Faxi

Volume

Faxi - 01.06.1942, Page 11

Faxi - 01.06.1942, Page 11
F A X 1 11 Frá hreppsnefndiimi Á fundi sínum 30. apríl ákvað nreppsnefndin að kjósa þriggja manna barhaverndarnefnd, sem bafi eftirlit með hegðun ung- menna samkv. lögum nr. 1212 1941. Kosningu hlutu frú Bergþóra Þorbjörnsdóttir, frk. Jóna Guð- jonsdóttir og Valtýr Guðjóns- son kennari, og skyldi hann verða formaður nefndarinnar. Á sama fundi ákvað nefndin, aö framvegis eða frá og með 1. maí skyldi innheimta leyfis- gjald hjá Nýja-bíó hér af hverri sýningu. Var leyfisgjaldið ákveðið kr. 100,00 fyrir hverja sýningu fyr- ir fullorðna, en kr. 25,00 fyrir hverja barnasýningu. Þá var hinni fyrirhuguðu' götu yfir Duustúa valið nafnið Vesturbraut. i ★ Á opnum fundi, sem haldinn var 4. maí voru tekin fyrir eft- irfarandi mál: 1. Heiibrigðissamþykkt fyrir Keflavík. Var enn frestað að afgrciða það mál, og að þessu sinni eftir ósk lögreglustjóra, sem upplýsti, að landlæknir væri að samræma heilbrigð- issamþykktir hinna ýmsu hreppa á landinu. 2. Bréf frá Vatns- og skolp- veitunefnd varðandi heimild til handa henni að ráða verk- taka til þess að steypa rör, til væntanlegrar skolp- veitu, hér á staðnum. Eft- ir stuttar umræður var erindi nefndarinnar samþykkt sam- filjóða. 3. Bréf frá íþróttanefnd U. M. F. K., er frestað var að taka ákvörðun um á fundi 30. apr. Svofelld tillaga kom frá Ragnari Guðleifssyni: »Fundurinn samþykkir aó fela byggingarnefnd í sam- ráði við skipulagsnefnd, að áljveða stað á skipulagsupp- drætti Keflavíkur fyrir fyr- irhugaðan barnaskóla, og vill nefndin þá sérstaklega benda á sem heppilegan stað, hornlóðina sunnan Suður- götu og austan Skólavegar. Ennfremur felur hrepps- nefndin byggingarnefnd að benda á stað fyrir íþrótta- völl«. Fram kom breytingartil- laga við tilögu Ragnars: »1 stað orðanna »í sam- bandi við skipulagsnefnd að ákveða«, komi: í samráði við skólanefnd, skólastjóra og kennara að gera tillögur um stað o. s. frv.« Samþykkt samhljóða. 4. mál: Svofelld till. frá Ragn- ari Guðl. og Dan. Dan.: »Fundurinn samþykkir að fela vatns- og skolpveitu- nefnd að athuga og gera til- lögur til hreppsnefndar um það, hve mikið framkvæma a af vatns og skolpveitunni mi í sumar og einnig, hvar hefja á verkið, og sé þá at- hugað vel, hvar mcst er þörf- in«. Tillagqn var samþykkt samhljóða. •). mál: Tillaga frá Ragnari og Danival: »Þar sem ráða má af aug- lýsingu frá Nýja-bíó Kefla- víkur, þar sem tilkynnt er, að félagið hætti kvikmynda- rekstri sínum vegna leyfis- gjalds þess er hreppsnefndin samþykkti á fundi sínum 29. apríl að leggja á reksturinn, þá samþykkir fundurinn að leita samkomulags við eig- endur Nýja-bíó um kaup eða leigu á sýningarvélunum. Að öðrum kosti verði fengin heimild hjá alþingi, því er nú situr, fyrir því að taka sýningarvélarnar leigunámi«. Fylgdi Danival till. úr hlaði, en Valdimar Björns- son bar fram svofellda dag- skrártill. eftir nokkrar um- ræður: »Þar sem till. R. G. og D. D. um bíó-málið var ekki komin fram það snemma, að hægt væri að auglýsa þao með dagskrá þessa fundar, þá geri ég það að till. minni, að málið verði tekið út af dagskrá í kvöld«. Eftir málþóf nokkurt var málinu frestað, en taka skyldi það fyrir eigi síðar en í lok þeirrar viku. ★ Opinn fundur 1. júní. 1. Bréf frá verzlunarfólki og kaupmönnum, þar sem far- ið er fram á að verzlunum i verði lokað kl. 13 á laugar- dögum yfir sumarmánuðina, í stað kl. 1G eins og verið hefur. Samþykkt, samhljóða. 2. Umsókn Geirs Zoega um leigu á geymsluhúsi við höfnina. Ákvörðun ekki tekin. 3. Lesið upp bréf Irá eigend- ujn Nýja-bíó Keflavíkur h.f. þar sem þeir fara fram .á, að hreppsnefndin taki aftur ákvörðun sína um 100.00 ltr. skattinn af hverri sýningu, on buðu að leggja fram reikninga og væntu sam- komulags. Danival lýsti sig and- vfgan tilslökun. — Var hann eindregið fylgjandi því, að ef eigendur treystu sér ekki til að reka bíó, þá ætti hreppurinn að taka það að sér. Sigurbjörn lýsti sig einn- ig mótfallinn því að slakað yrði til, að svo koinnu. Lögreglustjóri vildi, að leitaðiyrði samkomulags við bíóeigendur um skattlagn- t inguna, eins og þcir hefðu boðist til í fyrrnefndu bréfi, og óskaði eftir, að málinu væri frestað á þessum grundvelli. Valdiniar lýsti sig ein- .dregið mótfallinn hrepps- rekstri bíósins, en benti hins vegar á nauðsyn þess að hreppurinn skattlegði bíó- reksturinn, og vildi hann fá frekari upplýsingar áður en fyrri ákvörðun nefndarinn- ar yrði breytt. Tillaga kom frá Sigurþór um það, að hreiDpsncfndin standi að fullu við fyrri samþykkt sína, þangað til,

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.