Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 7

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 7
F A X I 67 Þann 15. marz 1957 eru nokkrir nem- endur úr skólum Keflavíkur samankomn- <r ásamt einum kennara sínum á hæstu hæð bæjarins. Það er fagurt veður, sólin skín í almætti, himinn og haf leggjast á eitt með að gera sinn bláma að tærum og fögrum lit. Fjallahringurinn fagri allt frá Snæfellsjökli að því felli, er bráðum mun jafnað við jörðu, Stapafelli, blasir við sjón- um okkar fannhvítur og minnir okkur á hið mikla veldi vetrar konungs. Við, sem saman erum komin á Vatnstankshæðinni, erum með íþróttaáhöld, sem eru óalgeng hér í sveit, skíði eða „andra“ eins og for- feður okkar kölluðu þessi áhöld. Já, við höfum hugsað okkur að gerast þátttak- endur í landsgöngunni svonefndu. Mark er reist, tvær sperrur fengnar að láni í næsta fiskhjalli, á millum þeirra fjórir stafir strengdir, úr þeirn má lesa orðið mark. Þriðja sperran er sótt, stór og falleg, 'slenzki fáninn er dreginn að hún. Spurningar vakna. A enginn að halda ræðu eins og á Isafirði? A engin lúðra- sveit að leika eins og á Akureyri? Skyldu nokkrir fyrirmenn bæjarins ganga fyrst eins og í Reykjavík? Og skyldu nokkrir fara af stað með gamalmenni á níræðis- aldri og barn á þriðja ári cins og í Mý- vatnssveit? Nei, við öllu þessu. íslenzki fáninn og rauðu stafirnir, sem mynda niarkið, eiga að koma í stað liins upp- talda hér að framan. Einfaldleikinn á að taða — enga sýndarmennsku. »Af stað burt í fjarlægð!“ Fjórir kíló- metrar bíða eftir því, að þeir séu gengnir, fönnin er þrædd meðfram uppblásnum naoldarbörðum og milli liárra þúfna. Við gongum nú mcðfram skógræktargirðing- unni og getum séð, ef við beitum augun- um, unga sprota teygja sig upp úr hvítri fönninni, og nú, er við beygjum fyrir ytra horn girðingarinnar, sjáum við, að nauðsynlega þarf að endurbæta girðing- una og merkja strax með vorinu. Sól skín í heiði eins og þar stendur, allir ganga í halarófu og ljómandi ánægjubros skín af hverju andliti. Við erum komin að gatna- mótum, tvær skíðaslóðir mætast, ör búin til úr smásteinum vísar okkur hina réttu leið, og áfram er haldið. Halarófan klöngrast yfir háan snjóruðning, sem ýta hefur rutt af vegi. Brátt erum við komin að skemmum stórum, sem allar virðast vera fullar af einhverju, því að ekki virð- ist vera rúm fyrir hina fallegu kappróðra- báta, sem sjómannafélagið á, að ég held. Hvernig verða þessir bátar í vor, eftir að hafa legið úti heilt ár? Meðfram langhlið- um bragganna er mikil og góð fönn og ósjálfrátt verður okkur að líta í áttina til Grindavíkur. Fagradalsfjall er fannhvítt. Tign þess í vetrarskrúða er mikil og að sjá Svartsengi og Þorbjörn, já, jafnvel slík verka sem tignarleg fjöll. Við erum komin framhjá gamla vatns- tanknum og öllum skemmunum. Rjóð og brosandi andlit eru nú farin að spyrja, hvort mikið sé eftir, og er þeim er sagt, að bráðum sé leiðin hálfnuð, verður brosið enn meira og allir segja: „Eg er ekkert lúinn.“ Hér úti í heiðinni, þar sem við nú erum stödd, gefur að líta ofurlítið lands- lag, holt og hæðir, grjót og móa, og hér göngum við meðfram lítilli tjörn, sem við getum speglað okkur í. Og ekki getum við stillt okkur um það, því að þetta getur verið einasta tækifærið á ævinni að spegla sig á skíðum. Áfram er haldið, og hvað nú ? Skammt frá okkur brunar stór Steindórsvagn. Hann er á leið til Sand- gerðis, við erum komin alla leið út undir Sandgerðisveginn, en þá förum við líka að sveigja heim á leið, og nú er eins og heim- þrá gripi hópinn eða eitthvert kapp, því gangan er hert og brátt göngum við fram- hjá græna fiskhúsinu hans Margeirs og beint í gegnum fiskhjallana hans. Og áð- ur en varir erum við komin að skíðaslóð- unum tveim og nú göngum við síðustu 500 metrana í sömu slóðinni, sem við byrj- uðum í. Þessa síðustu metra er nærri hlaupið, svo er kappið mikið að komast fyrst í mark. Að lokum hafnar allur hóp- urinn í því sama marki og hann hafði lagt upp frá. Þannig lauk einni ferð af mörg- um. Þátttakendur í landsgöngunni hér í Keflavík urðu alls 345, hefðu orðið mun fleiri, hefði ekki orðið snjólaust eftir að- eins 5 daga keppni. Elzti kvenþátttakandi var frú Vilborg Amundadóttir, sem er 50 ára að aldri, en sú yngsta er gekk, var aðeins fjögra ára gömul og heitir Annabella Albertsdóttir. Elzti karlmaðurinn, er gekk, var húsvörð- ur Gagnfræðaskólans, Pétur Lárusson, 65 ára, en þeir yngstu voru bræðurnir og tví- burarnir Tómas og Eiríkur Jónssynir, 6 ára. Að lokum þakkar landsgöngunefnd öll- um göngugörpunum fyrir þátttökuna og einnig vill nefndin þakka þeim, er svo góðviljaðir voru að lána skíði sín og stafi til þessarar keppni. H. G. Færeyjaferð f. B. K. Knattspyrnuflokkur frá íþróttabandalagi Keflavíkur fer til Færeyja í sumar. Hafa und- anfarna mánuði farið fram bréfaskriftir milli I. B. K. og Færeyinga og er nú ráðið að sterkasta knattspyrnufélag Færeyinga, B-36 í Þórshöfn, taki á móti Keflvíkingum. Fara Keflvíkingar utan 3. ágúst með Drottningunni og koma heim aftur með sama skipi 17. ágúst. Akveðið er að Hermann Eiríksson skólastjóri verði fararstjóri flokksins. Sjómaimadagsráð hefir beðið blaðið, að koma á framfæri þakklæti sínu til allra, sem á einn eða annan hátt unnu að því að gera sjómannadaginn há- tíðlegan, ýmist sem áhorfendur, þátttakendur í íþróttum dagsins og með margvíslegri að- stoð við undirbúning og framkvæmd hátíða- haldanna. Hinsvegar telur ráðið, að lögregla Keflavíkur hefði mátt aðstoða betur en hún gerði.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.