Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 15

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 15
F A X I 47 þriggja manna nefnd að semja reglugerð fyrir sjóðinn og mun hún væntanlega leggja hana fyrir þetta þing. Kvil{tnyndasýningar. Stjórnin hélt 4 kvikmyndasýningar fyrir yngri og eldri félaga á árinu. Voru sýndar kennslumyndir í knattspyrnu, kvikmynd frá Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu o. fl. Merkj í. B. K. Auglýst var eftir tillöguuppdrætti að merki fyrir I. B. K. Bárust nokkrir upp- drættir og liggja þeir frammi á þessum fundi, en æskilegt væri að ársþingið tæki einhverja ákvörðun í sambandi við þau. Iþróttahúsið. Það sem háði starfsemi bandalagsins hvað mest á s.l. starfsári var vöntun á húsnæði fyrir inniæfingar. Er það orðið aðkallandi mál fyrir Keflvíkinga að eign- ast sitt eigið íþróttahús og má raunar merkilegt heita, að það skuli ekki vera komið upp fyrir löngu síðan. Þurfa íþróttamenn hér í Keflavík að standa vel saman í þessu máli og hvetja viðkomandi aðila til að hraða framkvæmd- um sem mest svo hægt verði að taka 'þróttahúsið til notkunar næsta haust. Fœreyjaferð. Stjórnin skrifaði íþróttasambandi Fær- eyja um væntanlega íþróttaferð í. B. K. á s-l. hausti og hefur nú verið gengið frá ferðinni að mestu, en eftir er að ákveða hvenær farið verður og fá leyfi viðkom- andi aðila til fararinnar. Félagið B-36, sem er eitt sterkasta félagið í Færeyjum og hefur aðsetur í Þórshöfn, tekur á móti í- B. K. Foþaorð. Hér að framan hefur verið minnst lítil- |ega á það helzta, sem fráfarandi stjórn íþróttabandalags Keflavíkur hefur fjallað um á liðnu starfsári. Stjórnin væntir þess, að einhver árangur hafi orðið af störfum hennar. Stjórn í. B. K. skorar á alla ‘þróttamenn og íþróttaunnendur að taka höndum saman og vinna af dugnaði að eflingu íþrótta hér í Keflavík. Takmarkið er að fá sem flesta til að æfa íþróttir, því góð tómstundaiðja er gulli betri og íþróttir eru vafalaust sú tómstundaiðja, sem hæfir ®skunni bezt. ^ð lokum þakkar fráfarandi stjórn í. B. K. öllum þeim mörgu, sem á einn eða annan hátt hafa lagt málefnum Iþrótta- bandalags Keflavíkur lið á liðnu starfsári. í febrúar 1957. F. h. Iþróttabandalags Keflavíkur, Hafst. Guðtnundsson, form. Á eftir skýrslu stjórnarinnar las gjald- keri upp reikningana. Nokkrar umræður urðu á fundinum um ársskýrsluna og reikningana og var stjórninni þakkað vel unnið starf á fyrsta starfsári íþróttabandalagsins. M. a. samþykkta, sem gerðar voru á þinginu, voru áskoranir á bæjarstjórn Keflavíkur: 1. Að hraða framkvæmdum við íþrótta- húsið, sem mest, svo hægt verði að taka það til notkunar næsta haust. 2. Að hefja nú þegar undirbúning að byggingu búningsklefa með böðum við nýja íþróttavöllinn. 3. Að hefja ekki framkvæmdir á gamla Samkvæmt auglýsingu hér í blaðinu, er ákveðið að Guðmundur Einarsson frá Miðdal haldi sýningu í húsi Kvenfélags- ins í Keflavík. Verður hún opin páska- vikuna, hefst á skýrdag og líkur annan páskadag. Þetta er all stór sýning, um 60 olíu og vatnslitamyndir. Eru það bæði landslags- og þjóðlífsmyndir frá Islandi, Grænlandi, Lapplandi og Tíról. Einnig verða sýndar teikningar, raderingar og smærri högg- myndir eftir því sem húsrúm leyfir. I viðtali hefir listamaðurinn látið þess íþróttavellinum, í sambandi við skrúð- garð, sem þar á að koma, fyrr en frjáls- íþróttamenn hafa fengið annan völl til afnota. Á þinginu urðu miklar umræður um það, hvort I. B. K. ætti að gerast aðili að U. M. F. I. Voru menn ekki á eitt sáttir um það hvort slíkt væri heppilegt og var málinu að lokum vísað frá. Þá var á þinginu endanlega gengið frá stofnun slysasjóðs I. B. K. og samþykkt lög fyrir hann. Einnig var samþykkt merki fyrir bandalagið, sem Skúli Fjall- dal hafið teiknað. I héraðsdómstól I. B. K. voru endur- kosnir þeir Hermann Eiríksson, form, Tómas Tómasson og Ragnar Friðriksson. 1 stjórn I. B. K. fyrir næsta ár vóru eftirtaldir menn kosnir: Formaður: Hafsteinn Guðmundsson. Varaform.: Þórhallur Stígsson. Gjaldkeri: Heimir Stígsson. Ritari: Hörður Guðmundsson. Meðstj.: Skúli Fjalldal. getið, að hann hafi ákveðið að sýna í nokkrum stærri kaupstöðum landsins, því ekki hafi allir sem í fjarlægð búa, tæki- færi til að sækja sýningar í Reykjavík. Oft hafi heyrzt um það raddir, en því hafi lítið verið sinnt liingað til. Einnig telur hann æskilegt að unglingar noti tækifærið, enda hafi þeir ókeypis aðgang, og jafn- framt ættu foreldrar að taka börn á skóla- skyldualdri með á sýninguna. Sýningin verður opin frá 10—10 dag- lega, og skal fólki bent á, að bezt er að skoða málverkin við dagsbirtuna. Málverk eftir Guðmund frá Miðdal.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.