Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1957, Blaðsíða 17

Faxi - 01.02.1957, Blaðsíða 17
F A X I 29 Bankaútíbú I síðasta tbl. Faxa var nokkuð rætt um þetta mál, sem hér er tekið til umræðu, og menn beðnir að leggja orð í belg. Ég get ekki látið hjá líða, að nota það tækifæri, sem þannig býðst. bað er mála sannast, að á síðustu árum hafa orðið hér á landi miklar og stórstígar framkvæmdir á svo að segja öllum svið- um, og þá ekki síst á sviði verzlunar og atvinnumála. Ein er samt sti tegund þess- ara mála, er hefur orðið útundan, en þar a ég við bankamálin. Ekki þurfa þó Reyk- víkingar að kvarta á þessu sviði, frekar öðrum, því þar hafa verið stofnaðir nýir bankar og sparisjóðir svo að segja árlega og jafnvel fleiri á ári. Aftur á móti hefur ríkt algjör kyrrstaða í þcssum málum úti a landsbyggðinni, og í nágrenni Reykja- víkur. Keflavíkurkaupstaður hefur vaxið mikið a undanförnum árum. Arið 1940 munu íbúar Keflavíkur hafa verið milli 1 og 2 þúsund, en nú mun láta nærri að íbúar seu milli 4 og 5 þúsund, auk þeirra manna, sem búa á Keflavíkurflugvelli. Svipuð aukning mun hafa átt sér stað í flestum hyggðarlögum á Suðurnesjum, í Sand- gerði, Garði, Njarðvíkum og Grindavík. A þessu svæði öllu munu nú búa milli 7 °g 8 þúsund manns auk þeirra er búa í >,heiðinni“. Á þessu svæði öllu er aðeins em peningastofnun, Sparisjóðurinn í Keflavík, með sínu takmarkaða verksviði. I gamla daga var talið nægilegt að hafa eina verzlun á öllu Suðurlandsundirlend- mu á Eyrarbakka. Síðar aðra á Djúpavogi fyrir Suð-Austurland. Mér virðist svipuð stefna vera uppi nú á dögum í bankamál- um. En tímarnir hafa breyzt. Auknar at- hafnir á sviði verzlunar og atvinnumála, Jón fluttist til Keflavíkur ásamt konu s*nni Guðbjörgu 1955, vildi komast í ná- Vlst barna sinna, sem hingað voru flutt aður, enda var ósk hans síðustu stundirn- ar, sem voru erfiðar, að liafa hjá sér ástvini sina, og honum varð að ósk sinni þar til yfir lauk. Eg vil votta konu hans og börnum og öðru venzlafólki, samúð mína, en þeim er gott að minnast mannsins, sem allt vildi gjöra rétt og vel. Farðu í Guðs friði, kenn- a,i minn, til ljóssins landa og stærri starfa. Helgi G. Eyjólfsson. í Keflavík svo og fólksfjölgunin í landinu, krefjast betri verzlunar, betri samgangna, og betri þjónustu á öllum sviðum. Þeir aðilar, sem veita þessa þjónustu, hafa ekki látið á sér standa, að undanskildum íslenzku bönk- unum. Þó ekki væri þörf á bankaútibúi í Keflavík fyrir 15 til 20 árum, þegar íbúar þar voru ekki fleiri en eitt til tvö þúsund, þá er þess full þörf í dag, þegar íbúar eru orðnir 7 til 8 þúsund á fyrr greindu svæði og atvinnuframkvæmdir slíkar, sem nú eru. Skipulag íslenzku bankamálanna er þannig í dag, að aðeins tveir liinna ís- lenzku banka hafa leyfi til að annast er- lend bankaviðskipti og veita lán út á inn- lendar framleiðsluvörur. Þessir bankar hafa síðan útibú á aðeins sjö stöðum á landinu og þangað verður að sækja öll slík bankaviðskipti. Til þess að gera mönn- um ljóst hve geysilega óhagkvæmt þetta fyrirkomulag er fyrir okkur hér á Suður- nesjum, er rétt að við lítum aðeins á að- stöðuna eins og hún er í dag. I Keflavík, Sandgerði, Garði, Njarðvík- um og Grindavík eru gerðir út yfir 100 vélbátar á yfirstandandi vertíð, þar eru starfrækt milli 10 og 15 frystihús, auk fjölda af