Faxi


Faxi - 01.12.1942, Blaðsíða 1

Faxi - 01.12.1942, Blaðsíða 1
FAXI II. ár 8.-9. tölubl. * Otgefandi: Málfundafél. Faxi, Keflavík • Desember 1942 Eftir séra Jón Þorsteinsson, d. 1627 Hjartkær unnustan, hvar ert þú? Haf þig fagnandi uppi nú, faðminn bjóð frelsara þínum. Hann er níi kominn á þinn fund, öllum býður hann náðarstund. JesCís, sem sviftir pínum. Kg skal til leggja ínunn og mál með þér mín elskulega sáj, lieim til vor honum bjóða; viljihn, hjartað, hugur og raust hvert skal nú öðru fylgja traust og öll þar eitt um Ijóða. Hvað viltu segja, sála mín. þá sonurina Guðs hann kemur til þín? Honum til fóta falla glöð, mælandi með grátna kinn: Guðvelkominn, frelsari minn, blessaður nm fram alla. ó, hvað eg sæl í sannri trú, sé eg þig kominn til mín nú af himnum, herrann góði! Hjartað því tendrast upp af ást — öllum framar þér fagna dázt, þó geri eg það í hljóði. / Hvernig skal eg nú hegða mér'? Af hjartans gleði sæl eg er, hvað skal eg gera, herra! Fyrst vil eg lauga fætur þín, frelsari minn, í tárum mín, með höfuðhári þerra. í Synduga menn þú sóttir heim, og sazt einnig til borðs með þeim; það dirfir ambátt þína. Því segi eg, góður græðarinn, þig guðvelkominn hvert eitt sinn í hjartans höllina mína. Kom þú blessaður, kongur minn, kom þú fagnaðarsæll hér inn, prýddur með bezta hlóma. Hósanna Davíðs syni sé sungið ætíð af kristninni, frelsara vorum fróma. Nú ertu komin, náðin hæst, níi ertu mér í hjarta læst, nú verð eg friðar-feginn, vitandi eg sé kvitt og klár af klækjum mínum fyrir þín sár, í þínu blóði þvegin. Eg skal lcggja fr'am laun á. mót, þig lofa af hjartans innstu rót um álla æfi mína; nætur og daga, árla og síð, aldrei komi síí nokkur tíð að láti eg lof þitt dvína.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.