Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1957, Blaðsíða 4

Faxi - 01.02.1957, Blaðsíða 4
16 F A X I bróðir Ketils bónda á Ásólfsskála, föður Högna í Koti í Keflavík, hins alkunna dugnaðar- og snyrtimanns. Alsystir Högna var Jórunn móðuramma Þórarins Guðna- sonar læknis í Reykjavík. Eyjólfur Ketilsson, faðir Olafs á Ná- strönd, andaðist 29. maí 1842. Hefur séra Markús Jónsson, er þá var prestur í Holti, ritað um leið og hann hefur fært and- lát Eyjólfs inn í prestsþjónustubókina: „Dó úr Typhusartaðri landfarsótt, ein- stakur blíðlyndismaður, greiðvikinn til allra handtaka, yðjumaður og kappsam- ur, duglegur erfiðari." Kona Eyjólfs Ketilssonar var Jórunn Ólafsdóttir bónda í Hvammi undir Eyja- fjöllum, Tómassonar. Eyjólfur Ólafsson var frábær dugnaðar- maður. Hann hafði á unglingsárum orðið fyrir þungri sjúkdómsraun, lá hann lengi rúmfastur og þoldi miklar þjáningar. Mátti segja, að hann stæði upp úr þeirri legu sem örkumlamaður, hnýttur um mjó- hrygg, svo að hann gat aldrei síðan gengið uppréttur. En þrátt fyrir þessa raun var sálarþrek hans óbugað alla ævi. Það var heiði yfir svip hans og yfir- bragði, hann var hress í máli, glaður og reifur daglega og einkar góðviljaður og bar sinn þunga sjúkdóm möglunarlaust. Hann mundi hafa verið hár vexti og föngulegur ef hann hefði haldið heil- brigði sinni, hreyfingar hans voru ótrú- lega fjörlegar og áhugi til vinnu með ólík- indum. Þessi fatlaði maður gekk til flestra verka, bæði á sjó og landi, og sá heimili sínu farborða eftir því sem föng voru á. Heyrði ég marga undrast dugnað hans og æðruleysi. Unnusta hans var Ólöf Þórarinsdóttir, fædd 18. apríl 1854 á Hjáleigusöndum í Stóradalssókn undir Eyjafjöllum, dóttir hjónanna þar, Þórarins Jónssonar og Guð- rúnar Þórðardóttur bónda á Hjáleigusönd- um, Sveinssonar. Ólöf var alsystir syst- kinanna í Garðshorni í Keflavík, þeirra Guðrúnar, konu Sigurðar járnsmiðs, iyjólfs, er þar bjó lengi og Helgu, scm ■ lvaldi þar um skeið. Ólöf var einkar góð- l'átleg kona, hæglát í framkomu og vönd- uð í dagfari. Hún átti lengi við vanheilsu að búa, enda varð hún skammlíf. Hún andaðist 19. júní 1900. Var þá sár harmur kveðinn að Eyjólfi og börnunum. Þá vissi ég um litla stúlku, sem átti þá ósk heitasta, að vera þess umkomin að mega létta byrði litlu systkinanna, einkum Gunnu litlu, sem þá var fyrir innan fermingu. Börn þeirra Ólafar og Eyjólfs voru þrjú: Guðjón, elztur og uppkominn er móðir þeirra andaðist, Guðrún og yngstur var Ólafur, en hann var 9 ára er móðir þeirra lézt. Þau Guðrún og Ólafur fluttust bæði til Vestmannaeyja, giftust þar og reistu bú. Ólafur andaðist í ágúst síðastliðið sumar. Haustið 1900 kom ókunn norðlensk stúlka, Svanlaug að nafni, á heimili Eyjólfs Ólafssonar og tók að sér bústjórn þar. Leið ekki á löngu er nágrannarnir fóru að dáðst að vinnusemi hennar, Þótti hún þaulsætin við rokkinn og falleg ullar- vinna hennar. Er nú ekki að orðlengja það að saman dró með norðlenzku stúlk- unni og Guðjóni, elzta syni Eyjólfs, og gengu þau í hjónaband 6. des. 1902. Tóku þau þá við heimilinu og var Eyjólfur þar hjá þeim ungu hjónunum í góðu yfirlæti þar til að hann andaðist 22. júlí 1913. En ungu hjónin byggðu sér hús austan og neðan