Faxi - 01.01.1944, Page 3
F A X I
3
1 n «111111 In gim u n <1 arclótti r:
JBI aðain a ii ii aliei uasókii i ii
íslenzkir blaSamenn í heimsókn hjá ameríska setuliðinu.
Tæp tvö ár eru nú liðin síö-
an ameríska herstjórnin tók á
leigu, af íslenzku stjórninni,
mikinn hluta skaga þess, er við
byggjum. Enginn vissi meö vissu,
hvað til stæði, þvi að af eðlileg-
um ástæðum var öllum stórvægi-
legum hernaðarframkvæmdum
haldið sem mest leyndum fyrir
óviðkomandi.
Miklar sögur gengu þó um,
að verið væri að byggja þarna
flugvöll, sem væri eitthvert hið
mesta mannvirki í heimi. Öllum
landsmönnum, og ekki sízt okk-
ur Keflvíkingum, hefir leikið
nokkur forvitni á, hvað rétt yæri
um þetta.
í erlend blöð var skrifað um
stórkostlega flugvelli, fullkomið
nýtízku hótel o. fl. Þetta varð
til þess, að íslenzkir blaðamenn
fóru fram á, að þeir fengju tæki-
færi til hins sama, og var því
máli vel tekið. Það lá þó nærri
að okkur Keflvíkingum væri al-
veg gleymt. Blaðamennska okk-
ar er mjög ung, og hefir víst
getið sér lítillar frægðar út í
frá, enn sem komið er. Hugul-
sömum nágranna okkar datt þó
í hug að aðgæta, hvort ekki væru
gefin út blöð í Keflavík, og var
boði hans um þátttöku þegið
með þökkum.
Fimmtudaginn 16. des. kl. 10
að morgni mættumst við öll í
Spítalahverfinu á Stapanum, og
var það skoðað fyrst. Þegar
keyrt er framhjá þessari lág-
kúrulegu braggaþyrpingu, er erf-
an í frá.“ Eftir þetta kallaði
hann sig alla jafna Stjána bláa.
Látum dauða liggja í friði, en
heiðrum minningu Stjána bláa.
Hann var sjómaðúr, einrænn
og harður, hlaðinn kyngikrafti
að hverju sem hann gekk, hvort
heldur sem það var sjór eða vín,
íem vætti varir hans og skegg.
itt að gera sér í hugarlund, hvað
augum mætir þegar inn kemur.
Þarna er hið fullkomnasta
sjúkrahús sem hugsast getur,
með skujrðstofu,, röntgentækj-
um, tannlækingastofu, tann-
smíðastofu, lyfjabúð, sjúkra-
stofum fyrr hundruð manna.
Þarna er allt hreint og í'ágað,
hlýtt og bjart.
Frá spítalanum fórum við inn
á bannsvæðið, í lítinn „camp“,
þar sem Key, yfirhershöfðingi
beið okkar. Þar voru haldnar
skotæfingar fyrir blaðamenn, en
ekki tókust þær sem bezt sökum
dimmviðris.
Nú var haldið inn á flugvallar-
svæðið undir leiðsögn Holdiman
ofursta. Fyrst heimsóttum við
hvíldar- og skemmtistað fyrr
hermenn, sem Rauði Krossinn
stendur fyrir. Eru þar mjög
falleg og stór húsakynni, sam-
komusalir. Kvikmyndahús, sem
einnig er notað til íþróttaiðk-
ana, bókasafn, hljómlistasalur,
með allskonar hljóðfærum, borð-
tennis- og billiiard-herbergi og
síðast en ekki síst, keilubraut,
þar sem við dvöldum litla stund
og lærðum keiluspil, og tókst
okkur vonum framar. Næst var
skoðað líkan eitt mikið af öllu
flugvallarsvæðinu. Líkan þetta
er margir fermetrar að stærð,
mjög nákvæmt og haglega gert.
Sýnir meðal annars hvert hús
hér í bæ, flugvellina og öll
mannvirki þar í kring. Veður fór
hríöversnandi, rok og rigning,
og áður en lengra væri haldið
var okkur boðið kaffi í „Meeks
Officers Club.“ Þar sáum við
myndir af flugmönnunum Meeks
og Patterson, sem fórust hér
skammt frá. Eru flugvellirnir
nefndir eftr þeim. Næst var ekið
um minni flugvöllinn, tók sú
ferð rúman hálftíma. Gat ég
ekki að því gert, að óska, að eitt-
hvað af öllu því gífurlega stein-
steypuflæmi væri komið á göt-
urnar okkar.
Nú var komið fram á hádegi,
cg vakti það almennan fögnuð,
er tilkynnt var, að næsti áfangi
væri Hótel de Gink, þar sem