Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1957, Blaðsíða 2

Faxi - 01.02.1957, Blaðsíða 2
14 F A X I MINNINGARORÐ Aðalsteinn Teitsson Hinn 14. jan. s. 1. lézt á heimili sínu í Sandgerði Aðalsteinn Teitsson skcSlastjóri. Bar andlát hans mjög brátt að, því hann reis úr rekkju þennan dag heill heilsu en dauðinn kallaði hann til sín, áður en hann kæmist til sinna skyldustarfa. Þegar ég nú setzt niður til að rita örfá minningarorð um vin minn og samstarfs- mann, Aðalstein heitin Teitsson skóla- stjóra, finn ég glöggt til vanmáttar míns. Eg hefði gjarnan viljað skrifa langa og góða grein urrt líf hans og störf og hvernig hann orkaði á mig og alla sína kunningja, en það verð ég að láta aðra um að gera, því „Mjök er um tregt tungu at hræra“, eftir hann látinn. Aðalsteinn Teitsson andaðist mjög um aldur fram. Hann var fæddur 20. febr. 1909 í Víðidalstungu, V.-Húnavatnssýslu og því aðeins tæplega 48 ára gamall, er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Björnsdóttir og Teitur Teitsson, sem þar bjuggu lengi. Aðalsteinn stundaði nám í Hvíárbakka- skóla veturna 1927—’29 og útskrifaðist úr Kennaraskólanum 1934.Kennslustörf hefur hann stundað, sem hér segir: 1 Þorkelshóls- skólahverfi, Húnavatnssýslu 1929—’38, skólastjóri barnaskólans í Súðavík 1939— ’46 og skólastjóri barna- og unglingaskól- hans í Sandgerði frá 1946 til dauðadags. Mörgum störfum hefur Aðalsteinn sinnt auk kennslu- og skólastjórastarfanna, m. a. var hann bókavörður í Súðavík og Sand- gerði, var í sýslunefnd Vestur-ísafjarðar- sýslu og einnig í fræðsluráði þar. Var gjald- keri sjúkrasamlags Súðavíkurhrepps, gjald- keri rafveitu- og hafnarsjóðs Miðneshrepps og einnig í hreppsnefnd þar. Þá átti Aðal- steinn sæti í stjórnum ýmissa félaga, svo sem ungmennafélags, kaupfélags og fleiri. Starfsfólk Matstofunn- ar Vík. — Frá vinstri: Fjóla Jóhannesdóttir, Guðrún Halldórsdótt- ir, Þorbjörg Ragnars- dóttir, Birna Zophon- íasdóttir, Sólrún Ein- arsdóttir. Sitjandi: Hjónin Valgerður Sig- urðardóttir og Magnús Björnsson. — Sigur- rósu Sæmundsdóttur vantar á myndina. Óþarft ætti að vera að kynna yfirbryt- ann og forstöðumanninn Magnús. Hann er borinn og barnfæddur Keflvíkingur og hefir um langt skeið unnið að matreiðslu- störfum einkum í siglingum, en einnig þó hjá fyrirtækjum í landi og þar á meðal Hótei Borg. Vil ég nú að lokum nota þetta tækifæri til þess að óska þeim bræðrum til hamingju með þetta myndarlega fyrirtæki, — já, og okkur öðrum Keflvíkingum, því vissulega ber manni að gleðjast yfir öllu liér sem vel er gert, ef það á einhvern hátt horfir til heilla fyrir byggðarlagið. Ritstj. Aðalsteinn Teitsson. Opinberum störfum liefur hann sinnt í byggðarlögum sínum. Kvæntur var hann Guðnýju Björnsdótt- ur frá Bessastöðum í Vestur-Húnavatns- sýslu. Áttu þau þrjú börn, Auði og Ragn- heiði, sem báðar eru uppkomnar og Bessa, sem enn er í skóla í Sandgerði. Fyrir 10 árum síðan kynntist ég fyrst Aðalsteini, og er mér enn í fersku minni, þá er ég fyrst ræddi við hann um væntan- legt starf mitt við skóla hans. Frá þeim tíma tókst hin bezta samvinna og vinátta milli okkar og eru þær ánægju- stundir, er ég síðan hefi átt á heimili hans, óteljandi. Aðalsteinn var prúðmenni hið mesta, stjórnsamur og skyldurækinn, svo af bar. Var hann látlaus í allri framkomu, sama hver í hlut átti, en þó ófeiminn við að segja sína meiningu, ef svo bar undir. Ávann hann sér traust og virðingu allra sinna nemenda, enda stjórnaði hann skóla sínum af slíkri alúð og umhyggju, að ekki varð á betra kosið. Heimili sínu var Aðalsteinn mjög kær, enda voru þau hjónin samhent í einu og öllu og var heimilislíf þeirra allt hið ákjós- anlegasta. Með Aðalsteini er fallin í valinn mætur kennari og skólastjóri, en hin dyggilegu og vel unnu störf hans munu lifa og bera ávöxt, þau eru eins og sáðkornið, sem grær og vex. Eg votta eftirlifandi konu hans, frú Guðnýju Björnsdóttur og börnum þeirra, mina innilegustu samúð og vona, að minn- ingin um ástríkan eiginmann og föður, verði þeim raunaléttir og hvatning á lífs- lciðinni. Hafst. Guðmundsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.