Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1957, Blaðsíða 7

Faxi - 01.05.1957, Blaðsíða 7
F A X I 55 Nætur- og helgidagalæknir í Keflavíkur- héraði niaí—júní 1957: 29. apríl til 3. maí Björn Sigurðsson. 4. til 5. maí Bjarni Sigurðsson. 6. til 10. maí Einar Ástráðsson. 11. til 12. maí Björn Sigurðsson. 13. til 17. maí Guðjón Klemenzson. 38. til 19. maí Einar Ástráðsson. 20. til 24. mai Bjarni Sigurðsson. 25. til 26. maí Guðjón Klemenzson. 27. til 31. maí Björn Sigurðsson. 1. til 2. júní Bjarni Sigurðsson. 3. til 7. júní Einar Ástráðsson. 8. til 9. júní Björn Sigurðsson. 10. til 14. júní Guðjón Klemenzson. 15. til 16: júní Einar Ástráðsson. 17. til 21. júní Bjarni Sigurðsson. 22. til 23. júní Guðjón Klemenzson. 24. til 28. júní Björn Sigurðsson. 29. til 30. júní Bjarni Sigurðsson. Maður hrapar til liana. Það hörmulega slys vildi til 8. maí, að ung- ur verzlunarmaður, Kristinn Ágúst Sverris- son, féll fram af Hólmsbergi og beið bana. Maður, sem með honum var þarna á berginu, náði strax til læknis og var Kristinn með lífs- niarki, er komið var að honum, en andaðist skömmu síðar á sjúkrahúsinu í Keflavík. Afengisvarnanefnd Kcflavíkur. Pyrsta maí hélt áfengisvarnanefnd Kefla- víkur fund á heimili Guðna Magnússonar, en hann gegnir formannsstörfum í fjarveru sóknarprestsins, sr. Björns Jónssonar, sem nú dvelur við nám í Þýzkalandi. Meðal annars, sem fundurinn samþykkti, var eftirfarandi á- skorun til bæjarstjórnar Keflavíkur: Fundur haldinn í áfengisvarnanefnd Kefla- víkur 1. maí 1957, lítur svo á, að ástandið í áfengismálum bæjarins sé þannig, að brýn og aðkallandi þörf sé á því, að eitthvað verði gert til að beina huga unglinga að heilbrigð- um viðfangsefnum og forða þeim frá glap- stigum. Telur nefndin að tómstundaheimili gæti komið hér að verulegum notum og skor- ar á bæjarstjórn að beita sér fyrir samtökum um framkvæmd þess. I síðasta blaði Faxa í nafnalista yfir fermingarbörn í Keflavík brengluðust nöfn tveggja drengjanna og leið- réttist það hér. Eru viðkomandi beðnir vel- virðingar á þessu óhappi. Nöfn drengjanna eru: Brynjar Hansson, Hringbraut 92A, Kefla- vík og Eðvald Bóason, Brekkustíg 23, Y. N. Sýning Guðmundar frá Miðdal í Keflavík. I síðasta Faxa auglýsti Guðmundur frá Miðdal, að hann mundi efna til málverka- og höggmyndasýningar í Keflavík um páskana. Hefur Guðmundur að undanfömu sýnt á ýmsum stöðum utan Heykjavíkur og alls staðar fengið beztu viðtökur. Hyggst hann halda slíkum sýningarháttum áfram, enda sé það skoðun sín, að listamönnum beri sið- ferðileg skylda til að gefa fólki úti á lands- byggðinni tækifæri til móts við Reykvíkinga til þess að koma á listsýningar og njóta þess, sem þar er að sjá. Sýning Guðmundar hér í Keflavík, sem var í hinu vistlega húsi Kven- félagsins, Tjarnarlundi, var í alla staði hin á- nægjulegasta, enda mjög vel sótt, bæði af ungum og gömlum. Nokkrar myndir munu hafa selzt á sýningunni. „Afi minn, sem ýtti úr vör.“ Þetta er fyrirsögn á litlu ljóði eftir Kristin Pétursson, en Guðmundur Norðdahl hefur samið lag við ljóðið, er síðan hefur verið snoturlega gefið út í bókarformi. Þykir Faxa þetta nokkrum tíðindum sæta, þar sem slík bók mun hér aldrei áður hafa verið út gefin. Mun ljóð og lag vera eitt af verkefnum Karlakórs Keflavíkur á söngskrá vorsins og má því vænta, að ýmsir áhugamenn kórsins vilji kynna sér þetta nánar, áður en sjálf söngbylgjan nær þeim. Ljóðið er prentað á öðrum stað hér í blaðinu. 