Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 5

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 5
F A X I 65 MINNINGARORÐ: Þorlákur Eyjólfsson frá Gerðakoti unglingaskólinn í 2. Nemendur voru 115. Fastir kennarar eru nú 4. Auk þess kenna 2 stundakennarar við skólann. Heilsufar var gott á vetrinum. Við skólaslitin mættu fulltrúar frá Rótaryklúbb Keflavíkur og afhentu þeir verðlaun efsta nemanda hvers bekkjar barnaskólans. Skólaslitadaginn höfðu nemendur sýn- ingu á um 400 munum, sem höfðu verið unnir í handavinnu um veturinn og fyllti það hinar þrjár kennslustofur skólans. A vetrinum fóru nemendur skólans f tvær hópferðir til Reykjavíkur í fylgd kennara sinna. Heimsótt voru söfn. Einnig fóru nemendur unglingaskólans á starfs- fræðsludaginn og ræddu við hina ýmsu fulltrúa um starfsval og fleira. Annan páskadag héldu nemendur al- menna skemmtun skólans á vetrinum. Ingvar Ingólfsson íþróttakennari flutti erindi: „Skólaíþróttir 100 ára.“ Þá hófst fimleikasýning pilta og stúlkna undir ágætri stjórn íþróttakennarans. Einnig voru sýndir Vikivakar og þjóðdansar. Vakti skemmtun þessi mikla hrifningu gesta. Agóði rann allur í ferðasjóð nem- enda. 11. og 12. maí fóru svo nemendur ung- lingaskólans í ferðalag undir leiðsögn kennara sinna. Heimsóttir voru sögu- og merkisstaðir austursveita og gist að Laugarvatni. Ferðalaginu lauk svo með því, að nemendur fóru í Þjóðleikhúsið og sáu leikritið Dr. Knock Þessi börn hlutu hæstar einkunnir í hverjum hekk á vorprófi: Barnas/{ólinn: Ingimundur Guðnason ............ 1. bekk Róbert Magnússon ............... 2. bekk Ragnheiður Hjálmarsdóttir 3. bekk Guðlaug Helga Eggertsdóttir 4. bekk Júlíus Gestsson ................ 5. bekk U nglingas\ólin n: Sofffa G. Ólafsdóttir .......... 1. bekk Þorsteinn Arni Gíslason 2. bekk Garði, 18. maí 1957. Þorsteinn Gíslason. Frá Grindaví/{ursJ{óla. Barna og unglingaskóla Grindavíkur var sagt upp 15. maí. I barnaskólanum voru 80 nemendur og luku 13 barnaprófi. I unglingaskólanum (tveir aldursflokk- ar) voru 13 nemendur og luku 5 unglinga- prófi. Hæstu einkunn, 8,6 hlaut Sædís E. Guðmundsdóttir Sjólist. Á skírdagsmorgun, 18. apr. s.l. andað- ist að heimili sínu, Hafnargötu 74, einn af eldri borgurum Keflavfkur, Þorlákur Eyj- ólfsson frá Gerðakoti, en við þann bæ var Þorlákur jafnan kenndur. Þorlákur var fæddur að Efri Steinsmýri, Leiðvallarhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu 23. des. 1885. Foreldrar hans voru Eyjólf- ur Eiríksson, bóndi að Efri Steinsmýri og Þorbjörg Hinriksdóttir kona hans. Voru þau bæði Skaftfellingar að ætt. Móðir Þor- láks andaðist skömmu eftir fæðingu hans, en Eyjólfur bjó þó áfram að Efri Steins- mýri þar til Þorlákur var 5 ára gamall. En þá fluttist faðir hans með yngstu syni sína, Guðlaug og Þorlák, til Austfjarða og sett- ist að á Reyðarfirði. Bróðir hans, Guðlaug- ur S. Eyjólfsson smiður, er nú búsettur í Keflavík, að Vatnsnesvegi 36. Þar ólst Þorlákur upp við algeng störf til sjávar og sveitar, sem hann varð snemma að taka þátt í eins og þá var venja. Bar snemma á þreki Þorláks og á- huga til starfa, skyldurækni hans og sam- vizkusemi. Sjómennskan varð nú aðalstarf Þorláks, þegar hann hafði aldur og þroska til, og frá 19 ára aldri stundaði hann sjóróðra á Suðurnesjum á vetrum, en heima á Reyð- arfirði á sumrum, oftast þá með bróður sínum Guðlaugi, er áður er getið. Á árun- um 1907—1909 voru þeir saman á vélbáti, er Gauðlaugur átti, en eftir það flytzt Þor- lákur alfarinn til Suðurnesja. Heiðursverðlaun úr Sæmundarsjóði fyrir beztan námsárangur í hópi 13 ára barna hlutu Olína R. Ragnarsdóttir Búðum, einkunn 8,9 og Alma Þorvarðardóttir, einkunn 7,8. Handavinnuverðlaun Kvenfélagsins hlaut Ásta Karlsdóttir Ási með 8,2 í handavinnu. Heilsufar nemenda var yfirleitt gott og skólasókn nemenda góð. Ákveðið er að sundnám skólabarnanna byrji um mánaðamótin maí og júní í Sundhöll Keflavíkur og verður nemend- um ekið daglega á milli. Einar Kr. Einarsson. Þorlákur Eyjólfsson. Árið 1910 giftist hann Vilhelmínu Árnadóttur, Eiríkssonar, er þá bjó í Gerðakoti á Miðnesi. Þau byrjuðu búskap á Móum á Miðnesi, og bjuggu þar til 1919 að þau flytja að Gerðakoti, þar sem þau svo bjuggu til 1941, að Vilhelmína andað- ist. Skömmu síðar fluttist Þorlákur til Keflavíkur og átti þar heima síðan. I Keflavík kynntist hann Margréti Torfa- dóttur og bjuggu þau saman síðustu 14— 15 árin. Á meðan Þorlákur bjó í Gerðakoti stundaði hann sjóinn jafnhliða búskapn- um, en eftir að hann flutti til Keflavíkur vann hann algenga verkamannavinnu, eftir því sem til féllst. Þorlákur var höfðingi heim að sækja og var viðbrugðið gestrisni þeirra Gerða- kotshjónanna, get ég þar um borið af eig- in reynd. Eg kynntist Þorláki meðan hann ennþá bjó í Gerðakoti, en þó einkum eftir að hann fluttist til Keflavíkur. Hvar og hve- nær sem Þorlákur hittist var hann glaður og gamansamur og flutti með sér gleði og yl. En gleði hans var græskulaus og á bak við bjó greindur og traustur maður, sem hvergi mátti vamm sitt vita. Þorlákur gerðist félagi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur skömmu eftir að hann fluttist til Keflavíkur og var jafn an traustur félagi, sem fylgdist með störf-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.