Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1944, Síða 1

Faxi - 01.01.1944, Síða 1
Scra Eiríkui' Brynjólfsson: Áraiuót Tíminn líður, óstöðvandi eins og straumþungt fljót. Eitt ár kemur og fer eins og gestur, og eftir lifir minningin um allt, sem það var. Síðastliðið ár hefir flutt mönnunum mikið af þungri og sárri baráttu, já enginn orð geta lýst því. En íslenzkri þjóð hefir það verið mikið hagsældar og velgengnis ár. Tímanleg auðæfi hafa aldrei fallið svo ríkulega í skaut hennar, svo hún má vera þakklát. Inn í þessa miklu hag- sæld hafa líka komið sorgarat- burðir með söknuð og trega. Harmafregnir hafa verið fluttar mörgum heimilum eftir átak- leg sjóslys, og öll þjóðin hefir tekið hlutdeild í þeirri miklu sorg. Áramótin eru sjónarhóll til að svipast um á líðandi stund. Nýtt ár rennur upp yfir heim, sem er í sárum. Æðandi öfl dauða og tortímingar fara um lönd og höf til að leggja í rústir og tortíma öllu sem fyrir er. Glæsulegustu borgir eru lagðar í rústir og frjó- sömu landi, endalausum víðátt- um af ökrum og engjum er breytt í eyðimörk. Glæsilegum skipaflotum er sökkt, og herskör- um af úrvalsmönnum, ungum og glæsilegum, er skipað út í sprengjuregn og fallbyssuskot- hríð. Það er eins og mannkynið sé haldið stjórnlausu æði, svo djúpt er það fallið í synd og sekt. — En svo er líka unnið lát- laust að því að byggja á ný. Stórkostleg mannvirki eru reist, hafnir, orkuver, borgir og þorp, allt rís upp með ævintýralegum hraða, og ófrjótt land er ræktað svo kornakrar teygjast svo langt sem augað eygir. Æskan er alin upp við glæsilegustu skilyrði. Starf er unnið af frábærum kær- leika, umhyggju og trúfesti, og einasta vonin er sú, að þetta muni að lokum sigra. Hið illa hljóti að lúta fyrir sigurmætti, vizku og kærleika. Svo er spurt: Hvað bíður vor í framtíðinni, hvað geymir árið, sem nú er byrjað, í skauti sínu? Það veit enginn. Nýtt ár er eins og óskrifað blað, eða efniviður, sem mönnum er ætlað að vinna úr. Og það sem þeir skrifa, er þeirra eigin lífssaga, með sorg og gleði. En við vitum, að yfir hið ókunna hvelfist bládjúpur himinn. Sólin hellir geislaflóði yfir lönd og höf. Vorið kemur með lækjarniö og fuglasöng. Jörðin mun klæðast skrúða sín- um, grænum og glitrandi fögr- um, og framundan er starf og barátta, lífið með öllum sínum leyndardómum, undursamlegt fagurt og fjölskrúðugt- Þar verða tækifæri til að sýna manndóm og þroska, vit og hyggindi, trú og kærleika. Tækifæri til þess að reyna hvað það er, að vera 'landsbókasafn Séra Eiríkur Brynjólfsson íslendingur og eiga dásamlegt föðurland, sem krefst fórnfýsi og ættjarðarástar af börnum sínum. Nú getur rætzt fegurstu draumar liðinna alda, að hér búi alfrjáls þjóð í alfrjálsu landi. En til þess þarf hver einasti ís- lendingur að sýna það í verki, að hann elskar land sitt og þjóð. Nú er vaxandi birta og dag- arnir lengjast. Vorið og sumarið eru í nánd. Guð gefi að einnig birti yfir þjóðlífinu öllu með vaxandi einingu, samvinnu og samhug allra landsins barna. Þá er frelsisvorið i nánd, með und- ursamlega hamingju okkar elsk- aða föðurlandi til handa. Guð blessi land vort og þjóð á nýju ári. Hann gefi öllu mann- kyni farsæld og frið. Vv i 567 48

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.