Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 4

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 4
64 F A X I FRÁSKÓLUNUM Frá Gagnfrccðas/{ólanu?n í Keflaví/{. Skólanum var slitið í kirkjunni 31. maí. Athöfnin hófst með því, að séra Guð- mundur Guðmundsson á Utskálum las ritningargrein og mælti nokkur orð. Þá tók til máls skólastjórinn, Rögnvaldur J. Sæmundsson, og afhenti nemendum ein- kunnabækur og prófskírteini. 196 nemendur voru skráðir í skólann í vetur. 193 komu til prófs, 2 luku ekki prófi vegna veikinda. Hæstu einkunn í 1. bekk hlaut Unnur Berglind Péturs- dóttir 1. A., ágætiseinkunn, 9,2, og er það hæsta einkunn skólans og jafnframt hæsta einkunn, sem tekin hefur verið við skól- ann frá upphafi. Næst varð Sigríður Jóna Arnadóttir 1. A. einnig með ágætisein- kunn, 9,21. 66 nemendur gengu undir unglingapróf. Hæstur varð Eiríkur Ragnarsson, 2. A., með ágætiseinkunn, 9,15. Næstur varð Stefán Bergmann, 2. A., einnig með ágætiseinkunn, 9,12. I 3ja bekk voru 35 nemendur. Þar af tóku 13 landspróf miðskóla, en 22 árs- próf 3ja bekkjar. A ársprófi 3ja bekkjar varð Lydia Egilsdóttir hæst með 8,35. Magnús Sigtryggsson varð næstur með 7,92. 12 nemendur tóku gagnfræðapróf. Mar- grét Jakobsdóttir varð hæst með 8,32. Olafur Sigurðsson varð næstur með 8,15. Við skólauppsögn færðu hinir nýútskrif- uðu gagnfræðingar skólanum hnattlíkan að gjöf. Athöfninni lauk með því að sungið var „Island Ögrum skorið“. Þann 27. maí fóru 2. og 4. bekkingar í 4 daga ferðalag norður til Akureyrar og hrepptu hið bezta veður. Fararstjórar voru kenn- ararnir Ingólfur Halldórsson og Her- mann Guðmundsson. I síðasta tbl. Faxa var birt skýrsla frá barnaskóla Keflavíkur, samkv. gamalli, rótgróinni venju hér í blaðinu. En þar sem nú í vor var í fyrsta sinn tekinn upp sá háttur, að prófa ekki vorskólabörnin, 1. og 2. bekkinga, fyrr en í maílok, er þau hætta í skólanum, birtist hér skrá yfir nöfn þeirra og einkunnir, sem urðu hæst við skólaslit. I 2. b. A Guðbjörg Zakaríasdóttir 7,20 í 2. b. B Bjarnfríður J. Jónsdóttir 5,87 I 2. b. C Hörður Ragnarsson 5,70 í 2. b. D Anna Guðmundsdóttir . 4,23 í 1. b. A Bára Benediktsdóttir......8,3 í 1. b. B Valgerður Pálsdóttir ..... 7,2 í 1. b. C Jóhann Helgason .......... 5,8 I 1. b. D Sigrún Herman ............ 5,5 I 1. b. E Jakobína B. Jónsdóttir 5,2 Frá Barnas/{óla Njaröví/gur. Skólanum var sagt upp 1. maí s.l. Nám í skó'anum stunduðu í vetur 136 nem- endur, sem skiptust í sjö deildir. Fastir kennarar voru fjórir. Barnaprófi luku 16 nemendur, en ársprófi 117. Eftirtaldir nemendur hlutu hæstu ein- kunn í sinni deild: 1 6. b. Orvar Sigurðsson ........... 9,25 í 5. b. Edda Norðdahl .............. 9,19 I 4. b. Jóhann Jóhannsson .......... 7,60 í 3. b. Auðbjörg Guðjónsdóttir . 7,60 í 2. b. Kolbrún Árnadóttir 6,63 I l.A Gíslína L. Kristinsdóttir . ... 4,23 í l.B Þórður Andrésson ............ 