Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1957, Blaðsíða 15

Faxi - 01.02.1957, Blaðsíða 15
F A X I 27 Minningarorð um Jón Jónsson kennoro fró Hvammi í Höfnum „Nú fór sól að nálgast æginn, og nú var gott að hvíla sig, og vakna upp ungur einhvern daginn með eilífð glaða kringum þig.“ Þ. E. Jón í Hvammi lést á Keflavíkurspítala 12. desémber 1956, 73 ára gamall og var grafinn að Hafnarkirkju 20. sama mán- aðar og hvílir þar hjá foreldrum sínum og fyrri konu og öðru venzla- og vinafólki. Jón Jónsson var fæddur 5. maí 1883 í Kirkjuvogi í Höfnum. Hann var sonur hjónanna Ingihjargar Arnadóttur og Jóns Bjarnasoriar, sem þar bjuggu og ólst hann þar upp í fátækt, sem þá virtist vera al- naenn fylgikona lijá flestu alþýðufólki. Varð hann þess vegna snemma að fara að vinna fyrir sér og róa út á sjóinn, sem þá var aðalatvinnuvegur Suðurnesjamanna. En snemma mun Jón hafa verið bók- hneigður og fróðleiksfús, þó slíkt hafi ekki þott látið í askana á þeitn tíma, enda í mikið ráðist af cfnalausum ungum manni, að ráðast til náms af eigin rammleik, en á Flensborgarskóla fer hann og tekur þaðan kennarapróf 24 ára gamall. Jón tekur við barnakennslu í heimahyggð sinni í Hafn- arhreppi árið 1907 til 1914. Hverfur samt fra kennslustörfum næstu 6 árin, en tekur yið kennslu og skólastjórn aftur 1920 og kennir þá óslitið til ársins 1947 og er hann þa búinn að stunda kennslustörf í 34 ár. Þetta er æði langur tími við svo erfið störf sem barnakennslu, sem krefst bæði skap- stillingar og umhurðarlyndis. Eg, sem einn ttemandi Jóns, tel að hann hafi verið ágæt- Ur fræðari, stjórnsemi öll með festu og °ryggi, enda maðurinn stilltur vel og virð- ■ngarverður, ritliönd skrifaði Jón sérstak- Kga skíra, enda minnist ég minna skóla- systkina, hvað þau skrifuðu öll vel, ef svo ma um slíkt segja. Þetta sem ég hef sagt her að framan er mín persónulega skoðun, en um fáa starfsmenn er svo mikið deilt, sem barnakennara og stjórnmálamenn, í þeirra störfum. Jón giftist 7. janúar 1911 Sigríði, dóttur fmðríðar Eiríksdóttur og Magnúsar Guð- rnundssonar, formanns og útvegsbónda í Jón Jónsson kennari. Vesturhúsi í Höfnum og voru forcldrar hennar dugnaðar- og sæmdar hjón og sterkir stofnar í sveit sinni. Sigríður var skynsöm og glæsileg kona, enda hjóna- band þeirra talið ágætt þar sem gagnkvæm- ur skilningur réði. Þrjú börn eignuðust þau, tvo sonu, Magnús og Ketil, háðir giftir og búsettir í Keflavík og eina dóttur, Guðríði Ingibjörgu, sem er ógift og starf- ar í Reykjavík. Börn þeirra hjóna er mesta myndar fólk og góðir borgarar. Sigríði konu sína missti Jón 1946 og var það hon- um þungt eftir 35 ára ágæta sambúð og hann þá orðinn fullorðinn og heilsan far- in að bila. Aftur giftist Jón 1947 Guð- björgu Grímsdóttur, sem reyndist honum með ágætum og lifir hún mann sinn. Jón kennari hafði fleiri störfum að sinna en barnakennslu í 34 ár, sem ég mun nú að koma í stórutn dráttum. Sími var lagð- ur í Hafnir 1916, að Hvammi, heimili Jóns og Sigríðar, sem tóku að sér símavörzluna, en það var rnikið starf, símaafgreiðslan, meðan enginn hafði síma af húendurn hreppsins, sem ekki varð fyrr en mörgum árum síðar og varð þá að senda með kvaðn- ingar til allra, en það var æði erilssamt, þar sem var röskur hálfrar stundar gang- ur lengst til bæja. 1919 tekur hann við póstafgreiðslu og afgreiðslu fyrir póst og síma hefur hann til 1947, eða þar til að hann flutti frá Höfnum. Oddvitastörfum sinnti hann í 20 ár, frá 1918 til 1938, á sama tíma er hann í skattanefnd og jafn- framt sýslunefndarmaður. Þarna virðist nú vera búið að hlaða saman öllum aðal opinberum störfum á einn mann, sem ein- hverrar ábyrgðar krefjast, og mælir það með sér sjálft, hvers trausts Jón naut meðal samferða manna sinna, og öll voru þau störf leyst af hendi svo sem bezt er gjört, enda maðurinn réttsýnn og samvizkusam- ur. Minnast má þess, að Jón var aðal hvatamaður þess að lestrarfélag var stofn- að í Höfnum, og lagði hann því gott lið alla tíð. Enginn málskrafsmaður mun Jón hafa verið á mannfundum, en þess fastara ýtt að framgangi sinna áhugamála, þar sem við átti á hærri stöðum, til dæmis að sími væri lagður til Reykjaness í sambandi við slysahættu á sjó, sem sýnt sig hefur, að full þörf var fyrir, enda mannslíf bjarg- ast fyrir þann síma. En ekki hefur það skapað heimilinu aukin þægindi, að vera í sambandi við Slysavarnafélagið allan sólar- hringinn. Hjá Jóni og Sigríði dvöldust foreldrar Jóns frá byrjun búskapar þeirra hjóna og dóu þar bæði í hárri elli. Hann var einkabarn þeirra og reyndist þeim sannur drengur. Eg skrifa þessi fáu minningarorð og hverf um stund aftur í tímann. Fyrsta vet- urinn minn í barnaskóla er það einn dag, að kennslutími er úti og heim skal fara, það er komið austan rok og mikil snjó- drífa. Taldi Jón ekki fært heim börnum, sem lengst áttu að fara. Allir virtust hafa eitthvert athvarf, nema ég. Engin orð þar um, Jón tekur í hönd mér og leiðir mig heim með sér, þá var hægt að láta unga barnssál finna styrk í stórri hendi og gott átti ég heima, ljúflyndi húsmóðurinnar og meira, ég hafði þá aldrei séð jafn stóran bókaskáp, sem þar var í stofunni, tíðlitið var mér til skápsins og eftir því var tekið. Jón opnar skápinn, réttir mér Hróa Hött, en livort ég hef lesið meira Hróa eða Biblíusögurnar um kvöldið, man ég ekki. Þessi kynni hafa ekki gleymst, þótt árin hafi liðið, enda átti Jón mitt traust og virð- ingu. Þeir, sem þetta lesa, geta séð hvað hann var fæðingarsveit sinni, þar eyddi hann sínum starfskröftum og yfirgaf ekki fyrr en heilsan var þrotin. I fáum orðum vil ég segja: Jón var sannur maður. Vildi engum rangt gera, hvorki mönnum né málefnum, enda fannst mér hann bera höfuð yfir alla meðalmennsku.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.