Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 2

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 2
34 F A X I Marta V. Jónsdóttir: Minningar fré Keflavík Nú munum við snúa við, £rá húsi Guð- jóns Eyjólfssonar, og bregða okkur upp að Hábæ á ný. Þar stóð lítill bær norðan við hús Guðrúnar og Jóns í Hábæ (Faxi XVI, 4.-5. tbl.) en sunnan við bæ Þór- unnar og Guðmundar (Favi XV, 9.—10. tbl.). Þessi litli bær hét líka Hábær, var að hálfu leyti torfbær, þ. e. veggir voru hlaðnir úr grjóti og torfi en þak og suðurgafl og ofanverð vesturhlið úr timbri. Bak við bæinn, heiðarmegin, var stór og vel liirt- ur kartöflugarður, en baldursgrá og gleym-mér-ei teigðu sig upp bæjarvegginn á sumrin og undu sér vel í skjóli hans. Þennan bæ átti Hugborg Ogmunds- dóttir, hafði hún búið í þessum bæ rúm 30 ár, er ég kynntist henni, en var þá ný- lega orðin ekkja. Hún var dugnaðarkona, hæglát og stillileg, vissi ég ekki til að hún brygði skapi öll þau ár, er ég þekkti hana, hefur henni eflaust komið sú skapgerð vel, því í margskonar raunir og erfiðleika hafði hún ratað. Hún var há og grönn og mun hafa verið beinvaxin á yngri árum, en er ég kynntist henni var hún orðin dálítið lotin og sýndist eldri en hún var. „Hugborg er ekkja hnigin að árum hefur án efa sáð mörgum tárum“, kvað Jón Guðmundsson um hana í Kefla- víkurbrag árið 1901 og mátti það tii sanns vegar færa, því margt þungbært hafði hún reynt um sína daga. Hugborg var fædd 14. marz 1842 í Reynisholti í Mýrdal. Voru foreldrar hennar Ogmundur Árnason bóndi þar og kona hans, Þóra f. 1814, Jónsdóttir bónda á Haðarstöðum í Mosfellssveit, Helga- Gíslason, ávarpaði hann, og þakkaði í nafni bæjarstjórnar þessa höfðinglegu gjöf. Sá höfðingsskapur, sem Jón Guðbrands- son sýnir með gjöf sinni, á sér enga hlið- stæðu hér í bæ, og þótt víðar væri leitað, enda fer hér saman fögur hugsjón og mikill stórhugur. Er þess að vænta, að bæjarbúar veiti gjöfinni verðskuldaða at- hygli, og sameinist í eindrægni um það, að hugsjónin megi sem fyrst rætast, — að gamalmennahæli fullbúið taki til starfa. Guðrún Eiríksdóttir. sonar. Kona Jóns og móðir Þóru var Steinunn Loftsdóttir bónda á Ytri-Ásum í Skaftártungu, Olafssonar. Þóra fór barn að aldri í fóstur austur að Reyni í Mýrdal til Árna bónda þar Loftssonar, móður- bróður síns, og konu hans, Málfríðar Þórðardóttur, dvaldi hún hjá þeim þar til hún giftist 1837. Ogmundur var fæddur í Kerlingardal í Mýrdal 1809, höfðu forfeður hans búið þar í marga liðu, Árni faðir hans var bóndi í Kerlingardal, Ásbjarnarson bónda þar Jónssonar. Ingunn hét móðir Ás- bjarnar, var hún Ásbjarnardóttir, hún bjó í Kerlingardal manntalsárið 1762, var þá orðin ekkja og bjó þar með börnum sín- um. Ásbjörn, faðir hennar, bjó í Vík í Mýrdal árið 1703, er fyrst var tekið mann- tal á íslandi og faðir hans Jón Jónsson, að auknefni Karl, bjó það sama ár einnig í Vík, merkismaður, hann var sonur Jóns Eiríkssonar hins gamla, er bjó á Steins- mýri í Meðallandi langa ævi, er mikill og merkilegur ættbálkur frá honum kom- inn. Hugborg ólst upp hjá foreldrum sínum til 12 ára aldurs, en þá andaðist móðir hennar og varð hún þá að fara til vanda- lausra. Var henni haldið til vinnu eins og fullorðin stúlka væri og innan við fermingu var hún látin fara „í sandinn“ og vakta hesta sjómanna meðan þeir réru til fiskjar. Sagði Hugborg móður minni marga söguna af þeim ferðum. Voru þessar ferðir í sandinn oftsinnir hinar mestu svaðilfarir og furðulegt að ungir og lítt harðnaðir unglingar eins og Hug- borg var, skildu lifa þær mannraunir af. Einu sinni, er hún var að vakta hestana í sandinum, horfði hún á er skipi hlekkt- ist á í lendingu, drukknuðu þar margir menn. Þessi harmleikur markaði djúp spor í sál ungu stúlkunnar og aldrei mátti hún minnast þessa atburðar, svo að ekki blik- uðu tár á hvarmi. Hugborg giftist 27. júlí 1867 í Höfða- brekkukirkju, Eiríki Jónssyni, er þá var vinnumaður á Kárhólma í Höfðabrekku- sókn. Árið eftir fluttust þau að Miðhús- um í Garði, voru þau þar og í Nýlendu í Garði næstu ár, en íluttu 1872 til Kefla- víkur og settust að í litla bænum í Hábæ og þar bjuggu þau alla tíð síðan, en Eiríkur lézt 8. febrúar 1901. Eiríkur var Skaftfellingur að ætterni, f. 16. október 1834 á Seljalandi í Fljótshverfi. Foreldrar hans voru Jón Pálsson og kona hans, Ragnhildur Bjarnadóttir bónda á Fossi á Síðu, Jónssonar bónda á Núps- stað Bjarnasonar. Seinni kona Bjarna og móðir Ragnhildar var Bóel Jónsdóttir prests, síðast á Eiðum, Brynjólfssonar og konu hans, Ingibjargar Sigurðardóttur, en Ingibjörg var dótturdóttir Jens sýslu- manns Wíums. Bóel Jónsdóttir, amma Eiríks giftist aftur eftir lát Bjarna bónda síns, Páli bónda á Hofi í Oræfum, Eiríkssyni bónda á Fagurhólsmýri, Jónssonar. Var Páll kominn af hinni merku Skaftafellsætt í Öræfum. En Jón faðir Eiríks í Hábæ var sonur Páls á Hofi, af fyrra hjónabandi hans. Bræður Eiríks voru Jón, er fluttist til Suðurnesja og síðar til Reykjavíkur, hann var faðir Jóns Einars prentara í Reykja- vík. Annar bróðir Eiríks var Hans Víum, bóndi á Keldunúpi á Síðu, bann var faðir Ragnhildar móður Rannveigar Þorsteins- dóttur lögfræðings og alþm. Þau Hugborg og Eiríkur áttu sex börn, af þeim komust tvær dætur, Guðný og Þóra, til fullorðinsára. Yngsta dóttir þeirra,

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.