Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 12

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 12
44 F A X I Stofnað Starfsmannafélag Keflavíkurbæjar. Stofnfundur Starfsmannafélags Keflavíkur- bæjar (S.T.K.B.) var haldinn í Sjálfstæðis- húsinu í Keflavík miðvikudaginn 20. marz 1957. Á fundinum mættu 17 starfsmenn, sem gegna föstu starfi í þjónustu Keflavíkur- bæjar, stofnana hans og fyrirtækja. Markmið félagsins er að vinna að bættum launa- og ráðningarkjörum meðlima sinna, jafnframt því sem það vill auka samhug og samstarf starfsmanna í öllum greinum. í stjórn félagsins voru kosnir: Björgvin Árnason formaður, Guðmundur Ingólfsson ritari og Ingveldur Þorsteinsdóttir gjaldkeri, en í varastjórn: Sigtryggur Arnason form., Hjalti Sigurðsson ritari og Sigurður Eyjólfs- son gjaldkeri. Endurskoðendur voru kosnir: Arnbjörn Ólafsson og Pétur Lárusson og til vara Skúli Oddleifsson. Saumanámskcið. Kaupfélag Suðurnesja hélt saumanámskeið fyrir félagskonur nú í febrúar og marz s.l. með svipuðu móti og undanfarin ár. Þátt- takendur voru 35 konur. Kennari var frú Kristjana Kristjánsdóttir úr Reykjavik. Saumaðar voru 289 flíkur, kjólar, draktir, barnafatnaður o. fl. Eins og að undanförnu greiddi kaupfélagið helming kostnaðar og gaf 10% afslátt af keyptum efnum í vefnaðar- vörubúð félagsins. Saumanámskeiðið var haldið í félagsheimili kvenfélagsins, Tjarnar- lundi. í lok námskeiðsins bauð kaupfélagið kon- unum til kaffidrykkju á sama stað. Mættu þar kaupfélagsstjóri og formaður félagsins, sem ávörpuðu konurnar. Auk þess tóku til máls frá Þórhildur Valdimarsdóttir, sem þakkaði forstöðukonu ágæta kennslu og færði henni, kaupfélagsstjóra og stjórn félags- ins, viðurkenningu fyrir ágætt námskeið. Frú Ásta Árnadóttir sýndi skuggamyndir úr sumarferðalagi félagskvenna á vegum kaupfélagsins að Bifröst í Borgarfirði og víðar að. Frú Fríða Sigurðsson las frumort gamankvæði tileinkað saumanámskeiðinu sem vakti mikla ánægju. Fyrir hönd kaupfélagsins sáu um nám- skeiðið þrjár felagskonur, þær frú Þórhildur Valdimarsdóttir, frú Ásta Árnadóttir og frú Sigurbjörg Pálsdóttir. Iíeilsuverndarfélag Keflavíkur og nágrennis hélt aðalfund sinn föstudaginn 29. marz í Tjarnarlundi. Mættir voru á fund- inum Sigurjón Danivalsson, fulltrúi Náttúru- lækningafélags Islands og Ulfur Ragnarsson læknir heilsuhælisins í Hveragerði. Fluttu þeir báðir erindi á fundinum. Stjórn félagsins var endurkosin, þ. e. a. s. form. Kristín Dani- valsdóttir, gjaldkeri Guðlaugur Sigurðsson og Þorgerður Einarsdóttir, en í stað Torfa Guðbrandssonar og Lóu Þorkelsdóttur, sem báðust undan endurkosningu, voru kosin: Hansína Kristjánsdóttir og Einar Ólafsson. Varastjórn var öll endurkosin, en hana skipa Pétur Lárusson, Helga Einarsdóttir og Geir Þórarinsson. Endurskoðendur eru Árni Jóns- son og Haraldur Magnússon. Eftir fundinn var öllum fundarmönnum og gestum þeirra boðið til tedrykkju, þar sem eingöngu voru á borðum náttúrulækninga- réttir framreiddir af félagskonunum sjálfum af hinum mesta myndarbrag. Ný og glæsileg sölubúð. Fyrir nokkru flutti verzlunin „Nonni og Bubbi“ í hið nýja og vandaða verzlunarhús sitt að Hringbraut 94 í Keflavik. Búðin er rúmgóð og búin öllum nýjustu verzlunartækjum. Þar eru seldar kjötvörur, nýlenduvörur, búsáhöld og vefnaðarvara. Eru þó allir vöruflokkarnir aðgreindir á smekk- legan hátt. Þykir þetta nýja og vistlega verzlunárhús á ýmsan hátt mjög til fyrir- myndar. I Gúmmístígvél há og lág Sjóstakkar — Sjóhattar Svjintur — Vettlingar Vinnuföt, margar gerðir Gúmmídúkur á stiga og ganga Plastdúkur á stiga og ganga Tarkettflísar á gólf Línóleum væntanlegur Plast á borð í metratali margir Iitir Ennfremur Allskonar lím KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Járn & skipavörudeild ><><><><><><><><><><><><><><><><><>^ Leikritið Kennslustundin eftir Ólaf Ö. Árnason var leikið i barna- stúkuafmælinu 6. marz 1957. Leikendur voru: Standandi frá vinstri: Sigríður Þórólfsdóttir, Eiríka Haraldsdóttir, Rut Lárusdóttir, Sigurveig Sæmundsdóttir og Guðlaug Jónína Sigtryggsdóttir. Sitjandi frá vinstri: Guðrún Eyjólfsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Guðfinna Arngrímsdóttir, Júliana Ólafsdóttir, Sveinbjöm Jónsson, Kjartan Sigtryggsson, Þórir Baldursson og Guðmundur Guðbjörnsson. Mæður athugið Faccófötin eru falleg ferm- ingarföt Faccó, Laugaveg 37 Reykjavík KEFLAVÍK - KEFLAVÍK Til fermingargjafa REIÐHJÓL, KVEN OG KARLA Kaupfélag Suðurnesja

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.