Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1957, Blaðsíða 9

Faxi - 01.01.1957, Blaðsíða 9
F A X I 9 Hitaveita um Suðurnes Eins og sjálfsagt flestir rauna, sem lesa Faxa, hefir tvisvar á þessu ári hér íblaðinu verið vakið máls á hitaveitu fyrir Keflavík og nágrenni, rætt um nauðsyn hennar, lýst nokk- uð rannsóknum ,sem ríkið lét gera hér á Reykjanesinu í þessu skyni og svo bollalagt um málið út frá þessum staðreyndum. Með þessu hugðist blaðið vekja áhuga manna fyrir málefninu og koma á stað gagnlegum umræðum um það. Nú á fyrsta umræðufundi Mál- fundafélagsins Faxi á þessu hausti, flutti Danival Danivalsson fram- söguerindi um þetta mál, er hann nefndi: Hitaveita um Suðurnes. Er framsaga Danivals gott innlegg í þessar umræður og því rétt að hún komi fyrir almenningssjónir. Fram- sagan fer hér á eftir: Það verður ávallt svo, að okkur Islend- inga vantar erlendan gjaldeyri, og verður það því lífsskilyrði fyrir okkur, að hagnýta þá orku, er land okkar hefur. Við getum hugsað okkur, hvernig ástatt væri hér, ef ekki hefði tekist að beizla vatnsaflið. Þá væri hér allt annað viðhorf en nú er, og er það ómetanlegt, hvað raf- rnagnið hefir bætt lífskjör okkar, og það á svo mörgum sviðum. En það var nú ekki rafmagnið, sem ég ætla að ræða um að þessu sinni. Það er vitað mál, að hér í nágrenninu er nóg af heitu vatni til að liita upp öll Suð- urnes. Er þá spurningin: Hvernig getum við framkvæmt það, að hagnýta okkur heita vatnið? Reykvíkingar hafa náð því að koma upp hitaveitu, og er vitað, að hún sparar bæjar- búum mikla peninga, með því hvað það er ódýrara að hita upp íbúðir frá hitaveit- unni, en á annan hátt, með því líka að hitaveitan færir hæjarsjóði góðar tekjur. Nú er það svo, að við Suðurnesjabúar höfum möguleika á því, að mínu áliti, að veita okkur þau miklu þægindi, er hita- veita veitir, ef við höfunt hug og dug. Þið Faxafélagar munuð nú ef til vill svara mér því til, að það sé hægara að tala um hlutina, en að framkvæma þá, það er satt að vísu, en orðin koma nú oftast á undan framkvæmdum. Þá kemur til at- liugunar: Hver á að hafa frumkvæði að því, að hitaveita um Suðurnes verði að veruleika? Eigum við að stofna hluta- félag til að framkvæma þetta verk, eða eigum við að bíða og vona, að ríkið taki þetta mál upp, og að það eigi og starf- ræki hitaveitu hér um Suðurnesin, eða í þriðja lagi, á Keflavíkurbær að fram- kvæma þetta mikla nauðsynja- og hags- munamál? Þá skulum við athuga litillega, hver af þessum þremur aðilum, er ég hér hefi minnst á, er líklegastur að koma málinu í framkvæmd? 1. Er það heppilegt að hlutafélag ein- staklinga framkvæmi þetta verk? Eg held að hagsmunir neytendanna séu ekki nægi- lega tryggðir, ef sá háttur væri hafður á. 2. Er það hugsanlegt, að ríkið taki að sér, að hyggja hér á Suðurnesjum hita- veitu? Eg held að það sé vonlaust, að ætl- ast til að ríkið framkvæmi þetta verk, og ég álít, að við verðum að bíða lengi eftir hitaveitu, Suðurnesjamenn, ef við bíðum eftir því að ríkið framkvæmi hana, þar sem ríkið eðlilega hefir í mörg horn að líta í þeim efnum. 