Faxi - 01.05.1957, Blaðsíða 1
FAXI
1
4.-5. tbl. XVII. ár \
APRÍL-MAÍ
1957
y
Útgefandi: l',
i Málfnndafélagið Faxi j!
**++*++^*+*^r+^***r+**^**-*^*+ir+*r^>+++**^*+^**r^^^**+*^^^*-*^*^*-.+.+*^r+*-**^*-*-*4^,*.4
L
Keflavík.
Lélegri vertíð senn lokið
Eins og meðfylgjandi aflaskýrsla ber
með sér, hefur vertíðin að þessu sinni
gengið mjög illa, hvað snertir aflabrögð á
líntibátunum. Hins vegar hafa gæftir yfir-
leitt verið góðar, eins og róðrafjöldi bát-
anna í skýrslunni sýnir. Reyndar má geta
þess, að nú hófst vertíð strax upp úr ára-
mótunum, eða þrem vikum fyrr en í fyrra.
En gæftir í janúar voru hins vegar stirðar,
þegar róið var út fyrir skaga, en aftur á
nióti reru þá margir með ýsulóð.
Loðnuveiði til beitti hófst um mánaða-
mótin febrúar—marz og hélzt fram untlir
páska. Lítill sem enginn munur varð á
aflabrögðum bátanna meðan loðnunni var
beitt, — svipuð aflatregða mátti segja að
héldist út alla vertiðina, að undanskildum
örfáum róðrum, sem afli var lítið eitt
betri.
Inflúenzufaraldur gekk ekki á þessari
vertíð, eins og oft hefur verið að undan-
förnu, svo að ekki tafði það veiðarnar að
þessu sinni. Það, sem hér hefur vcrið sagt
um aflabrögð á línubáta, gildir um allar
verstöðvarnar á Suðvesturlandi, sem
stunda línuveiðar. Þó mun þetta vera
einna skárst í Sandgerði.
Þorskveiðar í net gengu hins vegar mun
betur, en sú veiðiaðferð er einna mest
stunduð frá Vestmannaeyjum, Grindavík,
Hafnarfirði og Rcykjavík, auk nokkurra
annarra smærri verstöðva og einnig af ör-
fáum bátum úr Keflavík og Akranesi. En
netaveiði hefur aukizt á undanförnum ár-
um í þessum verstöðvum og má í því sam-
bandi benda á betri veiðarfæri, þar scm
nylon netin eru.
Vertíð cr nú að ljúka í flestum vcrstöðv-
um hér sunnanlands, og hætta ýmsir bátar
nokkru fyrr, vegna aflatregðunnar, t. d.
hættu sumir aðkomubátar strax upp úr
páskunum.
Magnús Bergmann.
Einar Guðmundsson.
Nú hafa ýmsir bátar hafið síldveiðar
með góðum árangri suma dagana. Er ó-
venjulegt að bátar hefji síldveiðar svo
snemma árs, en hins yegar er nauðsynlegt
að geta nýtt þessa veiði, þegar hún gefst,
svo að fleiri bátum gefist kostur á að
stunda hana og geti selt afla sinn við sæmi-
legu verði. Sú síld, sem nú hefur veiðst, er
fryst til útflutnings, en hér er aðeins um
lítið og óverulegt magn að ræða.
Eftirfarandi samanburður sýnir afla-
brögð þriggja síðustu vertíða í Keflavík,
miðað við apríllok hvert ár. Ber saman-
burðurinn það með sér, að útkoman núna
á þessari vertíð er tæpum tveim lestum
verri að meðaltili í hverjum róðri og fer
afkoma bátanna vitanlega eftir því. Eins
og aflaskýrslan ber með sér, eru bátarnir
Kópur og Hilmir aflahæstir, en þar sem
róðrum var ekki lokið, þegar blaðið fór í
prentun, verða lokatölur þar um að biða
næsta blaðs, en hins vegar þótti rétt og
skylt, að birta hér myndir af skipstjórum
þessara aflahæstu báta Kcflavíkurflotans,
scm báðir cru þekktir aflakóngar.
Yfirlit um róðrafjölda og aflamagn þeirra
báta, sem róið hafa frá Keflavík með línu
vertíðirnar 1955, 1956 og 1957.
Yfirlitið miðast við tímabilið frá ára-
mótum til aprílloka ár hvert.
Vertíðin 1955.
Þá reru 38 bátar með línu og öfluðu
samtals 20805 lestir í 2993 róðrtim.
Meðalafli á bát var þá 547,5 lestir.
Meðalafli í róðri var þá 6951 kg.
Vertíðin 1956.
Þá reru 44 bátar með línu og öfluðu
samtals 17507 lestir í 2688 róðrum.
Meðalafli á bát var 397,9 lestir.
Meðalafli í róðri 6513 kg.
Vertíðin 1957.
Þá reru 46 bátar með línu og öfluðu
samtals 14639 lestir í 3070 róðrum.
Meðalafli á bát 318,2 lestir.
Meðalafli í róðri 4768 kg.