17. júní. Sú hugmynd hefur skotið upp koliinum í sambandi við væntanleg 17. júní hátíðahöld, hvort ekki sé skynsamlegt að breyta til og hafa nú ræðupallinn á flötinni fyrir neðan brekkuna, t. d. þar sem pallurinn var hafður hér um árið, þegar tekið var á móti forsetan- um, í stað þess að hafa hann uppi á brekku- brún, eins og verið hefur að undanförnu. Fyrir fólkið, sem ýmist situr eða stendur í brekkunni á meðan á ræðuhöldunum stend- ur, er áreiðanlega miklu auðveldara að fylgjast með því, sem fram fer fyrir neðan brekkuna, heidur en ef það er uppi í brekk- unni. Brekkan verkar þá eins og upphækkun, sæti í samkomuhúsi, sem mjög er talið vera til bóta, eigi samkomugestir að njóta þess, sem fram fer á sviðinu. Þetta ættu allir að skilja, ef þeir hugleiða það nánar, og eru það því eindregin tilmæli til 17. júní nefndarinn- ar, að hún taki þetta til vinsamlegrar athug- unar, þegar hún nú á næstunni sezt á rökstól- ana og skipuleggur daginn. Drengjahlaup U.M.F.K. Sú nýbreytni var tekin upp nú í vor, að Ungmennafélag Keflavíkur efndi til drengja- hlaups á skírdag. Er þetta hlaup hugsað sem nokkurs konar prófraun á piltana hér í Keflavík og nágrenni, til þess að fá úr því skorið, hverjir séu líklegir til þess að taka þátt í drengjahlaupi Ármanns. Að þessu sinni voru 11 þátttakendur frá U.M.F.K., K. F.K. og Víði í Garði. Sigurvegari í hlaupinu varð Agnar Sigurvinsson, U.M.F.K., 2. varð Ólafur Jónsson, U.M.F.K., 3. Stefán Ólafsson, K.F.K., 4. Einar Erlendsson, U.M.F.K. og 5. Hólmbert Friðjónsson, U.M.F.K. Keppt var um 2 bikara. Annan þeirra gaf Þórhallur Guðjónsson og skal það félag, er sigrar í 3 manna sveitakeppni, hljóta hann. Að þessu sinni hlaut U.M.F.K. bikarinn. Hinn bikar- inn gaf Hörður Guðmundsson og skal sá hlaupari, sem fyrstur kemur í mark, hljóta hann. Að þessu sinni varð Agnar Sigurvins- son sigurvegarinn. Báðir þessir bikarar eru farandgripir og er því ekki hægt að vinna þá til eignar. 100 börn sýna sund í Kcflavík. Sl. sunnudag fór fram í Keflavík merkileg sundsýning, sem efnt var til í tilefni af 100 ára afmæli íþrótta í skólum. Voru það ein- göngu börn og unglingar úr barna- og gagn- fræðaskólum, sem sýndu. Voru þar sundsýn- ingar, sundkeppni og boðsund, og voru þar viðstaddir forustumenn skólamála í Kefla- vík ásamt fjölda áhorfenda, sem gerðu góðan róm að sýningunni i heild. Sundfólk frá Keflavík hefur oft vakið á sér mikla athygli og geta má þess að kvennasundsveit úr Gagnfræðaskóla Keflavíkur vann í vetur til eignar tvo boðsundsbikara, sem keppt er um á skólamótum í Reykjavík og nági'enni. Bæjarstjórn Kcflavíkur kaus þann 7. þ. m. nefnd í elliheimilismál- ið. I nefndina voru kosin: Jón Guðbrandsson formaður, frú Sesselja Magnúsdóttir, frú Vil- borg Ámundadóttir og frú Sigríður Ingi- mundardóttir. Nefndin mun hafa á liendi umsjón og framkvæmdir varðandi elliheim- ilið, sjá um fjáröflun og fleira, sem kemur til með að heyra undir þessi mál. Sjómannadaginn ber að þessu sinni upp á 2. júní og verður hann hátíðlegur haldinn með líkum hætti og undanfarin ár. Á öðrum stað hér í blaðinu er auglýsing frá hátíðanefnd Sjómannadagsins, þar sem minnt er á daginn og fólk hvatt til þess að fjölmenna til hátíðahaldanna og sam- fagna með sjómönnunum, sem þessi dagur er helgaður. Vor Sólgull fær hún fjallamærin fríð og kær, sem drottinn gaf. Litum skærum býst nú bærinn, blikar særinn út í haf. Burtu rólar nöpur njóla, norðurpólinn kalda flýr. Upp við hólinn fögur fjóla faðmi sólu móti snýr. Gróðri skrýðist grundin fríða, gjöful býður nægta föng. Fuglar líða um loftið víða, leika blíðan gleðisöng. Ágúst Pétursson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.