4,37 Heilsufar var yfirleitt gott í skólanum á árinu. Þrísetja varð í skólann, að nokkru leyti sakir þrengsla. Nú er í smíðum við- bótar bygging við skólann, sem verður allmiklu stærri en gamli hlutinn. I þeirri byggingu verða sex almennar kenns'u- stofur fyrir utan handavinnustofur drengja og stúlkna. Standa vonir til að hægt verði að taka einhvern hluta nýja skólans í notkun á næsta bausti. Mun Faxi þá væntanlega skýra nánar frá gerð hússins og stærð. Sigurbjörn Ketilsson. Frá Sandgerði. Barna- og unglingaskólanum í Sand- gerði var slitið sunnudaginn 28. apríl. Á eftir var sýning á handavinnumun- um nemenda. Kennsla hófst eins og venjulega 15. sept. og lauk 14. maí. I barnaskólanum voru í vetur 116 nem- endur í 6 bekkjum og 10 í unglingadeild. Hæstu einkunnir á vorprófi hlutu: Við barnapróf, Loftur Þorsteinsson, Sandg., 8,0. Við unglingapróf, Margrét Bergsdóttir, Bæjarskerjum, 7,77. Hæstu einkunn yfir skólann hlaut Ið- unn Gísladóttir, Hvalsnesi, úr 1. deild unglingaskólans, 8,51. Bókarverðlaun þau, sem kvenfélag staðarins veitir árlega þeim nemanda, sem tekið hefur mestum framförum frá vetr- inum áður, hlaut Guðmundur Jóelsson Sandg. úr II. bekk barnaskólans. Hann hafði hækkað sig í aðaleinkunn yfir vetur- inn um 3,5. Nemendur skólans fóru 1 fræðslu- og skemmtiferð til Rvíkur. Nemendur I.—IV. bekkjar skoðuðu Náttúrugripasafnið og horfðu síðan á teiknimyndasyrpu í einu kvikmyndahúsi bæjarins. Nemendur ung- lingaskólans og tveggja efstu bekkja barnaskólans skoðuðu Þjóðminja- og vax- myndasafnið. Um kvöldið var farið í Þjóð- leikhúsði og horft á Tehús ágústmánans. Stúlkur úr unglingaskólanum háðu 1 kapleik í handknattleik við stúlkur úr unglingadeild Gerðaskóla, sem liktaði með sigri Gerðastúlkna. Heilsufar nemenda var gott í vetur. I sumar verða hafnar framkvæmdir við fyrirhugaða viðbyggingu skólahússins þar sem samþykkt er í síðustu fjárlögum fjár- veiting til byggingarinnar. Viðbygging þessi er orðin mjög aðkall- andi, bæði vegna sívaxandi nemenda- fjölda og versnandi aðstöðu við leikfimi- •'n- handavinnukennslu, en kennsla í þess- um námsgreinum ltefur farið fram í leiguhúsnæði undanfarna vetur vegna þrengsla. Kennarar við skólann í vetur voru: Aðalsteinn Teitsson skólastjóri og Ingi Bergmann kennari eins og áður. I staðinn fyrir kennarana Þorbjörgu Bergþórsdóttur og Tómas Jónsson, komu kennararnir Jóna Jónsdóttir og Oddur Sveinbjörnsson. I byrjun febrúar hóf Olafur Markússon kennslu við skólann. Á miðjum vetri var höggið stórt og til- finnanlegt skarð í kennaralið skólans er skólastjóri hans, Aðalsteinn Teitsson, féll frá. Aðalsteinn heitinn hafði gegnt skóla- stjórn skólans í Sandgerði frá því 1946. eða á 11. ár, en að baki sér átti hann á 3. tug ára, sem kennari og skólastjóri. Auk þess, sem Aðalsteinn stundaði kennslu sína af samvizkusemi og alúð og stjórnaði skóla sínum af festu og reglu- semi, hafði hann á hendi ýmis ábyrgðar- störf fyrir hreppsfélagið, félög og fyrir- tæki staðarins. Með fráfalli Aðalsteins Teitssonar er því ekki aðeins höggið stórt og tilfinnan- legt skarð í skólamól Sandgerðis, heldur og félagsmál staðarins. Skarð sem seint mun verða fyllt að fullnustu. S/{ólastjóri. Frá Gerðas/{óla. Gerðaskóla í Garði var slitið sunnudag- inn 28. apríl s.l. BarnaskóHnn starfaði í 5 bekkjum og

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.