Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1942, Blaðsíða 9

Faxi - 01.12.1942, Blaðsíða 9
I F horfinn, og níi c>r iiödýpi mikið fyrir öllu Kefla- víkurlandi og engar minjar eftir hann sjáan- legar. Verzlunarsvið Keflavíkur var allajafnan 6- glöggt takmarkað, en var þó almennt talið ná yfir svæðið frá Garðskaga að Vogastapa, eða yf- ir Garðinn, Leiruna, Keflavík sjálfa og Njarð- víkur, en Keflavílcurkaupmenn töldu sér oft heimilt að verzla í Vogum og Brunnastaðahverfi, enda verzluðu bændur þaðan jöfnum höndum í Hafnarfirði og Keflavík. Urðu oft um þetta deilur miklar og 1681 var tekið um þetta þing- vitni að Kálfatjörn og þótti þar sannað, að bænd- ur hefðu um 40 undanfarin ár verzlað í Hal'nar- lirði, og staðfesti höfuðsmaður, Hinrik Bjeike, það með úrskurði, en þeim úrskurði undu Kefla- víkurkaupmenn illa, en eftir að verzlunartak-, mörkin urðu strangari, var engrar undankomu auðið, og því fór sem fqr fyrir Hólmfasti Guð- mundssyni, hjáleigumanni að Brunnastöðum, sem gerði sig sekan í að selja til Keflavíkur 3 löngur, 10 ýsur og 2 sundmagabönd. Hann var hýddur við staur í návist amtmannsins, vegna þess, að hann átti ekki annað í sektargreiðslu en ónýtt bátskrifli, sem lcaupmaðurinn ekki vildi. Keflavík þótti ein hezta fiskihöfnin á land- inu og var útræði þaðan mikið og sóttu þang- að vermenn bæði vestan og norðan af landi, sem mikil viðskipti höfðu. Árið 1691 var andvirði utfluttra afurða frá Keflavík talið 7137 ríkis- dalir. í»ó voru íbúarnir ekki nema rúm 400 í kringum 1703. Verzlunarfjötrar fyrri tfma hafa verið þungir á herðuni fólksins, og er það eitt af undrunar- efnum hinnar frjálsu núlifandi kynslóðar, hvern- ig þjóðin afbar þær þrengingar. Frá einokunartímabilinu eru engar sýnilegar minjar kunnar. Þær eru horfnar í gleymskunn- ar haf, netna gulnuð hlöð á söfnum, hér og i) Kaupmannahöfn, sem segja söguna í stórum dráttum. Og í huga þjóðarinnar er hún sem mar- tröð eða ljótúr draumur, sem á sögustöðum þess tímabils verður skýrari en ella. Eins og kunnugt er, var verzlunin gefin frjáls öllum þegnum Danakonungs þann 13. júní 1787, og það tímabil endar svo í Keflavík 1920 með því, að Duus selur eignir sínar þar og fer af landi burt. Frá því tímabili standa verzlunarhúsin enn- þá. Þau eru byggð af sterlcum viðum og eiga vafalaust eftir að standa lengi enn, þó þau verði smátt og smátt fyrir ágengni hins nýja tíma. Þau eru máluð, járnklædd pappalögð og þeirn breytt eftir þörfum atvinnulífsins, en þó er í svip þeirra eitthvað dularfullt, eitthvað sem eng- inn veit. — Ef til vill harma þau hina góðu gömlu daga, og hafa litla trú á stríðsgróða og stórum sýningargluggum hinna nýju verzlana. \ A X 1 9 Undir horninu á einu af þessum gömlu hús- um, stendur lágvaxinn karl. Hann, er kvikur og snar í snúningum, enda þótt hann sé komin yf- ir sjötugt. Hann hefur lifað allan sinn aldur við sjóinn í Keflavík og séð hyggðina vaxa úr reif- um og athafnalífið taka stökkbreytingum fram á við. Karlinn sá á nú heima í Þorvarðarhúsi og heitir Þorsteinn Þörvarða rson. fig tek hann tali um athurði dagsins, afla- hrögð og veður. Smátt og smátt leiði ég talið að liðnum dögum, og þá er eins og lifni yfir Þorsteini, þegar myndir horfinna tíma líða fyr- ir hugskotssjónum hans. »Hún var nú ekk stór, hún Keflavík, þegar ég man fyrst eftir mér«, segir Þorsteinn. »Þá voru hér um 30 kot, flest voru það torfbæir með timb- urgafli á mðti suðri. Eg held, að það hafi ekki verið yfir 6 hús úr timbri eingöngu. Aðal bygg- ingarnar hefjast hér um 1881, eftir »James«- strandið, það var stórt skip hlaðið timbri,rjg rak mannlaust í Hafnirnar. Timbrið átti víst að fara í járnbraut einhversstaðar í útlöndum. Timbur þetta var selt á uppboði og| kostaði plankinn að jafnaði 25 aura á staðnum. Þéir voru 3X12 tomm- ur og 18 fóta langir. Þorvarðarhús er klætt inn- an úr þesSum viði. Þarna í þessu liúsi var Duusbúð. Þær voru hér 3 verzlanirnar um 1880. Það var Zimsensverzl- un, Duusverzlun og Knutsensbúð. Okkur þótti gaman, strákunum, að kíkja inn í búðirnar, en þá voru nú ekki slikkiríiskaupin eins og nú. Ég man vel eftir stóru tunnunni í Zimsensbúð. Hún var grænmáluð með svörtum gjörðum, og tók 4 lagartunnur. I henni var blandað brennivínið. Tunnan stóð upp á endann hálf inn í húðar- borðið. Á hleinmnum var það stórt gat, að manns- handleggur komst niður um. Brennivínsmálin stóðu á búðarborðinu og snarhentir menn not- uðu sér það oft og fengu sér sopa, þegar hátt var í lunnunni. Skipin komu um sumarmál, eitt til hverrar verzlunar. Fyrst með vörur og svo með salt, kol þekktust ekki, þá var eingöngu notaður mór, sem sóttur var í Skerjafjörð og Fossvog. Öllu var skipað upp á bátum við lausar búkkabryggj- ur sem teknar voru upp á haustin — það var x Duus, sem byggði fyrstn föstu bryggjuna hér. Allt var borið á bakinu, bæði salt og mél. Þeg- ar bezt lét voru notaðir handvagnar það var líka Duus, sem kom með fyrsta handvagninn hingað. Frh. í næsta blaöi. Faxi óskar lesendum sínum gleðilegra jóla

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.