Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 10

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 10
70 F A X I Ingólfur og Jón með „nikkurnar" eins og í gamla daga. Það mun láta nærri, að nú séu liðin 20 ár síðan þeir félagarnir Ingólfur Magnússon og Jón Eiríksson frá Meiðastöðum léku hér síð- ast fyrir dansi, en þeir voru um langt árabil aðal harmonikuleikararnir hér á Suðurnesj- um. A afmælisfagnaði bifreiðastjórafélagsins Fylkis, sem getið var í síðasta blaði komu þeir félagar fram og léku nokkur lög. Var gerður góður rómur að leik þeirra, enda rifjaði þetta upp fyrir miðaldra fólki hugþekkar minningar, svo það á ný leið í ljúfum æskudraumum, sviflétt og ástfangið eins og í gamla daga, enda þóttu þeir félag- arnir ekki alveg hafa misst sín föstu og góðu tök á „nikkunum". Bókarfregn. Faxa hefir nýlega borist skáldsagan Fóstur- sonurinn eftir Arna Olafsson, en eftir þann höfund hafa áður komið út nokkrar sögubæk- ur, helgaðar íslenzku sveitalífi, sem allar hafa vakið á sér ahygli fyrir lipurt málfar og djúp- tæka þekkingu á lífi og kjörum manna og málleysingja upp til sveita, eins og það var í byrjun aldarinnar. Þessi nýja saga Arna, Fóstursonurinn, sem tvímælalaust er hans mesta og bezta bók, sannar, að hann er vax- andi höfundur. Þetta er saga umkomulítils sveitadrengs, sem fyrstu ár ævi sinnar elst upp á hrakningi við fátækt og skilningsleysi hinna fullorðnu, svo hugur hans fyllist kergju og kala til alls og allra. Þannig á sig kominn verður hann fyrir því láni, að lenda til ágætis manneskju, ekkju, sem býr í sveit og er sveitarhöfðingi. Hún skilur sálarástand þessa umkomulausa barns, sem hún finnur að býr yfir góðum eiginleikum, fengju þeir notið sín. Hún ákveður því að taka hann að sér og ala hann upp sem sitt eigið barn og fljótlega eignast hún ástúð hans og fullan trúnað. Sag- an rekur síðan atburði hins daglega lífs. Fóstursonurinn verður fulltiða maður, sem ber langt af öðrum ungum mönnum um and- legt og líkamlegt atgerfi. Arin færast yfir hina ágætu fóstru hans, en hann sýnir henni alltaf sonarlega tryggð og leitar ráða hennar í vandamálum lífsins. Síðar giftist þessi ungi maður og gerist merkisbóndi í sveit sinni, er nýtur trausts og virðingar allra, sem til hans þekkja. — Sagan Fóstursonurinn er því vel þess virði, að taka hana með sér í sumarfríið og hygg ég að enginn sjái efir þeim tíma, sem hann ver til lesturs þessarar ágætu bókar. Karlakór Keflavíkur hafði söngskemmtun 6. júní í Bíóhöllinni. Söngskráin var fjölskrúðug. Létt og þung lög voru þægilega saman ofin með góðum stíg- anda, sem endaði með 4 köflum úr Friðþjófi eftir Max Bruch. Annars voru lögin eftir erlenda og innlenda höfunda. M. a. eftir kór- félagann Bjarna M. Gíslason og söngstjórann, Guðmund Norðdahl. Sú nýlunda var nú upp tekin að láta börn úr Gagn- fræðaskóla Keflavikur og Bamaskóla Kefla- víkur syngja með kórnum. Það gaf góða raun. Þau tvö lög, sem þau sungu mð kórnum, fengu á sig mjúkan og hlýjan blæ við tærar og blíðar barnsraddirnar. Auk þeirra sungu með kórnum, sem gestir, þau Þuríð- ur Pálsdóttir, óperusöngkona og Kristinn Hallsson, óperusöngvari, en Fritz Weiss- happel, píanóleikari, aðstoðaði. Einsöngvarar kórsins voru Böðvar Pálsson, Guðjón Hjörleifsson og Sverrir Olsen. Troðfullt hús. Húsið var svo þéttskipað að allmargt varð að standa þótt mörgum aukastólum hefði verið komið fyrir. Og lét fólkið ánægju sína óspart í Ijós með lófaklappi og mörgum blóm- vöndum. Kórinn varð að endurtaka mörg lög og syngja aukalög.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.