Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 9

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 9
F A X I 41 Helgidagavaklir læknanna í apríl 1957: 6.—7. apríl, Bjarni Sigurðsson. 13.—14. apr,l, Björn Sigurðsson. 20.—21. apríl, Einar Astráðsson. 27.—28. apríl, Guðjón Klemenzson. Næturvaktir (mánudag til fiistudags). 1.—5. apríl, Björn Sigurðsson. 8.—12. apríl, Einar Astráðsson. 15.—19. apríl, Guðjón Klemenzson. 22.—26. apríl til 3. maí, Björn Sigurðsson. Húsbruni í Innri-Njarðvík. Þeir gerast nú all tíðir hér húsbrunarnir. I síðasta blaði var skýrt frá stórbruna í Kefla- vík, þegar fiskaðgerðarhús Hraðfrystihúss Keflavíkur brann til kaldra kola, en nú eru það hinsvegar brunafréttir úr Innri-Njarðvík, en aðfaranótt sunnudagsins 17. marz brann þar bifreiðaverkstæði Magnúsar Kristinssonar. Varð eldurinn fljótt svo magnaður, að við ekkert varð ráðið, þrátt fyrir ágæta fram- göngu slökkviliða Keflavíkur og flugvallarins, enda mun aðstaða þarna hafa verið mjög slæm, enginn brunahani á staðnum, en hins- vegar svo lágsjávað, að dæluslöngum varð ekki við komið þá leiðina. Var þá gripið til þess ráðs, að aka dælubílnum út á ísilagða tjörn, sem er þar rétt hjá, höggið gat á ísinn °g vatninu síðan dælt þaðan. Þrátt fyrir þessar aðgerðir tókst ekki að bjarga húsinu, en nærliggjandi hús voru varin. Brunnu þarna inni mikil verðmæti í ýmis- konar vélum og verkfærum hússins. Auk þess brunna þar inni 2 bifreiðar. Aðalfundur Ungmennafélags Keflavíkur var haldinn 10. marz í Ungmennafélagshús- inu. Fráfarandi formaður, Jóhann Bendikts- son, flutti skýrslu stjórnarinnar um starf- semina á liðnu ári og hefir það verið all fjölþætt. Á fundinum var kosin ný stjórn, sem er þannig skipuð: Höskuldur Goði Karls- son formaður, Guðfinnur Sigurvinsson gjald- keri og Margeir Sigurbjörnsson ritari. Með- stjórnendur: Vilhjálmur Þórhallsson og Þór- hallur Guðjónsson. Til fróðlciks og skemmtunar. Á fjárlögum landsins fyrir árið 1957 er ákveðið að verja 85 þúsundum króna til Hafnavegar og 40 þúsundum til Grindavíkur- vegar. En á sama tíma er veitt til nýrra vega * landinu í heild kr. 15.980.000,00 Til viðhalds a vegakerfi landsins er ætlað þetta sama ár, kr. 33 millj. Hve mikill hluti þess rennur til bjóðvega um Reykjanesskagann? Hafnarmannvirki. I fjárlögunum er gert ráð fyrir 150 þúsund krónum í Gerðavör, til hafnargerðar í Höfn- um kr. 150.000,00, til Járngerðarstaða í Grinda- vík kr. 200.000,00, Sandgerði er með 300 þús- und, Þorlákshöfn með 400 þúsund, Lands- höfn í Keflavík og Njarðvíkum kr. 300.000,00 og landshöfn á Rifi 600 þúsund krónur. Tekjur af Rykjavíkurflugvelli kr. 1,5 milljónir. Af Keflavíkurflugvelli kr. 8 milljónir. Af öll- um öðrum flugvöllum í landinu kr. 100 þús- undir. Barnastúkan Nýársstjarnan hélt ársfagnað sinn í Ungmennafélagshús- inu í Kefiavík á öskudag, þann 6. marz s.l. Var afmælishóf stúkunnar að vanda vel sótt, bæði af félögunum og gestum þeirra. Meðal skemmtiatriða var, að tvær ungar telpur lásu upp og nokkur ungmenni úr stúk- unni léku sjónleikinn Kennslustundin, eftir Ólaf Ö. Árnason. Stúkan er nú 53 ára. Ásgcir Th. Daníclsson látinn. A öðrum stað hér i blaðinu er minningar- grein um Ásgeir heitinn Daníelsson, sem um langt skeið hefir búið hér í Keflavík og starfað, en er nú látinn. I minningargrein þessari er sagt frá fæðingarhéraði Ásgeirs, foreldrum, uppeldi og ævistörfum, og mun ég því sleppa að ræða það nánar, en hins vegar tel ég skylt að geta, að Ásgeir heitinn var mjög félagslyndur maður og hugsjóna- ríkur. Eftir að hann flutti til Keflavíkur starfaði hann hér lengi innan góðtemplara- reglunnar, einnig var hann áhugasamur kaup- félagsmaður