Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1957, Blaðsíða 10

Faxi - 01.05.1957, Blaðsíða 10
58 F A X I Keflvíkingar! — Suðurnesjamenn! Sjómannadaginn ber að þessu sinni upp á 2. júní og verða hátíðahöld með svipuðu móti og verið hefir undanfarin ár. Vegna þess, hve enn er langt til sjómannadagsins, þegar blaðið fer í prentun, er ekki hægt að segja frá tilhögun hátíða- haldanna, en hinsvegar býst nefndin við að þau verði með svip- uðu móti og verið hefir að undanförnu. Eru Keflvíkingar og aðrir Suðurnesjamenn, sem áhuga hafa fyrir málefnum sjó- manna, áminntir um að fjölmenna til hátíðahaldanna 2. júní og veita athygli nánari auglýsingum varðandi sjómannadaginn, bæði í útvarpinu og á götum bæjarins. Heiðrum sjómennina með f jöldaþátttöku í hátíðahöldum þeirra. — Látum sjómannadaginn 2. júní vera með miklum glœsibrag. Tilkynning frá skrifstofu Keflavíkurbæjar Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Keflavíkur ber útsvarsgreið- endum í Keflavík að greiða upp í útsvör þessa árs sem svarar 50% af útsvari fyrra árs, á gjalddögunum 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, sem næst 12,5% hverju sinni. Bœjargjaldkerinn TILKYNNING frá skrifstofu Keflavíkurbæjar Atvinnurekendur í Keflavík eru minntir á lagalega skyldu þeirra til þess að halda eftir af kaupi starfsmanna sinna upp í ógreidd útsvör. Bœjargjaldkerinn

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.