Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 3

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 3
F A X I 35 Jórunn Þórey, andaðist tólf ára að alclri, júlí 1896 eftir miklar þjáningar. Guðný Eiríksdóttir var fædd 16. des. 1868 í Mið- húsum í Garði, dáin 22. des. 1939 í Reykja- vík. Maður hennar var Gísli Kaprasíus- son, f. 22. júní 1853, dáinn 30. ágúst 1915 á Eskifirði. Foreldrar hans voru Kaprasíus Magnússon bóndi í Mávahlíð í Lundar- reykjadal og kona hans, Ragnheiður Þor- steinsdóttir. Gísli var formaður á Eski- firði, eignuðust þau fimm börn, sem öll eru á lífi en þau eru: 1. Eyjólfur, búsettur í Njarðvikum, kvæntur Ogmundínu Og- mundsdóttur, fósturdóttur Þorsteins Þor- varðssonar í Keflavík; 2. Þorsteinn Krist- inn, skipstjóri í Vestmannaeyjum, kvænt- ur og á börn, 3. Þóra Ingibjörg, kona Einars Vidalíns Einarssonar loftskeyta- manns við Vatnsendastöðina, 4. Kristín María, kona Guðjóns bókbandsmeistara við bókbandsstofu Landsbókasafsins og 5. Dómhildur Ástríður, ekkja í Reykjavík. Þóra Eiríksdóttir var fædd 21. apríl 1872 í Nýlendu í Garði. Hún var heitkona Símonar Eiríkssonar steinsmiðs í Keflavík, hjuggu þau saman langa ævi í húsi sínu við Aðalgötu, er byggt hafði verið á flöt- inni fyrir framan Garðbæjarbæina. Einka- sonur þeirra var Ingibergur Eiríkur, efnis- piltur er andaðist 18 ára að aldri 29. ágúst 1916. Þóra var frið sýnum og álitleg kona er ég sá hana fyrst, þrifin og myndarleg. Símon var afburða duglegur verkmaður. Hann hlóð alla sjóvarnargarðana í Kefla- vík, sem gerðir voru meðfram fjörunni, alla leið frá Norðfjörðsbryggju vestur í Gróf. Alla þessa vinnu framkvæmdi Símon með einum aðstoðarmanni og auðvitað ^ystkinin Guðmunda Guðmundsdóttir og Jóhann Guðmundsson. án allra véla, klauf sjálfur klettana í fjör- unni með fleyghamri og sleggju og sótt- ist verkið frábærlega vel. Svo notaði hann stóran, sterkan og þykkan planka, lagði annan enda hans upp á garðinn, sem hann var að byggja og velti svo furðu stórum steinum eftir plankanum upp á garðinn. Hefur þetta án efa verið erfitt verk og því verra sem garðurinn varð hærri, en Símon vann verkið með hyggindum og rósemi og sóttist verkið afburða vel. Heyrði ég menn, sem vit höfðu á vinnu, oft dáðst að handbragði Símonar og verkhyggni. Hugborg bjó í bæ sínum fjölda ára eftir að hún varð ekkja, hélt honum vel við og bætti á margan hátt. Eitt síðsumar keypti hún járn á þakið og suðurgaflinn, hafði hún unnið fyrir því fé, er til þess þurfti, í eyrarvinnu um sumarið, fór öll sumarvinna hennar í þetta, því þá var eyrarvinnukaup kvenna ein króna og fimmtíu aurar yfir daginn, fyrir 12 tíma vinnu. Hugborg var starfsöm kona, vann þó meira af vilja en mætti, því hún var ekki heil heilsu og lá hún stundum stór- legur. En þegar henni fór að batna byrjaði hún vinnu á ný, því hún átti í sér sterka þrá til þess að verða ekki annarra hand- bendi, átti hún þó til góðra að hverfa, bæði til dætra sinna og Ogmundar bróður síns, sem bjó í Vestmannaeyjum, en milli þeirra systkina vár innileg vinátta, skrif- aði Ögmundur henni oftlega og bauð henni til sín. Þáði hún heimboð hans og var þar eitt ár 1901—2. En ekki festi hún yndi þar þótt henni liði þar ágætlega, hún hafði fest rætur í Keflavík og undi sér þar bezt. Systir Hugborgar var Mál- fríður, húsfrú á Þykkvabæjarklaustri um langt skeið. Var tryggðavinátta milli þeirra systra þótt þær hefðu ekki sézt frá því á ungum dögum, fóru bréf og send- ingar þeirra í milli meðan þær lifðu. Mál- fríður var móðir Jóns Brynjólfssonar bónda á Þykkvabæjarklaustri, föður frú Rann- veigar, konu Eiríks Ormssonar rafvirkja- meistara í lleykjavík. Dóttir Málfríðar var einnig Þóra, kona Gísla Magnússonar bónda í Norðurhjáleigu í Alftaveri, en þau voru foreldrar Jóns bónda þar og alþingismanns, Gíslasonar. Er mikill ætt- leggur frá Málfríði komin. Hugborg flutti að síðustu til Þóru dóttur sinnar og and- aðist þar 16. marz 1929. Þegar Hugborg var orðin ein eftir í litla bænum sínum tók hún til sín hús- konu, eins og það var þá nefnt, var það Þóra Eiríksdóttir. ung stúlka, Steinunn Jóhannsdóttif, kona harðdugleg, myndarleg til verka, góð og ljúflynd. Fluttist hún þangað með ný- fædda dóttur sína, Guðrúnu Gísladóttur að nafni. Steinunn hafði komið á unglingsárum til Keflavíkur ásamt móður sinni, Stein- unni Pétursdóttur, er þá var ekkja, komu þær frá Lilta-Hólmi í Leiru, en þar var Steinunn fædd 31. ágúst 1870 og þar höfðu foreldrar hennar búið, en þau voru Jóhann Jóhannesson og kona hans, Steinunn Pétursdóttir bónda á Litla-Hólmi í Leiru, Halldórssonar bónda á Balaskarði í Húna- vatnssýslu, Halldórssonar. Jóhann, faðir Steinunnar, andaðist er hún var tæpra fjögurra ára gömul, hinn 26. maí 1874, 41 árs „deyði af hastarlegu taki — maður vel liðin, ráðvandur — dug- legur maður að hverju sem hann gekk —“. Hann hafði fengizt við lækningar og var blóðtökumaður. Faðir hans var Jóhannes bóndi í Litlabæ við Ivarshús í Garði, „reipslagari og smiður góður“ frómlyndur og hreinskilinn og vel látinn af öllum“ hann var sonur Sigurðar bónda í Ytri- Njarðvik, Arnasonar og konu hans, Sól- veigar Snorradóttur. Jóhann var albróðir Magnúsar bónda í Brautarholti á Kjalar- nesi, föður Kristins bónda í Engey, föður Péturs bónda í Engey. Nikulás var bróðir þeirra Jóhannesar og Magnúsar, hann bjó á Fitjum á Mið- nesi og víðar, kona hans var Guðrún Sæmundsdóttir prests á Utskálum, Einars- sonar. Sonur þeirra var Sigurður Nikulás- son bóndi á Þykkvabæjarklaustri í Alfta- veri. Er mikil ætt frá Sigurði. Kona Jóhannesar og móðir Jóhanns var

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.