saltfiskverkunarstöðvum, síldar- verkunarstöðvum og fiskimjölsverksmiðja, og alls annars skylds reksturs. Þeir, sem eitthvað þekkja til slíkra hluta nú á dögum, vita, hve allur rekstur er nú háður bankastarfseminni í landinu, og hve nauðsynlegt er ,að hafa næstum vikulega samband við banka eða aðra slíka lána- stofnun, er getur veitt lán út á afurðir. Menn geta því gert sér í hugarlund þá að- stöðu, sem iillum þessum mörgu einstakl- ingum og félögum er sköpuð með því að þurfa að sækja til Reykjavíkur alla banka- þjónustu er viðkemur þeirri útgerð og framleiðslu, er á sér stað á Suðurnesjum. Enda er ekki ofsögum af því sagt, hve útgerðarmenn og framkvæmdastjóra fyrir- tækja á Suðurnesjum er sjaldan að hitta þar, heldur miklu fremur í Reykjavík. Nokkrir þeirra hafa því tekið upp á þeim sið, að búa í Reykjavík, en koma svo suð- ureftir til eftirlits, og munu þeir líklega oftar þar, en hinir, sem eru búsettir á staðnum. Mér verður því oft á að spyrja, hvort bankarnir hafi engar skyldur við við- skiptamenn sína, en svo virðist ekki vera, þar sem slíkt ófremdarástand ríkir, að tug- um manna er stefnt inn í Reykjavík oft í mánuði, til að skrifa undir tryggingarbréf og víxla, en í það eyða þeir heilum og hálfum dögum frá eftirliti og vinnu við framleiðslustörfin, algjörlega að ástæðu- lausu. Þau verðmæti, tími og fjármunir, sem þannig er sóað, er ómetið. I staðinn fyrir að bankarnir hefðu hér tvo til þrjá menn til að annast þessi störf, og létta þar með á afurðalánadeildum bankanna í Reykjavík, sem eru þegar ofhlaðnir verk- efnum. Helztu mótbárur bankanna gegn stofn- un bankaútibús í Keflavík, er að mér virðist sú, að þeir segja: „Við höfum enga peninga til lánastarfsemi. Er líklegt að fé safnist í bankaútbú hjá ykkur, er gæti staðið undir rekstrinum? Við getum ekki ábyrgst slíka hluti“. — Meirihlutinn af sparifé Keflvíkinga er ávaxtaður í Spari- sjóðnum, sem á skynsamlegan hátt hefur notað það til lána til íbúðarhúsabygginga. En þrátt fyrir þetta er hér um mikinn misskilning að ræða hjá bönkunum. Oll þau útlán í sambandi við afurðir og fram- leiðslu, sem hér mundi fara fram, yrði gerð í Reykjavík, hvort sem er. Hér er aðeins um að ræða þjónustu bankanna við viðskiptamenn sína. I staðinn fvrir að senda á annað hundrað menn inn í Reykjavík oft á mánuði, yrðu starfandi tveir til þrír menn hér á staðnum, sem þá l'klega mætti spara í bönkunum í Reykja- vík. Bæjarstjórn Keflavíkur samþykkti fyrir nokkrum árum áskorun til afurðalána- bankanna, að annarhvor þeirra setti upp útibú hér í Keflavík. Málitiu var þá ekki óvinsamlega tekið af bönkunum, en ekk- ert varð úr framkvæmdum. Nú mun standa fyrir dyrum breyting á hankalöggjöf landsins, væri því ekki ótil- hlýðilegt að þessi mál yrðu athuguð um leið og sú breyting fer fram, og þá með tilliti til annara staða einnig. Ég veit að það er von allra, er um þessi mál hafa hugsað, að eitthvað verði nú gert til úrbóta. Að þeir menn, sem eru í for- svari í þeim tveim bankastofnunum, er málið geta leyst, hefjist nú handa og stofni útibú í Keflavík á þcssu ári. Jafnframt vil ég skora á bæjarstjórn Keflavíkur og önn- ur sveitafélög á Suðurnesjum, að fylgja málinu vel eftir við viðkomandi aðila, því ekki er vanzalaust fyrir þá að búa við það ástand, sem hér ríkir nú í þessum málum. Áhugamaður.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.