Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1944, Blaðsíða 2

Faxi - 01.01.1944, Blaðsíða 2
2 P A X 1 Helgi 8. •lónsson: Stjáni blái Grein þessi var flutt á Sjómanna- daginn síðastliðið vor ásamt samnefndu kvæði eftir Örn Arnarson. Ritstj. Það virðist vera orðin venja, að flytja hljómkviðuna „Stjáni blái,“ eða kvæði Arnar Arnar- sonar, um sama mann á sjó- mannadaginn, því í Stjána virð- ist vera samnefnari allrar sjó- mannshreysti, djörfungar og skapólgu. Sagnirnar af honum eru blandnar særoki og baldnum krafti, sumar sannar en aðra^ eru sléttaðar af tímans tönn, og ævintýraaðdáunin, sem öllum er í blóð borin, hefir skreytt búning þeirra og gert þær hæf- ari hetjunni, sem skeytti hvorki guðs né manna lögum, og sigldi þegar hugur hans stóð til, síð- asta víkingsins, sem sigldi einn í báti sínum beint á drottins fund. í þessu sambandi er sjaldan minnst á hvaðan Stjáni var, né hvar hann ól allan sinn aldur. Margir halda, að Stjáni blái tll- heyri löngu liðnum dögum, og á milli hans og okkar séu mans- aldrar liðnir. En um miðbik Keflavíkur of- anvert, stendur lítill bær, byggð- ur af Kristjáni Sveinssyni og í honum býr enn þann dag í dag öldruð ekkja hans, og til skamms tíma hafa börn hans einnig átt þar sitt heimili. Um þessar götur gekk Kristján fyrir nokkrum ár- um, og margir af þeim, sem hér eru í kvöld hafa vafalaust séð hann og heyrt, svo skammt er um liðið síðan Kristján ýtti úr vör í síðasta sinn, Fyrir nokkrum dögum átti ég tal við mann, sem var nærstaddur og man gjörla þegar Kristján steig í bát sinn og dróg upp segl. Skáldið Örn Arnarson, er kvað Ijóðið góða um Stjána bláa, sótti ekki yrkisefni sitt aftur í forn- eskju, heldur orti eftirmæli eftir kunningja sinn og vin. Örn var mannþekkjari og mikið skáld, og þess vegna kvað hann ekki um engla og grösugar grundir, heldur er grunntónninn hinn heiðni kraftur. Valhallarsælan, að vinna verk sitt við betri skil- yrði, en áður var, eins og forð- um daga, þegar bardagahetjan féll á vígvellinum, þá gekk hún inn í fögnuð herra síns og hóf bardaga að nýju, og féll og reis úr valnum. Þannig hugsar skáld- ið sér móttöku Kristjáns. Drott- inn stendur sjálfur á ströndinni og bíður honum valda skeið, og að velja sér leiði og kjósa sér veiði, því að þannig hefir alla tíma eilífðarsælan verið hugsuð, — allt frá heiðni til kristni, — að þeir njóti þar þess í ríkum mæli, sem þeim í lifanda lífi var kærast. Margir halda því fram, að skáldin búi veruleikanum glæsi- legri búning en ástæða er til, og kann það til sanns vegar fær- ast, að nokkru leyti, en eitt er víst, að til þess að hræra strengi góðskáldanna, þurfa þau að verða fyrir áhrifum, og einmitt í hinni stórbrotnu framkomu Stjána hefir skáldið séð sjóhetj- ur liðinna kynslóða og kvæðið hefir smogið inn í hug þjóðar- innar, því að hinar römmu lín- ur í skapgerð Stjána eiga hljóm- grunn í flestum sjómönnum, og þannig verða öll listaverk til, hvort heldur þau eru list lita, hljóma, máls eða meitils, þau finna bergmál í sál fólksins, sál þjóðarinnar sem á þau, og kvæð- ið um Stjána bláa mundi missa gildi sitt, í hvaða þýðingu, sem væri, því að hann var brot af íslenzku bergi, brimsorfinn af íslenzkum öldum, hertur í lund og líkama af íslenzkum kjörum, af því erfiði sem var, er og verð- ur hlutskipti hinna íslenzku sjó- manna. Jafnvel unga kynslóð- in, sem aldrei sá Stjána bláa, skilur hann og þekkir gegnum starfið og stríðið. Við höfum eignast hér þjóð- lega ævintýrapersónu á undar- lega skömmum tíma. Oft þarf blámi fjarlægðarinnar að hjálpa til, en svaðilfarir og skapólga Stjána bláa er svo íslenzk í eðli sínu, að hún hefir hitt beint í hjartastað með leiðsögn skálds- ins, er kvæðið kvað, en eitt er víst, að þó að kvæðið hefði aldrei verið kveðið, þá hefði Stjáni lifað í þjóðsögunni, en nú er honum reistur minnisvarði í óði og tónum, og það er minning um manninn, sem sigldi sinn sjó og bauð hættunum byrginn og átti blíða og stríða lund, sem var eins og veðrið, með sólglit á sundum en stundum hreytti helköldum hagléljum. Kristján Sveinsson er fæddur 14. desember 1872 og ólst upp hjá séra Þórarni að Görðum á Álftanesi, til 14 ára aldurs, þá fluttist hann til Suðumesja og bjó lengst af í Holti hér í Kefla- vík. Þann 16. des. 1922 lagði hann frá landi héðan í síðasta sinn og er þeirri ferð betur lýst í kvæðinu, heldur en ég get gert. Sjálfur valdi Stjáni sér viður- nefnið blái ,og lýsir sú saga lund hans nokkuð, en þau tildrög liggja til þess, að eitt sinn bjarg- aði Kristján brennandi skipi og hlaut af því mikil brunasár á höndum, og voru þær síðan blá- ar, einkanlega í kulda og vosbúð. En eitt sinn, er Kristján var við færi, dróg hann steinbítstegund þá, er Blágóma heitir, og er hann tók steinbítstakinu bar ekki lit af lit, og er sagt að þá hafi Kristjáni fallið orð á þessa leið: „Blár ertu líka greyið, bezt er að þú og Stjáni séu nafnar héð-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.