Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1957, Blaðsíða 2

Faxi - 01.01.1957, Blaðsíða 2
2 F A X I SJÖTUGUR Ingimundur Jónsson, kaupmaður Ingimundur Jónsson, kaupmaður í Keflavík, verður sjötugur 3. febr. n. k. Því mundu fáir trúa, er ekki vissu, ef dæma ætti eftir útliti hans. Ingimundur er einn af þeim fáu mönnum, sem aldrei eldast, og þetta á ekki aðeins við um útlit hans hið ytra, heldur og ekki siður um hans innra, hugarhcim hans og viðhorf til lífs- ins. Hann er síungur í anda og alltaf opin fyrir því, sem er nýtt og fagurt. Eg hefi haft kynni af Ingimundi síðast- liðin nær 25 ár. Við höfum unnið saman í nefnda og félagsströfum og ávallt kynnzt honum ungum og þeim manni, er alltaf vill gott til mála leggja, hjálpsömum og þjónandi. Ingimundur hefur stundað verzlunar- störf síðan hann fluttist til Keflavíkur. En einmitt í þeim störfum hefur hjálpsemi lians og þjónslund sérstaklega komið fram. Eg held þó, að þau störf hafi aldrei verið honum sérstaklega hugleikin. Hann hefði áreiðanlega átt betur heima, þar sem hann fékk tækifæri til þess að fræða og leiðbeina og þá sérstaklega um allt það, er að ræktun og gróðri lýtur. En á þessu sviði hefur Ingimundur einmitt frætt okkur Keflvík- inga, ekki með ræðu eða riti, heldur í starfi. fyrir 40—50 manns og eru íbúðarherbergi vermanna hin vistlegustu. Hefir þar hver maður sitt rúm og sinn fataskáp og auk þess er í hverju herbergi stórt borð, þar sem menn geta, ef þá lystir, gripið til spila og tafls í frítímum sínum. Teikningu gerði húsameistari ríkisins, eftir tillögum frá Margeiri Jónssyni. Yfir- smiðir við bygginguna voru Einar Norð- fjörð og Sveinn Jónsson, aðalverkstjóri Halldór Kristinsson. Júlíus Eggertsson annaðist allt múrverk. Þorleifur Sigur- þórsson sá um raflagnir, Guðni Magnús- son um málningu, Björn Magnússon um miðstöðvarlögn. I stað gólfdúka er gólfið lagt sérstöku plastefni, sem þykir einkar hentugt og varanlegt. Pétur Snæland sá um þá vinnu. Kostnaðarverð hússins, þ. e. hlutur Rastar h.f. er 1.1 milljón króna. Fiskiveiðasjóður og Fiskimálasjóður lán- uðu fé í bygginguna. Aðaleigendur út- gerðarfélagsins Röst h.f. eru Sverrir Júlíus- Ingimundur Jónsson. Og hann hefur með skrúðgarðinum við heimili sitt sýnt okkur, að það er mögu- legt að rækta yndisleg blóm og allskonar trjágróður í hinni gróðursnauðu Keflavík. Ingimundur er Árnesingur að ætt. Hann er fæddur i Oddagörðum í Flóa 3. febr. 1887. Foreldrar hans voru, Jón Jónsson, er lengi var hreppstjóri í Stokkseyrarhreppi og kona hans Ingibjörg Grímsdóttir. Hann son og Margeir Jónsson, sem einnig er framkvæmdastjóri þess. Aðaleigendur Þveræings s.f. eru bræðurnir Magnús Gamalíelsson og Halldór Kristinsson. Með byggingu þessa húss hafa þessi út- gerðarfyrirtæki unnið mikið og þarft verk til framdráttar málefnum sjómanna hér í Keflavík, því vissulega bætir þetta fyrst og fremst vinnuskilyrði og aðbúð þeirra. Sá stórhugur, sem fram kemur í þessum og þvílíkum framkvæmdum vitnar um kjark og atorku íslenzkra útvegsmanna, að þeir trúa á framtíðina, vita hvar skór- inn kreppir og vilja leysa vandann, eftir því sem efni og ástæður leyfa hverju sinni. Munu sjómenn áreiðanlega kunna að meta þá viðleitni, enda virtist mér mikil ánægja ríkjandi meðal þeirra ver- manna, er ég hafði tal af í þessari nýju og glæsilegustu verbúðarhöll sem enn hefir byggð verið í Keflavík. Ritstj. fluttist ungur með foreldrum sínum að Holti í Stokkseyrarhreppi. Ólst hann þar upp og dvaldi þar til hann fór að leita sér menntunar, fyllri en hann gat fengið í for- eldrahúsum. Hann var einn vetur í Flens- borgarskóla, þá um tvítugt. Tvö árin næstu stundaði hann nám við bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan. Síðar sigldi hann til Danmerkur og aflaði sér framhaldsmenntunar við tilraunastöðvar í ríkisskólunum í Askov og Hessijvig. Að námi loknu kom Ingimundur heim og gerðist nú starfsmaður hjá Búnaðar- félagi Suðurlands og síðar hjá Búnaðar- félagi Islands, við landmælingar og leið- beiningar í jarðrækt. En jafnhliða þessum störfum bjó hann búi sínu í Hala, en þar bjó hann í 18 ár eða þar til hann fluttist til Keflavíkur 1932. Kona Ingimundar er Sigríður Þórðardóttir frá Hala, dóttir Þórð- ar alþingismanns og bónda í Hala, um langa tíma. Hér verður ekki rúm að rekja nánar æfistörf Ingimundar, en segja má, að Ingi- mundur hafi lagt gjörfa hönd á margt. Hann hefur verið sjómaður, bóndi, kenn- ari, kaupmaður og fleira mætti nefna. Hann hefur átt sæti í bæjarstjórn Kefla- víkur og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið. — Það var heldur aldrei ætlun mín að rekja hér æviferil Ingi- mundar, en aðeins senda honum kveðju og árnaðaróskir mínar og okkar félaga hans í Faxa, sem hér með fylgja ásamt innilegustu þökkum til hans og konu hans fyrir hinar mörgu yndislegu kvöldstundir, er við höfum átt á heimili þeira á undan- förnum árum. Við óskum að við megum enn lengi njóta starfa hans í Faxa og sam- verustunda. Keflavík, 1. febr. 1957. Ragnar Guðleifsson. Kjörbúðir í Keflavík. Faxi mun í næsta blaði segja frá hinum nýju kjörbúðum í Keflavík og birta myndir af þeim. I því blaði ættu einnig að birtast myndir af hinni nýju flökunarstöð, sem lofað var í jólablaðinu, en hafa því miður enn ekki borist. Útsölustaðir Faxa utan Keflavíkur: Reykjavík: Söluturninn við Arnarhól, Hafnarfjörður: Verkamannaskýlið, Grinda- vík: Útibú K. S. K., Sandgerði: Kaupfélagið Ingólfur og á Vatnsleysuströnd annast útsölu blaðsins Viktoría Guðmundsdóttir fyrrum skólastjóri og í Garði og Leiru er Sigurður Magnússon í Valbraut útsölumaður.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.