarlegri hætta á ferðum en þótt heiðin og herjatorfurnar séu hernum- in. Pað er ekki ólíklegt að hinn crlendi aðili telji sér sem stend- ur hag í því, að fá þetta hern- aðarsvæði sem víðast, að hann sæki um allt það vinnuafl, sem hér er með nokkru móti falt, og tefli fram sínurn fjárhags- legu yfirburðum til þess að koma því í kring. Um það þarf ekki að fjólyróa, hvílíkur voði er á ferðum, ef at- vinnuvegir þorpshúa sjálfra dragast stórlega saman, eða leggjast niður. En við því má húast, cf menn gera sér ekki grein fyrir hættunni í tírha. En mundi það þá duga? Ef nóg atvinna er fyrir hendi hjá fslenzkum atvinnurekend- um á staðnum, ættu þeir að sitja fyrir um það íslenzkt vinnuafl, sem er á boðstólum, að minnsta kosti að öðru jöfnu, þar sem það hlýtur að vera augljóst, að sú vinna gefur margfaldan arð í framtíð, sem stuðlar að þróun og velgengni atvinnuvega og atvinnútækja Islendinga sjálfra nú, en setuliðsyinnan ekkert nema hið háá kaup í dag. Meðan hætta er á að þetta '>hernaðarsvæði« verði fært jafn-nærri þorpsbúum og hitt, ættu menn að hafa þetta hug- fast. Það kynni að geta reist rönd við því, að hér verði eng- ar hafnarbætur gerðar í fram- tíð vegna þess að ekki fæst vinnuafl til að hyggja höfn, og hér verði engin skolpræsi og engin vatnsleiðsla af sömu á- stæðu. En hins þarf þá líka að gæta að menn séu ekki ginnt- ir með auglýsingum á áberandi stöðum til óarðbærrar hernaö- arvinnu frá nauðsynlegum framkvæmdum í þágu þeirra sjálfra. ★ Á það hefur verið bent bæði í ræðu og riti að undanförnu, hve nauðsynlegt sé fyrir Is- lendinga að hafa sem minnst afskipti af hinum erlenda her, að leita ekki eftir óþarfa kynn- um við hermennina, að sýna þeim fulla kurteisi, en forðast smjaður og ofkynni við þá. Allt til þessa hafa Suðurnesjamenn ekki þurft að óttast mistök í þessa átt, af þeirri ástæðu, að möguleiki hefur ekki verið fyr- ir hendi, herinn er tiltölulega nýkominn á þessar slóðir a. m. k. sem nokkru nemur. En nú I er áreiðanlega að reyna á það hér, hversu yfirgripsmikið »hernaðarsvæði« hinn erlendi aðili kýs að afmarka á þessu sviði. Áreiðanlega er það höfuð- nauðsyn, að hafa það ekki nema f hófi stórt, og er það á valdi okkar allra að takmarka það. Reynslan, hefur sýnt, að börn og óþroskaðir unglingar leita nokkuð eftir kynnum við hina erlendu menn, einmitt þeir að- ilar, sem sízt skyldi. Reynslan hefur Iíka sýnt, að erfitt er að stemma stigu við þessu að öllu leyti, þó að það að vísu kunni að vera mögulegt með nógu haldgóðum ráðstöfunum. En það er hægt að draga mjög úr hættunni, það er hægt að þrengja mjög línurnar um þetta

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.