og sat um skeið í stjórn Kaup- félags Suðumesja. Innan beggja þessara vé- banda áttum við samleið og samstarf og er mér ljúft að votta, að allar tillögur hans einkenndust af lipurð, drengskap og bjart- sýni, enda var Ásgeir vinsæll og mönnum leið vel í návist hans. Já, Ásgeir Daníelsson er farinn burt af sviðinu og við þökkum honum allar skemmti- legu samvemstundirnar um leið og við segj- um með skáldinu. Far þú í friði. Friður guðs þig blessi. — Hafðu þökk fyrir allt og allt. II. Th. B. Heimsókn í Hafnarfjiirð. Þriðjudaginn 19. marz heimsótti stúkan Vík í Keflavík stúkuna Daníelsher í Hafnar- firði, en sá góði siður er fyrir löngu upp tekinn milli þessara vina- og grannstúkna, að skiptast á árlegum heimsóknum. Við þetta tækifæri og í tilefni af því, að st. Vík er nú 10 ára, færði st. Daníelsher henni forkunnar fagran fundarhamar að gjöf. Eru nöfn og númer beggja stúknanna grafin á hamarinn. Umboðsmaður st. Daníelsher og formaður móttökunefndarinnar, Kristinn Magnússon, flutti við þetta tækifæri afmælisræðu til st. Vík, en æ. t., Ólafur Jónsson, afhenti gjöf- ina. Æ. t. st. Vík, Hallgrímur Th. Björnsson, þakkaði hina höfðinglegu gjöf og glæsilegu móttökur. Tveir nýir bátar á sjó hér syðra. Þann 3. marz var 2 nýjum bátum hleypt hér af stokkunum. Er það Guðbjörg, GK 220, báturinn er smíðaður í Dráttarbraut Kefla- víkur, og Hrönn II., GK 241, en sá bátur er smíðaður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Teikn- ingu að báðum þessum bátum gerði Egill Þorfinnsson. Heimahöfn bátanna mun verða Sandgerði. Bæði skipin eru smíðuð úr eik, yfirbygging úr stáli, þeir eru báðir 57 tonn, búnir fullkomnustu siglingartækjum, með mjög vistlegt mannapláss, eru í káetu rúm fyrir 4, en auk þess er íbúð skipstjóra undir stjórnpalli. í lúkar er eldhúsið og matsalur- inn, en auk þess er þar rúm fyrir 6 menn. I Hrönn II. er 320 hestafla Buda dieselvél. Um smíði bátsins sá Óskar Guðmundsson, en Magnús Kristinsson og Jón Valdimarsson sáu um niðurstningu véla. Raflögn var gerð af Aðalsteini Gíslasyni. Hrönn er eign sam- nefnds félags í Sandgerði, en skipstjóri verður Kristinn Guðjónsson. í Guðbjörgu er Manner- heimvél, 280 hestöfl. Egill Þorfinnsson sá um smíði bátsins, en Ólafur Hannesson um niður- setningu véla. Karl Guðjónsson annaðist raf- lögn, en Guðni Magnússon málningu. Jón Ásmundsson sá um miðstöð skipsins. Hluta- félagið Arnar í Sandgerði er eigandi bátsins og verður Óli Jónsson skipstjóri. Vonandi verður hægt að birta myndir af þessum glæsi- legu skipum í næsta blaði. Rakarastofan flutt. Sigurður Guðlaugsson rakari hefir nú flutt rakarastofu sína, sem var til húsa á Suður- götu 4, upp á Skólaveg gegnt gagnfræðaskól- anum. Hefir Sigurður innréttað þar gamlan skúr og breytt honum í hina vistlegustu rakarastofu. Er þessi staður einkar hentugur fyrir þessa starfsemi, þar sem hann er svo að segja í miðjum bænum og er mitt á milli tveggja aðal umferðargatnanna, Hafnargöt- unnar og Suðurgötunnar. Reynslan af áfengisútsölunni á Akureyri í janúarmánuði 1957. Eins og kunnugt er, var útsala frá Áfengis- verzlun ríkisins opnuð á ný á Akureyri í byrjun janúarmánaðar, samkvæmt atkvæða- greiðslu, er fór fram meðal bæjarbúa seint í síðastliðnum nóvembermánuði. Utsölunni var lokað í þrjú ár. — Eftir skýrslu yfir- lögregluþjóns á Akureyri í blaðinu DEGI 13. febrúar voru 22 menn sektaðir fyrir ölvun á almannafæri i janúar 1957, en á sama tíma 1956 voru 8 sektaðir fyrir sama. Fjórir menn voru sviptir ökuleyfi fyrir ölvun í janúar 1957, en einn á sama tíma 1956. Vín- smygl komst einnig upp í janúar 1957. (Frá áfengisvarnarráði).

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.