Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1957, Page 1

Faxi - 01.01.1957, Page 1
 1. tbl. • XVII. ár JANÚAR 1957 !| Útgefandi: ;' Málfundafélagið Faxi !; Keflavík. .................... TSýjar og glœsilegar verbúðir í Keflavík Margeir Jónsson útgerðarmaður og framkvæmdastjóri útgerðarfél. Rastar h.f., bauð nú á dögunum blaðamönnum að skoða nýtt og vandað stórhýsi, er félag hans hefir reist í samvinnu við útgerðar- félagið Þveræing s.f. Er húsið allt 1200 m2 að flatarmáli, eiga félögin sinn hclm- ing þess hvort, og höfðu samstarf um að gera það fokhelt en að því loknu skiptu þau eigninni og hafa síðan hvort í sínu lagi annast innréttingu og útbúnað allan, sem mun verða með sama fyrirkomulagi hjá báðum aðilum. Hefir nú Röst h.f. svo að segja lokið við að fullgera sinn hluta af húsinu, enda var það allt tekið í notkun í byrjun þcss- arar vertíðar. A neðsta gólfi hússins er fiskaðgerðar- salur, geymsla fyrir salt, sem er fært úr stað á rafknúnum færiböndum, kæliklefi fyrir beitu og 2 beitningaklefar hitaðir nteð lofti, sem blásið er um húsið frá sjálfvirkri miðstöð, sem er á sömu hæð. A miðhæð hússins eru nokkur íbúðar- herbergi vermanna, ásamt herbergi mat- raðskonu og tveggja aðstoðarstúlkna. Þar er einnig stórt herbergi, sem eingöngu er ætlað fyrir vosklæði vermanna, og er fyrst komið inn í þetta herbergi frá ytri forstofu. Inn af því er svo rúmgóður hreinlætissalur með mörgum handlaug- um, baðklefum og salernum. Þaðan er svo komið inn á gang, sem liggur með- fram íbúðarherbergjunum að borðstofu °g eldhúsi. í borðstofunni, sem er mjög- rumgóð, geta 40 manns matazt í einu. Irm af borðstofunni er minna herbergi, sem bæta mætti við, ef borðstofan undir vissum kringumstæðum reyndist of lítil, t- d. ef gesti ber að garði á miðjum mat- málstíma. Eldhúsið, ásamt búri, er rúmgott og búið öllum nútíma þægindum eins og bezt Margeir Jónsson. verður á kosið, enda hefi ég heyrt það haft eftir ráðskonunni, er hún kom fyrst í húsið og skoðaði hið nýtízkulega eld- hús og aðrar aðstæður, að héðan vildi hún ekki aftur fara. Býst ég við að margar konur, sem nokkuð þekkja til slíkra starfa og kæmu inn í þessa verbúð, mundu taka undir þessi orð og er þá vissulega vel farið, ef hægt er að búa fólki slík vinnuskilyrði.. Á efstu hæðinni eru svo íbúðarherbergi vermanna, sem alls munu vera 9 í húsinu, og er flatar- mál íbúðarhúsnæðisins 250 m2. Auk þessa er á efri hæðinni óinnréttað nokkuð húsrými, sem sumpart er ætlað fyrir veiðarfæri og einnig er hugmynd eigend- anna, að innrétta þar í framtíðinni litla íbúð fyrir húsvörð, sem yrði þá einnig fastur starfsmaður í fiskvinnslunni. Byrjað var á byggingu húss þessa í ágúst 1955 og á vetrarvertíðinni í fyrra var neðsta hæðin tekin í notkun, en efri hæðirnar tvær — íbúðarhúsnæðið, nú eftir áramótin. Talið er að húsnæði sé þar LANIHRijhASAFN 213105 ísums

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.