Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1942, Blaðsíða 8

Faxi - 01.12.1942, Blaðsíða 8
F A X I Helgi S. Jcmsson: Keflavík til forna þættir úr útvarpserindi. Pær munu vera 5 Keflavíkurnar á landinu, að ég bezt veit, og útraíði hefur verið frá þeim öllum, eins og orðtakið landskunna virðist benda til, »að sama sé í hverri Keflavíkinni er róið«. Nafnkunnust er Keflavík sú, er skerst inn í tána á Reykjanesskaga austanverða, en hinar koma nú lítt við sögu iengur, og vart kunnar nema í nánasta umhverfi sínu. Keflavík stendur við litla vík, sem myndast af Hóimsbergi annarsvegar, en Vatnsnesi hins- vegar. Landið umhverfis er mjög hrjóstrugt eins og reyndar Reykjanesskaginn allur, næst eru uppblásnir melar og svo, þegar lengra dregur, taka við sandar og hraun. Útsýni er aftur á móti vítt og fagurt, beint á móti blasir við eitt feg- ursta fjall á landinu, þústmdlita fjállið, Esja og Akrafjall og Skarðsheiðin að baki. Lengra lil suðurs blánar Hengillinn og Vífilfell. Að á- iiðnum hægviðrisdögum leggst oft rykský yfir höfuðborgina og hylur fjallasýn að mestu leyti. Nær því suðri rísa svo smáfjöll Reykjanesskag- ans yfir hraunið og ber Keilir þar hæðst. Á kyrr- um síðkvöldum baðast fjallahringurinn lifandi litum, og Snæfellsjökull virðist fljóta á glitr- andi hafinu, sem ekkért gárar nema fuglarnir, og fiskibátarnir, sem koma og fara, og þegar nöttin legst yfir, blikar ljósadýrð Reykjavík- ur handan við flóann. Á Keflavík gnauða vindar allra. álta, Land- synningurinn hleypur óhindraður yfir lágan skagann og norðanstormuriijn stendur beint upp á víkina — þá þeytist sjórokið yfir þorpið og þeim, sem ókunnugir eru, finnst þá ömurlegt um að litast. Svona hefúr þetta verið frá alda- öðli, þeir bera því vitni klettarnir á Vatnsnes- inu og Berginu, sem eru brimsorfnir langt inn til lands. Inn í Bergiö utarlega skert lítil vík, sem 1 lelgu- vík heitir, þaðan stundaði útræði kona ein, er Helga hét, en undirlendið í víkinni eyddisl sinátt og smátt og nú hafa hrafnar og sjófuglar tekið^ þar völdin að nýju. Vestan við víkina stendur klettur sem’almennt er kallaður Stakkur. Um hann er þjóðsaga. (Sjá Þjóðsögur .lóns Árnasonar I, bls. 84- S9). Telja margir, að hið upprunalega nafn klettsins muni vera Stökkur, en hafi síðan í munni kynslóðanna breytzt í Stakur og nú fyrir sköminu í Stakkur. Á meðan höfin voru frjájs, var oft gestkvæmt undir Berginu og á Keflavík, sérstaklega á vor- in í suðvestan veðrum, því að þá leituðu sér þar skjóls allra þjóða fiskiskip. Og vinir okkar, Fær- eyingárnir, voru sérstaklega tíðir gestir. Áður fyrr Jeituðu sér skjóls undir Berginu franskar duggur, og fóru áhafnir þeirra oft á land og létu ófriðlega, og er greint frá því í gömlum heimildum, að eitt sinn komu 4 duggar á Kefla- vík, sein þóttu haga sér grunsamlega og er sagt, að Keflvíkingar hafi orðið óttaslegnir mjög og sumir l'lúið á land upp en aðrir búizt til varnar í fjörunni með grjót og staura að vopni til að varna duggurum landgöngu, en kom þó ekki í þetta sinn til verulegrar orustu. Eftir þennan atburð, sem átti sér stað um vorið 1769, og marga hliðstæða annarsstaðar á landinu, lagði amt- maður til, að nokkrum ungum mönnum í grennd við hafnirnar væri útveguð vopn og kennd með- ferð þeirra, svo að ófyrirleitnir duggarar gætu ekki hernumið landið, en úr þeirri ráðagerð mun þ'6 ekki bafa orðið. Keflavík hefur alla tíó verið mikið fiskipláss og kemur af þeini ástæðum mjög við sögu á tíma- bili einokunar-verzlnnarinnar, og var hún þá mjög eftirsótt verzlunarhöfn og eins á meðan Hamborgarar og Englendingar ráku hér verzl- un. Stóð oft mikill styr á milli hinna erlendu kaupmanna um hafnirnar. Til marks um það, er þess getið, að á fyrstu árum 16. aldar urðu jafnvel skæðir bardagar á milli enskra og þýzkra kaupmanna um suðurhafnirnar og átti orustan sér stað í Hafnarfirði. Höfðu Englendingar þar um 300 manna lið en Þjóðverjar söfnuðu meira liói af Suðurnesjum og víðar og unnu sigur í það sinn. Suðurhafnirnar, I lafnarfjörður, Grindavík, Bátsendar og Iveflavík, voru taldar mjög góð- ar hafnir og lögðu Hamborgarar sig í Iíma að halda þeim, og þrjózkuðust við að sleppa þeim við Dahi á meðan þeir máttu. -Með einokunartilskipuninni frá 20. apríl 1602 er svo Kaupmannahafnarkaupmönnum úthlul- að Keflavíkurhöfn og voru 8 kaupmenn um verzlunina þar, en árið 1684 J'ær maður að nafni ölaf Jensen Klow: Keflavík á leigu og rak hann þar verzJun framytil aldamóta og' var fremur vel látinn, hafði hann og félagi hans einnig á leigu tvær liafnir á Norðurlandi og greiddu þeir í leigu 840 ríkisdali f.vrir |x>ssar 3 hafnir, en seinna hækkaði leigan í 1530 ríkisdali. I gömlum sögnum er getið um, að verzlunar- húsin í Keflavík hafi staðið á hólma nokkrum, skammt frá landi. Nú orðið er ekki gott að glöggva sig' á, hvar sá liólmi liefði lielzt átt að vera. Að minnsta kosti er hólminn algjörlega (

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.