Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 7

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 7
F A X I 39 samlegt að vera, kyrrð og friður, og fegurð hvert sem litið er. Aðrir halda i austurátt að skoða Glanna og Norðurá. Einn kaup- félagskvennamaður og kaupfélagskona kom- ast á minnkaveiðar í klettadröngum, sem skaga út í ána. Þessi veiðiför verður nokkuð tímafrek, en veiðin bregst. Jseja, allir í mat heim í Bifröst, klukkan er að ganga eitt. En, — já, en sumum finnst maturinn koma nokkuð seint. En hann er góður, þegar hann kemur, kryddaður stuttum ræðum, eins og alltaf, þegar borðað er, eða drukkið kaffi á ferðalaginu. í tíma og ótíma eru teknar myndir á ótal myndavélar. Nú er snúið til heimferðar. Við leggjum smá lykkju á leið okkar og förum niður í Borgarnes. En einn kaupfélagskvennamaðurinn fær þá ágætu hugmynd, að verða eftir með sína konuna Upp á hvora hönd, á mosavöxnum hól, sem stendur upp úr mýrinni við vegamótin. Kveðst hann ásamt konum sínum muni skoða fsgurð himinsins og hlusta á raddir náttúr- unnar á meðan við eyðum tímanum í Borgar- nesi. Mörgum finnst hugmyndin athugandi til eftirbreytni. En meðan vangaveltur standa sem hæst, renna bílarnir af stað og óðar erum við í Borgarnesi. Við skoðum fagran skrúðgarð kvenfélagsins, sem ber nafn Skallagríms og er haugur hans þar í einu horni garðsins. Skammt frá er tignarleg kirkja í smíðum og gnæfir hún yfir öll hús þorpsins. Hún stendur uppi á háu kletta- bslti, þaðan er mjög fagurt útsýni yfir fjörð- inn. Syngjandi kveðjum við þorpið og hjá vegamótunum hittum við þremenningana aftur, sm láta vel af hóls-vistinni. Næsti viðkomustaður er Hvanneyri. Þar er £Út hvað að sjá, kirkja, skóli, skrúðgarður °g stórt fjós. En við megum ekki eyða hér iöngum tíma, því kaupfélagið á Akranesi hefir boðið okkur í kaffi og búast má við að það sé farið að rjúka. Það líður ekki á löngu þar til við erum á Akranesi. Þar er °kkur vel fagnað, og kaupfélagsbúðirnar standa okkur opnar, þó komið sé fram yfir ^okunartíma. Þrátt fyrir allt er kaffið sem við drekkum á hótelinu, vel heitt og nóg að bíta og brenna. Flestir skoða sementsverk- smiðjuna en nokkrir heimsækja frændur og vini í bænum. Og nú skal halda heim viðstöðulaust. ^yrir Hvalfjörð förum við og þykir engum leiðin löng, eins og oft vill þó við brenna. Það er orðið skuggsýnt, enda komið fram yfir miðnætti, þegar við komum heim. Við kveðjumst þakklátar í huga fyrir þessa dásamlegu daga. Við höfum kynnst nokkuð °g notið gleðinnar saman í ríkum mæli. Oskandi væri að sem flestar kaupfélags- konur, já, reyndar allar húsmæður, ættu bess kost, að fara slíka ferð á næsta sumri °g að sólguðinn yrði þeim jafn gjöfull og hann var okkur. Þá gætu þær yljað sér við S°1 frá liðnu sumri, þegar norðanstormurinn n®ðir, nístandi og bitur og snjórinn liggur yfir landinu eins og hvitur feldur. L. MINNING: Asgeir Theódór Daníelsson Hinn 9. marz s.l. lézt í Landsspítalan- um í Reykjavík Asgeir Th. Daníelsson, á 71. aldursári. Hann var fæddur að Yzta-Gili í Langa- dal 20.' júní 1886. Fluttist hann kornung- ur að norðan, ásamt foreldrum, Daníel Guðnasyni og Ingunni Jósafatsdóttur, suður á Stafnes á Miðnesi, þar sem hann dvaldi frameftir æskuárunum. Snemma fór hann að stunda sjó, eða strax um fermingaraldur, fyrst úr verstöðvum þar syðra, á opnum bátum, en síðar á stærri skipum, skútum, vélbátum, línuveiðurum og togurum. Hafði hann á köflum skip- stjórn á hendi. Eftir samfellt 30 ára sjómennsku sinnti hann um skeið verzlunarstörfum, þar til hann fluttist til Keflavíkur, þá úr Reykja- vík, fyrir rúmum 20 árum, gerðist hann þá hafnsögumaður og umsjónarmaður við hina nýgerðu höfn í Keflavík. Þegar stofnað var til landshafnar í Keflavík og Njarðvík 1947, og ríkið tók við hafnar- mannvirkjunum í Keflavík, varð hann gjaldkeri og bókari þess fyrirtækis, og gegndi hann því starfi til janúarloka 1956, er hann varð að láta af því sakir heilsu- brests. Fluttist hann þá til Reykjavíkur. Þá hafði hann starfað í þágu Keflavikur- hafnar um full 20 ár, séð það nytjafyrir- tæki vaxa, stutt að vexti þess í hvívetna, enda bar hann það mál mjög fyrir brjósti. Eftir að Keflavík fékk kaupstaðarréttindi 1949 var Asgeir endurskoðandi reikninga Keflavíkurbæjar og fyrirtækja hans, og vann hann að þeim störfum fram á þann dag, sem hann hvarf að heiman skömmu eftir áramótin síðustu, til þess að leggjast á sjúkrabeðinn. Asgeir Daníelsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jónína M. Bergmann, frá Daglavík á Miðnesi. Með henni átti hann einn son, Daníel Bergmann, bakara- meistara í Reykjavík. Síðari kona hans er Olafía Jónsdóttir frá Fögruhlíð á Snæfellsnesi. Þau áttu eina dóttur, Ing- unni, sem gift er Valdimar Jóhannssyni bókaútgefanda í Reykjavík. Stjúpbörn Ás- geirs, börn Ólafíu konu hans frá fyrra hjónabandi, eru: Ragnheiður Einarsdóttir Ásgeir Theódór Daníelsson. gift Sveini Jónssyni forstjóra í Sandgerði, Ragnheiður Þorkatla, búsett i Reykjavík, Hrefna, látin fyrir 2 árum, og Hrafnkell, sem lézt tingur við háskólanám í Þýzka- landi. Heimili Ásgeirs og Ólafar var ríkt af samúð, hann unni konu sinni mjög, börnum sínum og eigi síður stjúpbörnum, enda naut hann af þeirra hendi allra og maka þeirra gagnkvæms trausts og virð- ingar. Með Ásgeiri Daníelssyni er í valinn hniginn merkur fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem nú er óðum að ganga af sviðinu, og skila okkur hinum yngri dýrmætari leyfð, ef við kunnutn með að fara. Asgeir var mjög starfsfús maður og góður starfs- maður, nákvæmur og trúr því sjónarmiði, að gera hlutina vel og rétt, svo að allt stæði heima, svo að sókn morgundagsins mætti án nokkurs fyrirvara byggja á sein- asta pennafari kveldsins á undan. Valtýr Guðjónsson. Þair sem fsngu lánað hjá mér fyrir nokkuð löngu: Bakpoka (norskan), 2 svefnpoka, 1 tjald, eru vinsamlega beðnir að skila þessu fljótlega, svo og bókum og leikritum, sem ég hef lánað. Helgi S.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.