Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1944, Side 6

Faxi - 01.01.1944, Side 6
6 P A X I s. 70. hæð, og þar fær hver sitt herbergi og auk þess leikfimis- sal og 2 stofur, en bað eða snyrti herbergi fylgir hverju íbúðar- herbergi. Okkur kemur saman um að fá 7 réttaðan miðdag framreidd- an upp til okkar, eftir klukku- tíma, en þangað til ætlum við að leika borðtennis og badmin- ton, snyrta okkur o. s. frv. Þjóninn varð að kenna okkur á flest tæki snyrtiherbergisins þar var kerlaug, handlaug og fótlaug og klósett. Auk þess var herbergið þannig útbúið, að þar gat farið fram gufubað og sól- bað, og hjálpaði geislamagnaða loftið til þess. Hitanum var hægt að breyta með því að styðja á hnapp, en þá varð litbreyting í loftinu, sem hamlaði eða jók útgeislan eftir óskum þess, er á hnappinn lék. Þarna voru og nokkur áhöld til hár- og andlitssnyrtingar, en engin lyf eða litir, þar sem nú hefir verið komist fyrir flest mein, s.s. hárrot, flösu, orsök fölra vara og fölra kinna, eins er með litun hárs, að ekki þarf annað en að veita mismunandi geislum að hárkirtlunum og breytir hárið þá þegar lit, svo að oft má skifta um háralit á degi hverjum.. „Maturinn er framborinn“, tlkynnti þjóninn. Og við geng- um til borðs. Okkur finnst borðið harla snautt af öllu matarkyns, aftur á mót vel skreytt með blómum og vel gerðum kristalsettum. Við höfum orð á því við þjóninn að okkur sé ekki ætlað að borða mikið. Hann upplýsir, að þetta séu fullkomnar máltíðir og að við munum verða mettir er við stöndum upp frá borðum. Við byrjum því á að jóðla á þessum verksmiðjugerðu matar- skömmtum, sem eru gómsætir og bragðast svipað og þeir rétt- ir, er þeir heita eftir. Á meðan við sátum að snæðingi, snerist þjónninn í kringum okkur, reiðubúinn til aðstoðar. Hann var vel fróður maður, eins og þjónum ber að vera. Hann fræðir okkur á því, að Hótel Ambassa- dor sé byggt úr nýju byggingar- efni, sem mjög ryðji sér til rúms og heiti „Pallavogue (verndar- tízka). En það er nokkurs konar „stálgull", sem framleitt er nu síðustu árin með styrk frum- eindakljúfsins. En eins og kunn- ugt er, er hægt að breyta öllum efnum og búa til alls konar efni með aðstoð Cyclotronsins, sem nú hefir verið fullkomnaður, svo að fullkomlega er hægt að höndla það óhemju afl, sem verður til við það, að frumendir eru klofnar og ranglega var kall- að „atomsprenging" hér í gamla daga. En ég segi ranglega vegna þess, að þegar sprenging verður fer fram eyðsla efnis, en þegar frumeind klofnar koma fram tvær frumur e. t. v.með gjör- ólíkum eiginleikum, jafnvel áður óþekktar. Cyclatronin hefir nú gjörbreytt lifnaðarháttum manna og af- komu þeirra. Flestar þær ótrú- legustu breytingar, sem orðið hafa á seinni árum, eru í beinu eða óbeinu sambandi við þennan undragrip vísindanna. — Eftir að hafa matast, göngum við til setustofunnar okkar og förum að litast um í heiminum gegnum sjónvarpið. Meðal annars sjáum við veð- reiðar í Englandi, þungavigtar- heimsmeistara í boxi slást í New- York, nautaat á Spáni, kviðristu í Japan og sjáum og hlýðum á Kósakkakór. Þá fýsti okkur að njóta útsýn- isins af svölum hæðarinnar. Það er dásamlegt. Við sjáum hilla undir Vestmannaeyjar og land- ið allt frá Eyjafjallajökli til Snæ- fellsjökuls skín við okkur. Og er við lítum í sjónauka, er þjónn- inn færir okkur, verðum við undrandi, því að þá sjáum við fugla og fénað leika áhyggju- laust við afkvæmi sín norður á Snæfellsnesi, og allstaðar þar sem bunga jarðar eða eitthvað annað skyggir ekki á Eftir að hafa notið fegurðar- innar um stund, göngum við aftur í stofu, því að meiningin er, að skoða bæinn. Þjónninn lofar að útvega fylgdarmann og farartæki. Okkur leikur hugur á, að vita, hvort þessi gegnsæu klæði, sem þjónninn notar, séu ekk talin óviðeigandi, svona yf- irleitt. Hann taldi það síður en svo væri, þetta væru lögboðin samkvæmisklæði karla nú til dags. Og honum farast orð á þessa leið: „Síðan að syndin var máð úr meðvitund manna hefur blygðunin ekki lengur staðið í vegi fyrir því að fólk komi fram eins og það er skap- að, — eins og guð ætlaði því að vera og eins og það var fyrir syndafallið.“ 'Þ Úti biður fylgdarmaðurinn. Hann býður okkur að setjast inn i einkennilegt farartæki, sem líkist mest eggi, klofnu eftir endilöngu. Ekki virðist það hafa hjól eða vél, en það líður mjúk- lega áfram, hljóðlaust og nota- lega og virðist hafa þann eigin- leika að gefa yfirsýn yfir allt sem skeður umhverfis. Fylgdarmað- urinn segir okkur, að tæki þetta sé mest notað til ferðalaga í borgum og bæjum og yfirleitt þar sem mikillar umferðar má vænta.þvi að það væri búið svo hárnákvæmum varúðartækjum að varla kæmi fyrir að slys verði af þeirra v.öldum og algjörlega örugt fyrir þá, er með því ferð- ast. Við rennum í áttina til gamla bæjarins, eftir breiðu og fögru stræti. Meðfram því standa fal- leg hús, ekki mjög stór hús. Garðar fjölskrúðugir og fagrir liggja að hverju þeirra. Útlit er fyrir að allt séu þetta einbýlis- hús. Við óskum eftir að koma f gamla listigarðinn og er okkur ekið þangað. Fylgdarmaðurinn gengur með okkur inn í garðinn, sem gæti nú fremur kallast listi- vangur, þvi að það stór er hann orðinn. í reitunum á milli gang- stíganna vaxa allskonar jurtir og blóm, ling tré og pálmar. All- ar tegundir, sem vaxið geta upp

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.