Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1957, Blaðsíða 1

Faxi - 01.02.1957, Blaðsíða 1
FAXI 2. tbl. • XVII. ár FEBRÚAR 1957 Útgefandi: Málfundafélagið Faxi Keflavík. MATSTOFAN VÍK Eins og getið var í síðasta blaði, var á þorradag, þann 25. janúar, opnuð ný og glæsileg matstofa á Hafnargötu 80 í Kefla- vík, eða nánar til tekið á gatnamótum Hafnargötu og Faxabrautar. Matstofan, um 120 m', er á fyrstu bæð í nýju húsi og er eign þeirra bræðra, Magnúsar og Sturlaugs Björnssona, og hefir hún hlotið nafnið Matstofan Vík. Er þessi staður mjög stutt frá höfninni og því til stór þæginda fyrir hafnarverkamenn, sem ekki eiga heimili í nánd við höfnina og þurfa að kaupa fæði. Húsakynni matstofunnar eru hin vist- legustu og virðist ekkert hafa verið til spar- að að gera hana aðlaðandi og þægilega fyrir viðskiptavinina. Er nú þegar búið að koma þar fyrir borðum og stólum fyrir um 70 manns, en húsrými er þar fyrir mun fleiri. Inn af matsalnum er athafnasvæði afgreisðlustúlknanna afmarkað af hring- löguðu afgreiðsluborði, en þar afgreiða gestirnir sig að nokkru leyti sjálfir, taka ser bakka og áhöld, en stúlkurnar aðstoða þá og láta matinn á diskana, en hann er tilbúinn þar og geymdur í tilluktum ílát- um, þar sem honum er haldið heitum með rafmagni. Geta menn valið um 3—4 heita rétti, auk sérrétta, sem tekur lengri tíma að afgreiða. Inn af afgreiðslunni er rúmgott eldhús með nýtízku þægindum og góðum vinnu- skilyrðum. Má geta þess hér sérstaklega, að í eldhúsi þessu er allur matur gufusoð- inn, en það er öryggi fyrir því, að hann heldur betur næringarefnum sínum. Ur eldhúsinu er svo gengið niður í stórt geymsluherbergi, sem jafnframt er notað til að baka í. Eru þar 3 bökunarofnar, hrærivél og fleiri áhöld, sem tilheyra starf- seminni. Innréttingu alla gerði annar eigandinn, Sturlaugur Björnsson, raflögn annaðist Þorleifur Sigurþórsson, miðstöðvarlagnir gerði Björn Magnússon, en Kristján Sig- mundsson málaði matstofuna. I stað gólf- dúka er gólfið lagt sérstöku plastefni, sem þykir hentugt og varanlegt og ryður sér mjög lil rúms í nýjum byggingum eink- um þó á opinberum stöðum. Lagði Pétur Snæland plastefnið á gólfið. Yfirbryti mat- stofunnar og annar eigandi er Magnús Björnsson, en auk hans vinna þar 7 stúlk- ur og er matstofan opin daglega frá kl. 8 að morgni til 11,30 á kvöldin. Jafnframt þeirri þjónustu, sem að framan er talin, mun Matstofan Vík afgreiða mat í pökk- um út um allan bæ eftir pöntun, en fyrst um sinn mun hún ekki annast neinar heimsendingar. Er þetta hreint nýmæli hér í bæ og ætti að geta orðið til stórþæginda fyrir fólk, einkum þó, ef um veikindi er að ræða eða ef góða gesti ber óvænt að garði. / r-- Séð yfir hluta af Vihvviijwy afgreiðslusal Matstofunnar Vík, þar sem borðum * ********* og stólum er liagan- lega komið fyrir.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.