við gamla bæinn. Það hús stendur ennþá við Tjarnargötu, var það lengi efsta hús við þá götu. Guðbjörg Svanlaug er fædd í Hrúta- tungu í Hrútafirði 12. júní 1874 .For- eldrar hennar voru hjónin Árni Björns- son áður bóndi í Grænumýrartungu, svo húsmaður í Hrútatungu og víðar og kona hans, Helga Þórðardóttir bónda í Ytri- Knarrartungu á Snæfellsnesi, Jónssonar. Aðalfundur kvennadeildar Slysavarna- félagsins í Keflavík var haldinn 12. febrú- ar síðastliðinn. Starfsemin á árinu hafði gengið prýðilega að vanda. Fjáröflun fór fram líkt og undanfarin ár. Á pálma- sunnudag var basar, merki seld á lokadag 11. maí, kaffisala var í Tjarnarlundi á sjó- mannasunnudaginn og hlutaveltan var haldin í nóvember. Það var hin mesta hlutavelta er félagið hefur nokkru sinni haldið. Þá eru og drjúgar tekjur af sölu minningarspjalda og einnig hafði deild- inni borist góðar gjafir. Árstekjurnar voru kr. 53.224,52 og hefur Slysavarnafélagi Islands verið afhentur % hluti þeirra er var kr. 39.918,39. Einnig á annað þúsund kr. fyrir árbækur. Formaður og ritari voru endurkosnir, en gjaldkerinn, frú Kristín Guðmundsdóttir, baðst eindregið undan endurkosningu, en Kona Þórðar og móðir Helga var Sigríð- ur Einarsdóttir bónda við Hellna á Snæ- fellsnesi, Magnússonar prests, síðast að Kvennabrekku, Einarssonar sýslumanns á Arnarstapa, Magnússonar sýslumanns á Arnarstapa, Björnssonar prests á Hvann- eyri, Jónssonar prests á Siglunesi, svo Hvanneyri, Guðmundssonar. En ættir Svanlaugar má rekja í bókinni Strandamenn, eftir séra Jón Guðnason skjalavörð. Svanlaug er mæt kona og vönduð í dag- fari, ber hún árin vel og unir sér nú við lestur góðra bóka, á hún nú stóran bóka- skáp fullan af góðum bókum. Hún hefur alla ævi verið félagslynd og viljað styðja góðan málstað, er hún áhugasamur með- limur Slysavarnafélags kvenna í Keflavík, sækir enn fundi og leggur hverju góðu málefni lið. Hún býr nú með dóttur sinni í húsi sínu við Tjarnargötu. Guðjón Eyjólfsson er nú andaður fyrir nokkrum árum. Hann var mikill atorku- maður, smiður góður og margt var hon- um vel gefið, einkar glaður og hress dag- lega. Börn þeirra hjóna voru fjögur, eru þau öll á lífi og búa í Keflavík: Eyjólfur Þorsteinn, Þorvaldur Theodór, Olafur Árni og Helga Sigríður, eru bræðurnir kvæntir og eiga börn og barnabörn, sem allt er ágætisfólk, vel gefið og myndar- legt. hún hefur verið varagjaldkeri og lengst af aðalgjaldkeri síðan deildin var stofnuð og gengdi því starfi með frábærri prýði og samvizkusemi. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Jónína Guðjónsdóttir, formaður, Sesselja Magnúsdóttir, ritari og Helga Þorsteins- dóttir, gjaldkeri. Varastjórn í sömu röð: Guðný Ásberg, Elín Olafsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir. Endurskoðendur: Jóna Einarsdóttir og Bjarnfríður Sigurðardóttir. Félagskonur eru nú 444, þar af 75 telpur innan fermingar. Nú fyrir skömmu hefur Kvennadeildin látið setja þrjá hjörgunarhringa og krók- stjaka á bryggjur í Ytri-Njarðvíkum. Kvennadeildin biður Faxa fyrir beztu þakkir til allra þeirra er styrkt hafa starf- semi hennar á einn og annan hátt. Frá kvennadeild Slysavarnafélagsins í Keflavík

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.