Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1942, Blaðsíða 10

Faxi - 01.06.1942, Blaðsíða 10
10 F A X I Starfssvið æskunnar I. íþróttamál Þeir menn eru lil og þeir allt oi margir, sem eí'ast um gildi íþrótta. Þeir eru andvígir allri íþróttastarfsemi. En þannig eru aðeins þeir menn, sem ekki þekkja neitt til íþrótta og þeirra verðmæta, sein á bak við íþróttastarfsemina liggja. Hafa því þeir, sem iðka íþróttir ofl orðið fyrir ámæli hinna þröng- sýnu manna, sem álitu íþrótta- starfsemina tilgangslaust sprikl og brek óþroskaðra unglinga. En þetta hefir þó nokkuð breyzt á hinum síðari árum, með aukinni íþróttakennslu í hinum ýmsu skólum landsins, en þó sérstaklega með íþrótta- félögum og ungmennafélögum, sem æska landsins hefir stofn- að, til þess að efla sinn andlega oc' líkamlega þrótt. Iþróttir eru jafn gamlar mannkyninu, en á hinum ýmsu öldum hafa þær verið iðkaðar á mismunandi hátt og í mis- munandi tilgangi, meðal þjóða og einstaklinga. ■ Hér á landi hefir íþróttastarf- semi tekið miklum breytingum Irá því aðl land byggðist. Fyrstu aldirnar voru íþróttir iðkaðar, sem æfing í vopnaburði, enda þurftu menn á þ\ í að halda að kunna vel með vopn að fara er til mannvíga kom. Þó að íþrótt- n séu ekki lengui til þess adl- aðar, hér á landi, að æfa menn í að beita vopnum gegn náung- anum, eru þ;er samt sígildar í sínu aðalhlutverki, sem er að eflá jafnt hinn andlega sem hinn líkamlega þrótt hinna ungu manpa og kvenna. Það er því ekki vafamál, að nauðsynlegt er að vinna að eíl- ingu íþrótta af fremsta megni. Á undanförnum áruih hefir verið gert allmikið til að efla íþróttastarfsemina í landinu rneð opinberu styrktarfé, en það hefur ekki verið um of. Lítum til alls þess unga fólks, sem er enn í dag alið svo upp, að það hefur ekki hugmynd um, hvað íþrótt er. I fiölda mörguni barnaskólum landsins eru ekki kenndar íþróttlr. En það hlýt- ur að vcra takmark allra þeirra, sem unna íþróttum, að börnin fái þegar á unga aldri að kynn- ast og læra íþróttir. Börnin þurfa að læra að velja sér við- fangsefni jal'nvei I frístundum sínum. Og þegar börnin hafa lært að velja og hafna í leikj- um sínum, lært að nota frí- stundirnar réttilega, lært að læra sér í nyt þau leyndu verð- mæti, sem þau eiga falin innra með sér, eru líkindi til þess, aö hin unga kynslóð leyti frekar Anægjustunda í hinum ýmsu v i ðf a n gse f n u m í þró 11 an n a, heldur en öðrum ómerkilegri skemmtiatriðum. En svo má nefna: dansleiki, sjónleiki, leilc- hus og drykkjusamkomur. Það má nú segja að þetta sé gott, ef í liófi er. En takmörk verða að vera öllu sett. Og þá segir þú e. t. að þú þekkir ekki annað skemmlilegra. En hvort er það þá, að þú hefur aklrci lært að elska íþróttir og leita ánægjustunda í þeim eða að þú getur ekki einhverra annara ástæðna vegna iðkað þær þér til dægrastyttingar. En reyndu þá að bindast samtiikum við fé- laga þína um að stofna íþrótta- félag svo að þið getið á auðveld- an hátt gert tvennt í einu. að afla ykkur ódýrra skemmtana og nytsamrar líkamsræktar. Iþróttalíf er nauðsynlegt l'yr- ir þrjá aðila: Það er nauðsynlegt fyrir ein- staklinga vegna þess, að þeir þurfa að eiga hraustan flíkama og hrausta sál. Og þeir þurfa að þekkja hin ýmsu skemmti- atriði svo. að þeir kunni að velja og hafna eftir því sem \ið á, á hverjum tíma. Iþróttir eru nauðsynlegar fyr- ir félög til að fá árangur á kappleikjum og' sjá hver fær- astur er. Og þ.ær eru nauðsynlegar fyr- ir þjóðarheildina til þess að upp vaxi tápmikil kynslóð. Við sjáum og heyrum dag- lega, að menn sýna sig allt aðra menn en þeir eru í rauii og veru. En slíkt dugir ekki á íþrótta- velli. Þar verður hver að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Þannig lærir einstakl- ingurinn að beita hyggindum en ekki slægð, í viðskiptum sín- um við náungann. Andrés Guðnason. Fáein eintök af 1. árgangi Faxa fást hjá afgreiðslu- manni og í Vörubúðinni, og kosta kr. 3,00. , PRENTSMIÐJA JONS HELGASONAR BERGST.27.SÍMI4200 Vil kaupa Laxdæia sögu, útgefna af Hinu íslenzka fornritafélagi. Kri.Hlinn PéturHHOii — Hafnargötu 45 —

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.