Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 1

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 1
FAXI 6. tbl. XVII. ár JÚNÍ i 1957 Útgefandi: Málfundafélagið Faxi Keflavík. Hátíðahöld sjómannadagsins í Keflavík Sjómannadagurinn í Keflavík. Skrúðgangan hefst frá barnaskólanum og gengur Lúðrasveit Keflavíkur í fararbroddi. Ljósm. T. T. Hátíðahöldin hófust kl. 13.15 við barna- skólann með því að Lúðrasveit Keflavík- ur lék nokkur lög undir stjórn Guð- tnundar Nordahl. Klukkan 13.30 flutti Karvel Ogmundsson stutt ávarp, en að því loknu var gengið undir fánum með luðrasveitina í fararbroddi niður að höfn, þar sem aðalhátíðahöldin fóru fram. Athöfnin þar hófst með guðsþjónustu, er sr. Guðmundur Guðmundusson prestur á Htskálum flutti. Lúðrasveitin, karlakór- 'un og kirkjukórinn aðstoðuðu við mess- Una. Þá var lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins í Keflavíkurkirkju- garði. Klukkan 15 hófust íþróttir dagsins með róðrakeppni. Tvær sveitir kepptu, önnur úr Njarðvíkum hin úr Keflavík. Sveit Njarðvíkinga sigraði. Ennfremur kepptu 2 sveitir drengja, einnig úr Keflavík og Njarðvíkum, og sigruðu Njarðvíkingar þar líka. Þá syntu þeir Björgvin Hilmars- son og Björn Jóhannsson stakkasund og sigraði Björgvin þessa keppni. Þess má geta hér, að þessir sömu menn syntu einnig fyrr um daginn stakkasund og björgunarsund í Reykjavík og voru þar líka einu þátttakendurnir. Björgvin sigr- aði þar einnig. Þá var, undir stjórn Hallgríms Sigurðs- sonar, sýnd raunhæf notkun gúmm björgunarbáta, þar sem 8 menn fóru í sjóinn og björguðu sér í gúmmbátinn sem fleygt hafði verið í sjóinn og látinn blása sig upp, eins og þetta á að fram- kvæmast í raunverulegum sjávarháska. Klukkan 17.30 hófst knattspyrnukeppni á íþróttavellinum milli skipstjóra og vél- stjóra. Vélstjórar sigruðu: 2:0. Milli hálf- leikja fór fram stakkaboðhlaup, 3 sveitir kepptu. Sveit Björns Jóhanrtssonar sigr- aði. Dansleikir hófust í öllum samkomuhús- um kl. 22. — Kl. 22.30 fór fram verð- launaafhending í samkomuhúsi Njarð- víkur. Róðrarbikar gefinn af hinni gömlu og sigursælu róðrarsveit Njarðvíkinga. — Knattspyrnubikar, gefinn af Kaupfélagi Suðurnesja. — Stakkasundsbikar, gefinn af formönnum árið 1933. Stakkaboð- hlaupsbikar (nýr bikar) gefinn af Sölva- búð og afreksbikar gefinn af Olíusamlagi Keflavíkur. Ennfremur hlutu allir sigur- vegarar dagsins silfurpening sjómanna- dagisn. Kvennadeild Slysavarnafélags Is- lands í Keflavík hafði kaffisölu allan dag- inn í húsakynnum Aðalstöðvarinnar í Keflavík. Hátíðahöld þessi þóttu takast mjög vel, enda voru þau fjölsótt. Sjómannadagsráð er skipað eftirtöldum mönnum :Ólafur Björnsson formaður, Sigurður R. Guðmundsson gjaldkeri, Arni Þorsteinsson og Albert Bjarnason. Auk þessara manna kýs hvert félag 3 menn hvert ár, til þess að starfa að undirbúningi hátíðahaldanna.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.