3. Kem ég þá að því, hvort Keflavíkur- bær á að ríða hér á vaðið, og framkvæma þetta verk? Það held ég, að hann eigi að gera. Kemur þá að sjálfsögðu til athugun- ar, hvort hitaveita er nauðsynleg fyrir Keflavíkurbæ, og er það framkvæmanlegt fyrir bæjarfélagið að koma slíku risaverki í framkvæmd ? Vil ég reyna að svara því hér á eftir. Tek ég þá fyrst til athugunar, hvort hitaveita er nauðsynleg, og því svara ég hiklaust játandi. Rökin fyrir því eru þessi: Keflavíkurhær þarf að hafa með hönd- um verkefni, sem gefur peninga í aðra liönd, hér er um slíkt verk að ræða, og með þessu vinnst margt: Ibúar Keflavík- ur fá ódýrari upphitun á húsum sínum, Keflavíkurbær fær tækifæri til að ná í rekstursfé, og sem ekki er áhættufé, en kemur aftur með margföldum hagnaði, og að ógleymdu því, að í framtíðinni sparast mikill erlendur gjaldeyrir, og er það vitað, að eitt af okkar mestu vandamálum í fram- tíðinni er, livað við erum mikið háðir erlenda gjaldeyrinum. Þá kemur spurningin, hvernig má það ske, að Keflavíkurbær sé þess megnugur, að taka slíkt heljarstökk? Fengist bæjarstjórn Keflavíkur til að samþykkja, að hefjast handa um fram- kvæmdir á hitaveitumálinu ? Eg hugsa mér byrjunarframkvæmdir eitthvað á þessa leið: Að fenginn væri verkfræðingur sem gerði kostnaðaráætlun um verkið. Jafnframt leiti bærinn eftir landi til kaups, þar sem heita vatnið væri tekið. IEg vil minna á það í þessu sam- bandi, að mikil hætta er á að land það, er heita vatnið er tekið úr, verði óhóflega dýrt, ef hagnýttar framkvæmdir eru hafn- ar áður en landið er keypt, og hef ég þá í huga, hvernig fór fyrir Sauðkræklingum, sem keyptu landið eftir að starfræksla var hafin. Annað dæmi er hér nærtækt, nú nýskeð. Það er landakaup Landshafnar Keflavíkur og Njarðvíkur, þó ekki væri þar um hitaveituland að ræða. Þessi dæmi bæði sanna það, hversu það er nauðsynlegt, að byrja á því að kaupa það land, sem á að nytja fyrir almenning, áður en framkvæmdir hefjast, því einstakl- ingar, sem eiga þessi lönd, nota sér það miskunnarlaust, að selja þau rándýrt, og um eignarnám eða leigunám gengur oft erfiðlega að fá samþykkt, þar sem hér á landi er stór stjórnmálaflokkur, sem beitir sér á móti slíkri málsmeðferð. En ekki meira um það. Vegna þessa, er ég hef hér að framan sagt, tel ég nauðsynlegt, að byrja á því, að kaupa það land, er framkvæmdir á að hefja á. Þá er að ræða um að fá fjármuni til þessara framkvæmda, og tel ég að við yrðum að fá leyfi til að fá erlent lán, og er margt okkur ekki óhagstætt í því efni, t. d. það, að Keflavíkurflugvöllur getur notfært sér þau gæði, er hitaveita mundi veita, og þar sem flugvöllurinn er stofnun Atlantshafsbandalagsins, virðist mér, að Alþjóðabanka samcinuðu þjóðanna, beri að lána fé til þessa verks. Nú munu koma raddir, sem telja, að þetta sé ekki hægt, slíkar raddir heyrast oft. Það er ekki víst að þær heyrist í kvöld meðal okkar Faxafélaga. En ég hef stundum heyrt slíkar raddir, þær segja: Það er ekki hægt að útvega fé til þessa og svo er nú landið þannig hér á Suður- nesjum, að það er svo sprungið, að vatn tollir ekki í borholunum, og margt fleira munu þessar svartsýnu raddir segja. Þessum mönnum vil ég svara þannig: Hvenær hefir það verið hér á landi, þegar ráðist hefir verið í stór framkvæmdir, að ekki hafi komið fram raddir, sem töldu

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.