Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 1

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 1
3. tbl. • XVII. ár MARZ 1957 Utgefandi: Málfundafélagið Faxi Keflavík. s#n#s» Faxabraut 13. Hið myndarlega hús, sem Jón Guðbrandsson gaf Keflavíkurbæ. (Ljósm.: T. T.). Stórfengleg gjöf Jón Guðbrandsson gefur bœnum 900 rúmmetra hús. A bæjarstjórnarfundi 26. marz s.l. gerð- ist sá merki atburður, að bænum var af- hent að gjöf húsið nr. 13 við Faxabraut, með svohljóðandi gjafabréfi: Bœjarstjórn Keflavikj.tr. Hér með vil ég tjá yður, að ég hefi ákveðið að afhenda Keflavíkurbæ að gjöf húseign mína nr. 13 við Faxabraut hér í bæ, ásamt lóðaréttindum, í því augnamiði að bærinn hagnýti hana fyrir væntanlegt elliheimili í Keflavík. Hús- inu mun fylgja efni til miðstöðvar, að undanteknum katli. Hús þetta er 125 ferm. Það er fokhelt, með nokkurri innréttingu. Einu skilyrði, sem fylgja þessari af- hendingu frá minni hendi cru þau, að eg fái að njóta ókeypis umönnunar í því hinu væntanlega elliheimili, eftir að eg er orðinn sjötugur, ef líf endist. Engar aðrar kvaðir fylgja afhending- unni. Keflavík, 12. marz 1957. Jón Guðbrandsson. Gefandi hússins, Jón Guðbrandsson verkamaður, er fæddur 3. febrúar 1894 á Hallsstöðum á Fellsströnd í Dalasýslu. Hann dvaldi framan af ævi í heimasveit við landbúnaðarstörf, og stundaði sjóróðra á vertíðum hér syðra, var vinnumaður um tveggja ára skeið hjá Ogmundi Sig- urðssyni skólastjóra í Flensborg á árunum 1916—1919. Jón fluttist alkominn til Keflavíkur 20. des. 1931, og hefur átt hér heima síðan. Hann hefur stundað verkamannavinnu lengst af, auk þess smíðavinnu við húsbyggingar. Bæjarstjórnin samþykkti að þakka gef- andanum með svofelldu bréfi, sem undir- ritað var af öllum bæjarfulltrúunum: Hr. Jón Guðbrandsson, Faxabraut 15, KeflaviJ{. Við undirritaðir bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Keflavíkur, sem í dag höf- um veitt móttöku úr þinni hendi hús- inu nr. 13 við Faxabraut í Keflavík, hinni veglegustu gjöf, sem nokkur ein- staklingur hefur heiðrað bæjarfélagið með, viljum hér með færa þér hinar innilegustu þakkir fyrir. Gjöf þín er algert einsdæmi hér í bæ. Við þökkum þér ennfremur fyrir þá göfugu hugsjón, sem gjöf þinni fylgir, og munum kapp- kosta að gera hana að veruleika. Keflavík, 26. marz 1957. Eins og fram kemur í bréfi þessu létu bæjarfulltrúar í ljósi innilegustu þakkir íyrir gjöfina, og samþykktu einróma eftir- farandi tillögu í tilefni þessarar gjafar: Bæjarstjórn samþykkir að setja á stofn og reka elliheimili í Keflavík, og skal heimilið staðfest í húsinu nr. 13 við Faxa- braut, sem Keflavíkurbæ hefur hlotnast að gjöf í fokheldu ástandi. Bæjarfulltrúar gengu að loknum fundi heim til gefandans, Jóns Guðbrandssonar, þar sem forseti bæjarstjórnar, Alfreð Jón Guðbrandsson. T. T.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.