Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 8

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 8
68 F A X I Helgi S. Jónsson í ræðustól við skátamessu í Kefla- víkurkirkju. Inga Árnadóttir og Höskuldur Goði Karlsson flytja ávörp. Minnst aldaramfælis skátahöfðingjans Baden Powells Skátafélagið Heiðabúar í Keflavík efndi til hátíðahalda 22. febrúar s.k, en þá var aldarafmæli Baden-Powell’s alheimsskáta- höfðingja og stofnanda skátahreyfingar- innar, og jafnframt 50 ár síðan hún var grundvölluð. Heiðabúar fóru blisför um bæinn. Var ganga þeirra vel skipulögð og hin skemmtilegasta. Til fylgdar við skátana dreif að mikill fjöldi yngri og eldri bæjar- búa. Að lokinni för um bæinn var haldið til kirkju. Sr. Guðmundur á Utskálum þjónaði fyrir altari en Helgi S. Jónsson félagsforingi, steig í stólinn og flutti ræðu í anda þess boðskapar, sem Baden-Powell flutti nokkrum Lundúnadrengjum fyrir 50 árum. Boðskapinn um drenglund og um skyldurnar við guð og ættjörðina. Því næst las Höskuldur Karlsson síð- ustu skilaboð Baden-Powell’s til drengja- skáta en Inga Arnadóttir síðustu skilaboð til kvenskáta. Að því loknu var tendraður varðeldur úti á kirkjulóðinni og söfnuðust skátar og aðrir unnendur skátastarfsins að hon- um —- og sungu skátasöngva. Við varðeldinn voru stofnaðar tvær tvær nýjar sveitir í Heiðabúum: Blóð- gjafarsveit Heiðabúa og Hjálparsveit Heiðarbúa. | Keflovík — Keflavík | ý Skábönd, Bcndlar, Næríatateygja, Sokkabandateygja. Sloppatölur. 2> ý Buxnatölur, Jakka- og vestistölur. Skrauttölur. Hvítar og svartar a X smellur. Krókapör, rennilásar, tvinni, hvítur, hvartur, mislitur. y x Títuprjónar. Saumnálar. Stoppunálar, javanálar. Léreftstölur, skjald- y y plötutölur. Hörtvinni. Öryggisnælur. é | Kaupfélag Suðurnesja | ><<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<^^ Stærra pláss fyrir flug- þjónusfuna í Keflavík Hinn 8. marz s.l. fékk flugmálastjórnin til fullra umráða norðurálmu flugstöðvar- byggingarinnar hér á flugvellinum. Sem kunnugt er, þá er flugþjónustan undir sama þaki og hótelið hér. Er að því mikill fengur að fá þetta húsnæði allt til afnota við flugþjónustuna. Flugher varnarliðsins var í þessum hluta byggingarinnar áður. Hann hefur fyrir nokkru fiutt sína flug- þjónustu í nýja flugstöðvarbyggingu, sem stendur hér fast við hótelið. Nokkrir gestir voru viðstaddir athöfn, sem fram fór af þessu tilefni. Gagnger breyting hefur verið gerð á, þessari álmu og höfðu Sameinaðir verktakar það með höndum. Smíðaðar hafa verið skrifstofur fyrir flugmálastjórnina og ýmsa þætti flugþjónustunnar, flugfélögin, sem hér hafa fasta bækistöð svo sem Flugfélag íslands, Loftleiðir, T.W.A, B.O.A.C. og P.A.A. Þá verður þar herbergi fyrir sigl- ingafræðinga flugvélanna, er þeir þurfa að athuga flugáætlanir, þarna verður og skrifstofa Veðurstofunnar og fleira. Flugmálastjóri Agnar Kofoed Hansen tók formlega við þessu húsnæði með stuttri ræðu, en yfirmaður fluhers varnar- liðsins Manzo höfuðsmaður afhenti „lykla- völdin". Fleiri tóku til máls, en að lok- um skoðuðu gestir skrifstofur og annað. Er það veigamikið fyrir flugmálastjórnina að hafa fengið þetta aukna húsrými til viðbótar við það sem hún hafði áður, en það var orðið mjög ófullnægjandi, sakir þrengsla. <<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<^^ Keflavik - Keflavík Léreft, einbreitt, tvíbreitt Fiðurhelt léreft, Mislit léreft, poplín Damask — Gæsadúnn KAUPFÉLAG SUÐURNESJA <><<><<*$<><><><<<><><<<><><><><><><><<><><><><><><

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.