Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1957, Blaðsíða 5

Faxi - 01.02.1957, Blaðsíða 5
F A X I 17 Bréf fré sr. Birni Jónssyni íiibingen, 8. jan. 1957. Kæru vinir! Eg hlýt að byrja á því að þa\\a, — þakka af heilum huga og hrærðu hjarta fyrir hinar fjölmörgu hlýju og innilegu jólakveðjur, góðu gjafir og margs konar vináttuvott, sem mér barst frá ykkur á hinum umliðnu jólum. Vinátta ykkar, °g tryggð og fyrirbænir mér til handa er mér meira virði en ég fái með orðum lýst. — Eg saknaði þess vissulega sárt, að geta ekki haldið með ykkur heilög jól, en 1<>lagleðina fann ég einnig hér, — þökk sé yþþur fyrir það, kæru vinir. Hlýhugur ykkar færði mér, í ríkum mæli, birtu, yl og gleði, og gerði hjarta mitt móttækilegt fyrir fagnaðarboðskapinn mikla. Dagana 20.—26. desember var ég boð- inn til bæjar, sem hcitir Bad Liebenzell. Það er smábær, sennilega hcldur minni en Keflavikin okkar. Hann er um 50 km. héðan. Ekki dvaldist ég þó í sjálfum bænum, heldur í kastala einum, sem heitir burg Liebenzell, og stendur hann í hlíð nokkru fyrir ofan bæinn. Þessi kastali var 1 rústum, þar til nú fyrir örfáum árum, þá var hafizt handa við endurreisn hans. Það verk unnu að miklu leyti ungir menn, einkum stúdentar, af mikilli fórnfýsi. Þarna liefir svo 2 eða 3 síðastliðin ár farið fram margs konar hjálparstarfsemi fyrir erlenda stúdenta. Að þessu sinni yoru þarna boðnir um 60 mánns af 24 þjóð- ernum. Allt var þarna gert sem mögulegt var til þess að gera okkur lífið sem anægjulegast. Fyrirlestrar voru fluttir um niargs konar efni, einnig var haldinn konsert fyrir okkur og leikflokkur kom °g sýndi söngleik. Auk þessa fórum við daglega á langar gönguferðir og skoð- uðum umhverfið, sem er harla fagurt. Við fengum jólasnjó, og ekki spillti það fyrir. Oft bar það við á gönguferðunum, ;>ð harðvítugar snjóorrustur voru háðar. Þeir sem það vildu, gátu skemmt sér við spil og tafl. Eg spilaði nokkrum sinnum bridge við svertingja frá Trinidad, Indó- nesíumann og Kinverja. Herbergisfélagar mínir voru Þjóðverji (flóttamaður frá A.-Þýzkalandi), Tyrki og Indverji. Allt voru þetta ágætis félagar, þegar maður fór að kynnast þeim. A aðfangadagskvöld var byrjað á því, að einn maður frá hverju landi sagði í fáum orðum frá jólahaldi í sínum heima- högum. Þeir, sem ekki voru kristnir, sögðu frá hliðstæðum hátíðahöldum í þeirra trúarbrögðum. Því næst var sezt að veizluborði. Laust fyrir kl. 12 á mið- nætti var svo haldin stutt guðsþjónusta úti í garðinum. Hún fór þannig fram, að fyrst var sunginn sálmurinn „Heims um ból“), þá var jólaguðspjallið lesið, því næst gekk einn maður af hverju þjóðerni fram, með logandi kerti -í hendi sér, og mælti fram á sínu eigin móðurmáli þessi orð úr jólaguðspjallinu: „Friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþókn- un á.“ Því næst las forstöðumaður kastal- ans átakanlega, en þó hrífandi frásögn af jólahaldi þýzkra fanga í rússneskum fangabúðum. Að endingu var svo sung- inn þýzkur jólasálmur. — I kastalanum er kapella, og þar var haldin guðsþjón- usta morguninn eftir, og á 2. jóladag fór þar fram kaþólsk messa, af því að þarna voru margir kaþólskir. Dagana 28. des. til 2. janúar var ég boðinn á kristilegt æskulýðsmót í annarri borg, sem heitir Kirchberg. Þar var mjög ánægjulegt og lærdómsríkt að vera. Þarna voru saman komnir um 50 unglingar. En stjórnendur voru fimm. Á gamlárskvö'd var mikið um dýrðir. Laust fyrir kl. 12 arkaði allur hópurinn út í skóg, og í rjóðri einu var kveikt í stórum bálkesti. Þarna var svo haldin stutt guðsþjónusta, og var hún mjög hátíðleg. A móti þessu flutti ég smáerindi um Island og var því vel tekið. A heimleiðinni gisti ég í Ludwigsborg á heimili Þjóðverja eins, sem stundar nám hér í Túbingen. Var mér tekið þar for- kunnar vel, og var dvölin þar hin ánægju- legasta. Áður en ég fór, skoðaði ég allt hið markverðasta þar í borg. Meðal ann- ars er þar höll ein í Barok-stíl, og mun hún vera ein af fegurstu höllum í Þýzka- landi. Inni er allt í sömu skorðum eins og það var á meðan konungar, furstar og önnur stórmenni bjuggu þar. A meðan ég gekk þarna um, þá fannst mér ég vera i hálfgerðum ævintýraheimi. — Einnig skoðaði ég þarna mjög fagrar kirkjur. Nú er ég kominn aftur heim til Túbin- gen og byrjaður í skólanum á ný. Þessir dagar voru vissulega ánægjulegir, — að segja annað væri vanþakklæti við Guð og góða menn. — En engin jól á erlendri grundu geta jafnast á við jólin heima. Og marga stundina dvaldist hugurinn heima hjá ykkur. Ég þakka ykkur aftur, kæru vinir, fyrir hina miklu gleði, sem þið hafið gefið mér. Sérstaklega vil ég þakka mínum fyrrverandi fermingarbörnum, sem nú eru við nám í gagnfræðaskólanum, og enn- fremur landsprófsdeild 1955—’56 fyrir þeirra höfðinglegu og góðu gjafir. — Gjafirnar eru góðar, en þó er hugarfarið, sem býr að baki, ennþá meira virði. Það er fjársjóður, sem ekki verður metinn eða veginn á mannlegan mælikvarða. Nýtt ár er upp runnið. I upphafi hvers árs er okkur bent á nafn hans, sem fædd- ist á jólunum. Það nafn er hverju nafni æðra. I því er okkur boðað hið sanna líf. Fylgjum honum, vinir, — fylgjum Jesú Kristi, og þá mun okkur vel farn- ast. Að endingu vil ég fela ykkur öll hon- um á va!d. Ég bið af hjarta um blessun hans til handa hverjum einstaklingi, jafnt ungum sem öldnum í Keflavík og Njarð- víkum. I hans nafni gefi góður Guð ykkur gleðilegt, blessað og gæfuríkt ár. Með þeirri ósk og bæn kveð ég ykkur. Ykkar einlægur vinur. Björn fónsson. í hlíðinni fyrir ofan bæinn sést kastalinn Burg Liebenzell, þar sem ég dvaldi um jólin. Bj.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.